Herinn burt - 01.12.1957, Blaðsíða 5
HERINN BURT
5
JÓN ÓSKAR:
Vorkvæði um ísland
Einn dag er regnið fellur
mun þjóð mín koma til mín
og segja: manstu barn mitt
þann dag er regnið streymdi
um herðar þér og augu
og skírði þig og landið
til dýrðar nýjum vonum
þann dag er klukkur slógu,
ó, manstu að þú horfðir
á regnið eins og spegil
sem speglar þig og landið
i kristalstœrum dropum
þann dag er lúðrar gullu
með frelsishljóm, ó, manstu
þann dag er regnið streymdi
og regnið var þinn spegill
og regnið var þitt sólskin
um herðar þér og augu
þann dag er landið hvita
varð frjálst í regnsins örmum
og gleðin tók i hönd þér
í sólskinsörmum regnsins.
Einn dag er regnið fellur
mun þjóð mín koma til mín
einn dag er regnið fellur.
v______________________________________)
geta þurrkað út á einu andartaki
heilar borgir og lönd og máð út
ásvipstund varnir íslands, nokkra
ameríska dáta, sem ráfa um suð-
ur á Reykjanesskaga. Fullkomn-
un vopnanna og annarra upp-
finninga í sambandi við þau er
sú, að heimurinn hefur kollvarp-
azt þeirra vegna, ekkert er svo
sem það var. Það er því í meira
lagi fábjánalegt að treysta á
svona varnir, eins og þær, sem
hér eru brúkaðar. Meira að segja,
undir kommúnisma og kapital-
isma eða vestrænu lýðræði hefur
grundvöllurinn raskazt. En því
er á það minnt, að milli þeirra
tveggja afla þykir lielzt hætta á
styrjöld. En þessi öfl og áhang-
endur þeirra mega nú fara að
endurskoða sínar gömlu kenni-
setningar. Það hefur heldur en
ekki komið strik í reikningana í
hagkerfum beggja og varðar
hvorki meira né minna en líf eða
dauða.
Við sitjum ekki núna, þú og
ég, niðri í Hressingarskála til að
ræða um sósíalisma og kapítal-
isma. Við höfum vaknað frá
draumnum við hvíta birtu nýrra
staðreynda. Það er ekki nema um
eitt að gera. Sjái ekki herforingj-
ar hins kalda stríðs, sem nú hefur
verið háð lengi, hvað gera verð-
ur, ber okkur að kenna þeim
það. Haldi þeir áfram að deila
um kommúnisma og kapitalisma
með hótunum um stríð og mann-
dráp, án þess að taka tillit til
breyttra viðhorfa og í stað þess að
una því, sem þeir hafa, þá verð-
ur almeninngur allra landa að
kenna þeim nýja lærdóma áður
en þeir byrja manndrápin. Eins
og nú horfir við er ekki orðinn
tilgangur í neinu nema aðeins
því, að fólkið, sem heiminn
byggir megi lifa og semja um
deilumál sín án styrjalda. Sú
eina krafa, sem á rétt á sér um
þessar mundir, er krafan um frið.
Við getum stutt að þeirri kröfu
með því að láta herinn fara heim
til sín, og neita að lána land
okkar sem herstöð. Með því gæf-
um við hverri einustu hersetinni
þjóð byr undir vængi, svo að
einnig hún mætti losna við þessi
óþrif sín. Réttlætið er alltaf
sjálfu sér samkvæmt. Brottvísun
hers frá íslandi er réttlætismál
alls heimsins um leið og það er
réttlætis- og nauðsynjamál fyrir
íslendinga.
Þú segir, að við verðum herset-
unnar lítið varir og að Banda-
ríkjamenn hafi komið hér vel
fram. Ég held, að það sé rétt, að
yfirleitt hafi þeir komið vel fram.
Mér er heldur ekki í nöp við
Bandaríkjamenn, enda hef ég
litla ástæðu til þess út af fyrir
sig. Hitt, að við verðum lierset-
unnar lítið varir, er ekki rétt. Þú
segir, að enginn þurfi að um-
gangast herinn fremur en hann
sjálfur kýs. Það er rétt, en er ekki
það, sem máli skiptir. Það, sem
máli skiptir er það, að allir erfið-
leikar, sem við eigum við að
stríða svo að við fáum haldið
uppi stjálfstæðu þjóðfélagi, en
þeir eru margir, eiga rætur sínar
að rekja til hersetunnar að lang-
mestu leyti.
ísland var hernumið af Bret-
um 1940, svo sem kunnugt er, og
síðan tóku Bandaríkjamenn við
af þeim. Strax við komu Breta
komst hér á hin mesta ringul-
reið. Fólk streymdi frá fram-
leiðslustörfunum í þjónustu hers-
ins. Menn báru meira úr býtum
við þau störf en hér hafði áður
þekkzt og lágu til þess ýmsar or-
sakir, sem hér verða ekki taldar.
Vegna hinnar miklu atvinnu
fengu menn rýmri peningaráð,
kröfurnar um aukin lífsþægindi
jukust. Ákvæðisvinnan, uppmæl-
ingarnar, braskið og leyniverzl-
unin hófust. Fólk varð sem brjál-
að af peningagræðgi og margir
græddu. Erlendur gjaldeyrir
streymdi inn í landið fyrir ís-
lenzkt vinnuafl. Það var mikill
straumur. Þannig hélt þetta á-
fram eftir að Bandaríkjamenn
komu. Síðan fóru þeir. Þjóðin
átti að fara að lifa af sínu. Hún
gat það. Stutt var þó sú dýrð.
Stóð aðeins meðan mögru kýrn-
ar átu hinar feitu. Eftir allan
stríðsgróðann stóð þjóðin uppi
með auðmenn nokkra í öllum
stéttum, en úrræðalaus með
framhaldið og strax í ægilegu
gjaldeyrishungri vegna þeirra
lífshátta, sem liún hafði tamið
sér um efni fram og gat ekki lát-
ið af. Þá kom fjárhagsaðstoð vin-
veitts ríkis til hjálpar og síðan
fjárgjafir stórar. Mikil var hún
blessun hins fyrra hernáms þeg-
ar sú þjóð, sem hennar naut og
græddi á peninga sína, þurfti
samt sem áður einna mest náðar-
brauð allra þjóða skömmu síðar.
Og svo hófst annað hernám,
hefur staðið lengi og stendur
enn. Erlendur gjaldeyrir hefur
streymt inn í landið vegna vinnu
íslenzkra handa í þágu herstöðva.
Hvernig er svo umhorfs hér í
dag? Þú segir, að við höfum eign-
azt ýmis framleiðslutæki. Hvern-
ig gengur að reka þau? Finnst
þér ekki dásamlegt fyrirkomulag
að láta íslendinga vinna að bygg-
ingu herstöðva, kaupa Færeyinga
á hin nýju framleiðslutæki, skip-
in, danska vinnumenn f fjósin
og þýzkar stúlkur í eldhúsin?
Mikil er blessun hersetu á ís-
landi.
Það er rétt, að vegna hersetu
og fjárgjafa hafa nokkrir ríkir
einstaklingar orðið ríkari og á yf-
irborðinu meiri velmegun en
annars hefði verið hér á landi.
En bæði er það, að nú virðist
þetta farið að éta sig æði mikið
upp og annað er það, að ekki er
hægt að fullyrða neitt um það,
livernig farið hefði, ef við hefð-
um fengið að vera 1 friði og búa
að framleiðslu okkar. Það er ó-
hætt að fullyrða, að við vorum
til sem þjóð dálitlu fyrr en 1940.
Það er annars orðið langt þetta
stríð. Svo langt er nú síðan að
Bretar tóku okkur hernámi einn
maímorgun, að nú erum við þeg-
ar farin að útskrifa stúdenta, sem
aldrei hafa lifað þann dag með
þjóð sinni, að liún ekki þægi
gjafakorn frá erlendum og þó
einkum fjárfúlgur stórar vegna
brúkunar á landi hennar í þágu
stríðsguða. Við höfum sem sagt
verið að dunda við að ala upp
nýja kynslóð þessi árin milli þess
að við höfum verið í brjáluðu
kapphlaupi við peningana. Nú
er þá þessi kynslóð vaxin úr grasi
og hefur ekki hina minnstu hug-
mynd um, hvað það er að standa
á eigin fótum og búa að slnu. Við
getum sagt henni, að hún eigi
miklu betra en jafnaldrar hennar
í nágrannalöndunum. Við getum
bent henni á stórar og dýrar í-
búðirnar og lofað henni að taka
þátt í vandamálum foreldranna
við að eignast dýrari íbúð og
fínni bíl en náunginn. Við get-
um meira að segja sent stúdent-
ana í hópferðir á vorin suður til
Parísar og borgað allt með doll-
urum fengnum fyrir hemám. En
hvað segjum við hinni ungu kyn-
slóð um það land, sem hún á að
erfa og hvernig er það fordæmi,
sem við gefum henni? Það er
Framhald d bls. 8.