Verktækni - 01.04.2004, Blaðsíða 16

Verktækni - 01.04.2004, Blaðsíða 16
Nýr staðall ÍST 130 Upplýsingatækni Efnisyfirlit IST 130 4.21 Númer á bankareikningum 4.22 íslenskt lyklaborð 4.23 Samskipti manns og vélar 4.24 Pappírssnið 4.25 Venjur um prentfrágang í árdaga tölvuvæðingarinnar var vélbúnað- ur ekki til þess fallinn að mæta mismun- andi kröfum þjóða um ýmis atriði í fram- setningu ritaðs máls, t.d. birtingu dagsetn- inga. Þá var oft ekki um annað að ræða en beygja sig undir þær takmarkanir sem tölv- umar settu eða reyna á einhvem hátt að laga tölvumar að þeim kröfum sem áttu við hverju sinni. Það gat falið í sér ærin til- kostnað. Stórstígar framfarir í tölvutækni hafa létt mönnum lífið í þessum efnum. Nú er ekkert tiltökumál að velja land í stýri- kerfum og fá þannig upp stafasett er hæfir íslensku eða hvaða öðm tungumáli sem vera kann. Til þess að hönnuðir íslenskra hugbúnðarkerfa, notendur og aðrir geti saman sett fram hönnunarforsendur er nauðsynlegt að hafa íslenskar kröfur í upp- lýsingatækni á hreinu. Þess vegna hefur Staðlaráð íslands gefið út staðalinn ÍST 130:2004 Upplýsingatækni - íslenskar kröf- ur. Þótt hér sé tekið dæmi af tölvum og hugbúnaði, þá nær upplýsingatækni yfir miklu víðara svið. Erlend viðskipti fela í sér að skipst er á upplýsingum, þótt þær séu ekki endilega á tölvutæku sniði. í slíkum tilfellum er t.d. mikilvægt að útlendingar sem eiga í viðskiptum við íslendinga viti að 09.06.2004 þýðir níundi júní 2004 en ekki sjötti september. Staðallinn er að sjálfsögðu bæði á íslensku og ensku. ÍST 130 nær til fjölmargra atriða sem sam- mæli náðist um, svo sem stafrófs, röðunar- reglna og hvernig skuli skrá og birta tölur, dagsetningar og tíma. Efnistök staðalsins miðast við ISO/IEC 15897:1999 þó að til- högun sé eilítið önnur. 1 Umfang 2 Bindandi tilvísanir 3 Skilgreiningar 4 Kröfur - atriði til stöðlunar 4.1 íslenskur tölvuorðaforði 4.2 Stafróf og stafatöflur 4.3 Reglur um röðun 4.4 Umritanir 4.5 Eiginleikar bókstafa 4.6 Sérstafir 4.7 Útlit stafa 4.8 Innsláttur stafa 4.9 Mannanöfn 4.10 Beyging 4.11 Orðskipting 4.12 Stafsetning 4.13 Tölur, raðtölur og mælingakerfi 4.14 Ritun fjárhæða 4.15 Ritun dagsetninga og tíma 4.16 Kótar fyrir land og tungu 4.17 Símanúmer 4.18 Utanáskriftir 4.19 Auðkenning einstaklinga og fyrir tækja 4.20 Tölvupóstföng Viðaukar A Ritaskrá B íslenskir stafir, fornstafir og tilvitnun- armerki og ISO/IEC 10646-1 C íslenskir fomstafir D Tengsl milli ÍST 130:2004, FS 130:1997 og ISO/IEC 15897:1999 Helstu breytingar á IST 130:2004 frá forstaðlinum Staðalinn var fyrst gefin út sem forstaðall árið 1997, eftir mjög umfangsmikla grunnvinnu. Uppbygging hefur verið einfölduð og köflum fækkað og þeir sameinaðir. Skerpt er á hlut- verki staðalsins sem kröfustaðals. Kröfur varðandi dagsetningar hafa verið einfaldaðar. Reglum um röðun hefur verið breytt þannig að nú raðast litlir stafir á undan stórum á öðru raðþrepi. Bætt er við tilvísun í ETSI normskjal um íslenskt 12 stafa lyklaborð fyrir farsúna. Upplýsingum um leiðbeinandi reglur um umritun úr tælensku er bætt við. Ennfremur er fjallað í staðlinum um venjur við prentfrá- gang. Umfjöllun um íslenska fomstafi er nú að finna í viðauka í stað þess að vera áður í meginmáli staðalsins. Nánari upplýsingar fást hjá Staðlaráði Islands. Hægt er að panta staðalinn ÍST 130 á vef Staðlaráðs, www.stadlar.is Sveinn V. Ólafsson, verkfræðingur hjá Staðlaráði íslands. Mikið úrval þrýstijafnara, mótþrýstijafnara og þrýstiminnkara TfR Stærðir DN 15 - DN 250 og k,, allt að 400 m3/klst. Danfoss er leiöandi í framleiðslu þrýstistilla Danfoss hf Skútuvogi 6 104Reykjavík Sími 510 4100 - www.danfoss.is

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.