Herinn burt

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat

Herinn burt - 01.12.1957, Qupperneq 2

Herinn burt - 01.12.1957, Qupperneq 2
2 HERINN BURT EINAR BRAGI: Heijum nýja sókn Hálft átjánda ár er liðið síðan ísland var í fyrsta skipti í sögu þjóðarinnar hernumið af erlendu stórveldi. Vaxin er upp í landinu ný kynslóð sem þekkir ekki óhernumið ísland nema af sögn foreldra sinna: kynslóð sem hefur frá blautu barnsbeini haft erlendar herflugvélar sveimandi í loftinu yfir höfði sér, séð er- lenda dáta spígsporandi á ís- lenzkri grund, erlend herflutn- ingaskip sigla að ströndum fær- andi erlendu þrásetuliði vopn og vistir. Talsverður hluti æskunnar hefur þar að auki átt lífsaf- komu sína: menntunarmögu- leika, framavonir og framtíðar- drauma bundin fé sem aflað var í þjónustu hins erlenda liðs. Ung- menni þessi eru nú sem óðast að verða foreldri sjálf: önnur kyn- slóðin er að stíga fyrstu sporin i hernumdu landi. Þetta er geig- vænleg staðreynd sem hlýtur að vera hverjum íslenzkum manni alvarlegt umhugsunarefni. Hinar erlendu sveitir hafa alla tið setið i landinu i óþökk þjóð- arinnar, og sé nokkru orði trú- andi sem íslenzkir stjórnmála- menn segja, hefur hernámið löngum verið einnig þeim þvert um geð. Þegar brezkt herlið steig á land í Reykjavík öllum að óvörum hinn 10. maí 1940, mótmælti rík- isstjórn íslands athæfi þess þegar í stað sem freklegri skerðingu á hlutleysi landsins og frelsi þjóð- arinnar og lýsti ábyrgð á hendur ofríkismönnunum af öllu tjóni sem hljótast kynni af atferli þeirra. Á árinu 1941 þegar til orða kom að bandaríkjamenn leystu breta af hólmi, þráaðist ríkis- stjórn íslands við að samþykkja kröfur hernámsveldanna. Að loknum ráðuneytisfundi til- kynnti forsætisráðherrann, Her- mann Jónasson, sendiherra breta hér á landi, að nauðsynlegt væri að kveðja alþing saman til að fjalla um málið. Þegar ekki fékkst farið að lögum, gekk rík- isstjórnin til nauðungarsamn- inga við engilsaxnesku stórveld- in, þar sem sett voru pg samþykkt ákveðin mjög veigamikil skilyrði: bretar skuldbundu sig til að við- urkenna óskorað frelsi og sjálf- stæði íslands og sjá til, að í engu efni yrði gengið á rétt landsins i friðarsamningum né á nokkurn annan hátt að striðinu loknu, en bandarikjamenn hétu að hverfa strax að stríðslokum á brott með allan herafla sinn á láði, legi og í lofti. Samningar þessir voru síð- ar skriflega staðfestir af stjórn Stórabretlands og forseta Banda- ríkja. Hinn 16. ágúst 1941 kom Winston Churchill, forsætisráð- herra Bretlands í stutta heim- sókn til Reykjavíkur og talaði við það tækifæri til íslenzku þjóðarinnar af svölum alþingis- hússins. Þar endurtók hann í nafni Bretlands fog Bándaríkja fyrri heit um óskert frelsi íslandi til handa. Strax þegar á reyndi voru samningar þessir og svardagar þverbrotnir. í stað þess að kalla hersveitir sínar heim að stríði loknu, fóru bandaríkjamenn lram á það í október 1945 að fá tilteknar herstöðvar hér á landi leigðar til 99 ára. Þing og stjórn höfnuðu þessari málaleitan. Allt um það sýndi herinn ekki á sér neitt fararsnið. 1 júlímánuði 1946 kom alþing saman til að fjalla um inngöngu íslands í Sameinuðu þjóðirnar. Þingið samþykkti að sótt skyldi um inngöngu, en þó með fyrir- vara sem vert er að festa sér í minni: „íslendingar eru eindreg- ið andvigir herstöðvum í landi sinu og munu beita sér gegn því, að þcer verði veittar." Þetta var sem sagt í júlí. En 19. september sama ár er alþing kvatt saman til aukafundar vegna beiðni sem borizt hafði frá bandaríkjamönn- um um það að fá Keflavíkurflug- völl leigðan til 6i/£ árs. Mótmæla- alda reis um allt land, átök urðu hörð á þingi og hik var á mörgum þingmönnum. Þá gerist það hinn 30. september, að brezka stjórnin sendir íslenzka utanrík- isráðuneytinu orðsendingu þess efnis: að litið yrði á það sem fjandsamlegt athæfi í Bretlandi, ef alþingi léti ekki að vilja bandaríkjamanna. Á þennan hátt efndu bretar skriflega samninga stjórnar sinnar og munnleg heit forsætisráðherra síns frá sumrinu 1941. Hinn 5. október 1946 var keflavíkursamningurinn ill- ræmdi samþykktur á alþingi með 32 atkvæðum gegn 19. Næsta óheillasporið var stigið 30. marz 1949, þegar ísland var í bráðræði reyrt við hernaðai- bandalag erlendra ríkja, Atlants- hafsbandalagið, eftir aðeins tveggja daga umræður á alþingi. Þann dag söfnuðust milli tíu og fimmtán þúsund reykvíkingar saman til mótmælafundar fyrir framan alþingishúsið, öflug mót- mæli bárust einnig hvaðanæva utan af landsbyggðinni, nær þriðjungur þingmanna greiddi atkvæði gegn inngöngu í banda- lagið eða sat hjá, og samvizka annarra þingmanna virtist ekki sem bezt: þegar utanríkisráðherr- ann, Bjarni Benediktsson kom heim frá Ameríku eftir að hafa undirritað Atlantshafssáttmál- ann, skrifaði hann grein í Morg- unblaðið þar sem hann sagðist hafa skýrt ýtarlega sérstöðu okkar sem fámennrar vopnlausrar þjóð- ar, er hvorki vildi liafa né gæti haft her sjálf og mundi aldrei fallast á erlendan lier né her- stöðvar i landi sinu á friðartím- um. Hann kvað utanríkisráð- herra bandaríkjamanna hafa skil- ið fullkomlega þessa sérstöðu og bætti við: að þess vegna vœri all- ur ótti um að nokkurs þess hátt- ar yrði beiðzt af okkur, þó að við gerðumst aðilar að bandalaginu, algjörlega ástceðulaus. Öngu að síður dundi yfir okk- ur nýr hernámssamningur aðeins tveimur árum síðar: hinn 7. maí 1951 streymdu fjölmennar banda rískar hersveitir inn í landið, og var eins og vænta mátti við barið skyldum íslendinga við Atlants- hafsbandalagið. Herinn var kall- aður inn í landið í algjöru heim- ildarleysi: alþing var ekki kallað saman, þó skylt væri samkvæmt stjórnarskránni, og málið ekki einu sinni lagt fyrir utanríkis- nefnd, þó lög mæli svo fyrir. íslenzkir valdamenn virðast ekki hafa verið alls kostar hamingju- samir yfir unnu afreki þegar fram í sótti, enda kannski ekki grun- lausir um að enn minni væri á- nægjan meðal kjósenda. Hinn 28. marz 1956 er samþykkt á alþingi, að endurskoðun hernámssamn- ingsins skuli fara fram með það fyrir augum, að herinn fari af landi burt. Að þeirri samþykkt stóðu fjórir þingflokkar af fimm. í júnímánuði var gengið til kosn- inga, þar sem hinir sömu fjórir stjórnmálaflokkar hétu að senda herinn úr landi og fengu til þess umboð meirilduta kjósenda. í júlímánuði var mynduð ríkis- stjórn þriggja flokka af fjórum, sem fulltrúa höfðu hlotið á þingi, og kosningaloforðin staðfest í sjálfum málefnasamningnum: „ríkisstjórnin mun i utanrikis- málum fylgja fram ályktun Al- þingis 28. marz s.l. .. .“ Ótvíæð- ara gat það ekki verið. í desember- mánuði tilkynnti nú ríkisstjórn- in samt, að samningum um brott- för hersins hefði verið frestað. Þjóðin hefur ekki fengið að vita hve langan frest sé um að ræða, nema hvað tveir ráðherranna sögðust hafa samþykkt frestun í nokkra mánuði. Heilt ár er liðið án þess að þeir hafi svo vitað sé sýnt lit á að taka málið upp af nýju. Eins og allir muna voru van- efndirnar að þessu sinni afsakað- ar með árás breta og frakka á egypta og rauðahersins á ung- verja. Er þá svo komið, að við eig- um það upp á fjögur erlend her- veldi: Bandaríki, Bretland, Frakkland og Sovétríki, að hér situr erlendur her í óþökk lands- manna. Ætti þetta að nægja til að sýna hverjum heilskyggnum manni, að það getur aldrei orðið friðsamri smáþjóð til annars en sorgar, skaða og smánar að binda trúss sitt við erlend stórveldi grá fyrir járnum. Hér hefur þá verið drepið á helztu áfanga herstöðvamálsins, aðallega vegna æskunnar sem er kannski ekki nógu kunn mála- vöxtum. Brigðmæli stjórnarflokkanna í fyrra voru öllum hernámsand- stæðingum sár vonbrigði, og nú hlýtur sú spurning að vakna: Hvað ætlum við að gera? Ætlum við að halda að okkur höndum og horfa upp á það, að upp vaxi í landinu önnur kynslóð sem þekkir ekki óhernumið ísland og getur ekki einu sinni um það fræðzt af foreldrum sínum, eða ætlum við að halda baráttunni áfram unz herinn er farinn? Svarið getur ekki orðið nema á einn veg: „Herinn verður að fara ef við eigum að lifa,“ eins og Jóhannes skáld úr Kötlum komst nýlega að orði. Við vitum að stór- veldin ráða yfir múgmorðstækj- um sem hljóta, ef til styrjaldar dregur, að leiða hryllilegri skelf- ingar en orð fá lýst yfir hverja þjóð sem herstöðvar hefur í landi sínu, en þar að auki eru slíkar herstöðvar sem hér um ræðir að allra viti orðnar gjörsamlega gagnslausar til varnar vegna sein- ustu nýjunga í hernaðartækni: fjarstýrðra flugskeyta sem borið geta kjarnorku- og vetnissprengj- ur til hvaða staðar á hnettinum sem er.

x

Herinn burt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Herinn burt
https://timarit.is/publication/963

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.