Verktækni - 01.04.2004, Side 13
Verktækni 4.tbl 2004
Heimsókn í Össur hf.
Önnur vinnustaðaheimsókn Kvenna-
nefndar var miðvikudaginn 17. mars s.l.
þegar tæknimenntaðar konur hjá Öss-
uri hf. tóku á móti starfssystrum sínum
og kynntu þeim starfsemi fyrirtækisins,
störf sín og starfsumhverfi. Þær sem
stóðu fyrir heimsókninni voru Heiðrún
Gígja Ragnarsdóttir (Þróunarsvið),
Hjördís Þórhallsdóttir (Þróunarsvið),
Erla Sigríður Gestsdóttir (Þróunarsvið),
Hekla Arnardóttir (Gæðadeild) og Hild-
ur Ríkharðsdóttir (Framleiðslusvið).
Heiðrún Gígja hóf kynninguna og kynnti
sögu fyrirtækisins, þróun þess síðustu árin og
starfsemi þess bæði hérlendis og erlendis.
Össur framleiðir og hannar stoð- og
stuðningstæki og er leiðandi á sviði stoð-
tækja. Fyrirtækið er annar stærsti stoð-
tækjaframleiðandinn í heiminum. Össur hf.
var stofnað 1971 og var fyrsta stoðtækjafyrir-
tækið í heiminum sem skráð var á hluta-
bréfamarkað árið 1999. Vöxtur fyrirtækisins
hefur verið mjög hraður síðastliðin ár. Arið
1998 vom starfsmennimir 30 en í dag em
þeir 620 á níu stöðum víðs vegar um heim-
inn. Höfuðstöðvar fyrirtækisins em á ís-
landi, en Össur hefur starfsstöðvar í Banda-
ríkjunum, Evrópu og á Norðurlöndunum og
er með umfangsmikið net dreifingaraðila á
öðrum alþjóðlegum mörkuðum.
Hér á landi er mestöll þróunardeildin og
stærstur hluti framleiðslunnar fer einnig
fram hér. Undanskilin er nýjasta vörulínan,
sem em spelkur. Nýlega keypti Össur fyr-
irtæki sem sérhæfir sig í spelkum og fer
þróun og framleiðsla á þeim fram erlendis.
Frá hugmynd að fjöldaframleiðslu
Heiðrún fór í gegnum vinnuferlið frá
hugmynd að fjöldaframleiðslu sem hefur
verið þróað innan fyrirtækisins. Flest verk-
efni em unnin í þverfaglegum teymum þar
sem náin samvinna er á milli deilda og
hinir ýmsu sérfræðingar koma að.
Einnig fjallaði Heiðrún um ástæður
aflimana en árlega missir um ein milljón
manna í Evrópu og Bandaríkjunum útlimi
og er meðalaldur þeirra 65 ár. Stærsti hluti
aflimana stafa af læknisfræðilegum ástæð-
um svo sem vegna sykursýki og æðasjúk-
dóma. Slys valda aðeins 6% aflimana.
Eftir kynningu Heiðrúnar tóku hinar við
og fræddu okkur um starfsemi sinna
deilda, Hjördís og Erla sýndu okkur það
Erla S. Gestsdóttir meó sýnishorn af framleiðslunni.
nýjasta í þróun fóta og gerviskinna. Þær
útskýrðu hvemig gervifótur er uppbyggður
og fengu fundargestir að skoða slíkan grip.
Hekla fjallaði um gæðamál í fyrirtækinu og
prófanir, en sérstakar vélar em látnar prófa
fætuma áður en þeir fara á rnarkað. Að
lokum fjallaði Hildur um framleiðslu Össur-
ar, sem fer að langmestu leyti fram hérlendis,
eins og fyrr segir, spelkumar em framleiddar
hjá Hex-Foot sem er í eigu Össurar.
Þær gengu síðan með okkur um fram-
leiðsludeildina og skoðuðum við samsetn-
ingu og framleiðslu fóta og prófanir á þeim.
Að lokum var svo boðið upp á kaffi og
konfekt í kaffistofu starfsmanna þar sem
upphófust umræður um allt milli himins
ogjarðar.
Við þökkum fyrir frábærar móttökur og
var mjög ánægjulegt að sjá mörg ný andlit á
fundinum.
Kolbrún Reinholdsdóttir, Kvennanefnd VFÍ.
APC miðlaraskápar
- Rekstraröryggi og skalanleiki í fyrirrúmi
APC InfraStruXure er skalanleg lausn fyrir tölvusali og tölvuherbergi af
öllum stærðum og gerðum.
Byggir á tveggja metra 19" UPS og miðlaraskápum sem hýsa varaaflið
sem samanstendur af útskiptanlegum einingum í fullum rekstri.
Kælikerfi er hannað inn í miðlaraskápana.
Sparar rými og hýsir búnað frá flestum framleiðendum á sviði
netbúnaðar og miðlara.
Lausn fyrir fyrirtæki sem leggja mikla áherslu á rekstraröryggi og
skalanleika upplýsingakerfa sinna.
Nánari upplýsingar veita APC sérfræðingar Nýherja.
Einnig má nálgast upplýsingar á www.apc.com.
AMERICAN P0WER C0NVERSI0N
<Q)
NÝHERJI
NÝHERJI HF BORGARTÚNI 37 - SÍMI 569 7700 - http://www.nyherji.iB
„Við hjá KPMG leggjum mikla áherslu á rekstraröryggi
upplýsingakerfa okkar. Við völdum APC InfraStruXure
miðlarasamstæðu frá Nýherja en vörur frá APC hafa
reynst okkur mjög vel. Það en öruggt að
miðlarasamstæðan mun auka við rekstraröryggi
upplýsingakerfa KPMG og erum við sérlega ánægðir með
þá staðreynd að allar einingar lausnarinnar eru
útskiptanlegar í fullum rekstri".
□lafur Róbert Rafnsson
Forstöðumaður upplýsingatæknideildar KPMG