Herinn burt


Herinn burt - 01.12.1957, Blaðsíða 8

Herinn burt - 01.12.1957, Blaðsíða 8
8 HERINN BURT Rithöfundafélag íslands og Félag íslenzkra myndlistarmanna BOÐA TIL FVKD b n W 1 ^ til að herða á kröíunni um brottíör bandaríska hersins írá íslandi í Gamla Bíói sunnudaginn 8. des. 1957 klukkan 14.00 Reykvíkingar! Sýnið andúð ykkar á hersetunni með því að fjölmenna á fundinn! RÆÐUMENN VERÐA: Gils Guðmundsson, rithöfundur Guðmundur Böðvarsson, skáld Jónas Árnason, rithöfundur Svavar Guðnason, listmálari Þorvarður Örnólfsson, stud. philol. Lesið og útbreiðið blað listamanna og stúdenta: HERINN BURT Vilborg Dagbjartsdóttir, kennari, les ættjarðarkvæði FUNDARGESTIR! Látið nokkrar krónur af hendi rakna við innganginn upp í kostnað af fundinum Félag íslenzkra myndlistarmanna . Rithöfundafélag íslands Bréf til þín Framhald af bls. 5 ekki nema von, að hún heyri grun sinn hvísla. Og hún heyrir það. Við höfum svikizt um að gera þau átök, sem þarf til að rétta okkur við eftir hið langa hernám og allan þann glundroða sem það hefur valdið. í stað þess að gera sér þetta ljóst, gerast nú margir til þess að ganga um hvísl- andi að eldri og yngri og segja, að ekki muni verða hægt að lifa á íslandi, ef herinn fer. Það verði hrun, það verði atvinnuleysi o. s. frv. Mér hefur skilizt á þér, að sá eini beygur, sem þú hefðir af her- setunni væri vegna umgengni æskunnar við hermennina, vegna hins síglymjandi útvarps frá þeim á hverjum vinnustað og vegna áhrifa enskrar tungu á móðurmál okkar. Víst getur þessi hætta verið til staðar, en hin er þó miklu verri ef þeim fer fjölg- andi, sem missa trú á því, að hægt sé að lifa menningarlífi á íslandi, nema með því eina móti að leigja það Bandaríkjamönn- um. En því miður, ég held þeim fari fjölgandi. Hver sem efast um að svo sé, ætti að hlusta á fólk tala, án þess að segja mikið sjálf- ur. Reyndar mun hver, sem það gerir, finna til sársaukans, sem ég gat um í upphafi. Það er ekki þjáningarlaust fyrir neinn að heyra talað um það sem eitt- hvert hjálpræði, sem hver skyni- borinn maður ætti að vita að hef- ur orðið mest til bölvunar. Nú er ekki fyrir það að synja, að Bandaríkjamenn kunni ein- hvern tíma að flytja her sinn frá íslandi af sjálfsdáðum. Margt getur gerzt ólíklegra og er ein- mitt sennilegt. Hér skal engum getum að því leitt, hvernig þess- um herunnendum hér kann þá að líða. En þó að svona fari, þá hvorki getum við né megum bíða þess. Hjá okkur hallar stöðugt á ógæfuhlið og verður verra að rétta sig við eftir því, sem lengur dregst. Herinn verður að fara. Eins og þú hlýtur að sjá, megum við illa við því, að stór hópur fólks fari að ímynda sér, að ekki sé liægt að lifa í landinu án at- vinnu, sem herinn veitir. Sú í- myndun er fullkomin blekking og af hinni verstu gerð, því að af öllu þessu herstöðvabraski höf- um við fyrr og síðar hlotið um- fangsmikla bölvun. Herinn verð- ur að fara strax og útrunninn er samningur hans hér. Síðan get- um við farið að byrja aftur þar, sem við vorum stödd áður en þessi ósköp dundu yfir. Stefán Jónsson

x

Herinn burt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Herinn burt
https://timarit.is/publication/963

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.