Herinn burt


Herinn burt - 01.12.1957, Síða 4

Herinn burt - 01.12.1957, Síða 4
4 HERINN BURT HERINN BURT GEFIÐ Ú T A F LISTAMÖNNUM OG STÚDENTUM Ábyrgðarmaður: Einar ISragi SigurSsson, Hjarðarhaga 18 RITNEFND: Árni Böðvarsson, Einar Bragi Sigurðsson, Gils Guðmundsson, Halldóra B. Björnsson, Hörður Ágústsson, Jóhann Gunnarsson, Jónas Árnason, Sigurður Sigurðsson. Afgreiðsla blaðsins er í Bókaskemmunni, Traðarkotssundi 3 (milli Laugavegs og Hverfisgötu, gegnt Þjóðleikhúsinu). PRKNTSMIÐJAN HOLAR H-F V_____________________________________________________________) Fylgt úr hlaði Allir þeir flokkar, er nú fara með stjórn landsins, gengu til síðustu alþingiskosninga undir því kjörorði, að svo framarlega sem þjóðin fengi þeim völd í hendur næsta kjörtímabil, skyldi herstöðvasamningnum við Bandaríkin sagt upp og að því stefnt svo fljótt sem samninga- ákvæði leyfðu, að allur her hyrfi af íslenzkri grund. Flokkar þess- ir höfðu samþykkt á alþingi 28. marz 1956 skýlausa ályktun um brottför hersins, og í kosninga- baráttunni vörðu blöð og ræðu- menn þessara flokka löngu máli til að sannfæra þjóðina um, að þeim væri fyllsta alvara. Þjóðin veitti þessum flokkum meirihlutaaðstöðu á alþingi. Er engum vafa bundið, að sá meiri- hluti var eigi sízt fenginn vegna yfirlýstrar stefnu í herstöðva- málinu. Kjósendur ætluðust tví- mælalaust til þess, að alþingis- samþykktinni frá 28. marz væri fram fylgt undanbragðalaust. í júlímánuði 1956 var mynduð ríkisstjórn sú, sem nú situr að völdum. í málefnasamningi stjómarflokkanna var því heit- ið að fylgja fram fyrrnefndri ályktun alþingis. Og fyrsta skref- ið var stigið: Æskt var eftir end- urskoðun herstöðvasamningsins. En um það leyti, sem þær viðræður skyldu hefjast, til- kynnti ríkisstjórnin, að þeim hefði verið frestað um óákveð- inn tíma. Við það situr enn. Af hálfu stjórnarvalda hefur ríkt al- ger þögn um málið í heilt ár. Við sem að blaði þessu stönd- um getum ekki sætt okkur við þá meðferð, sem mál þetta hefur hlotið af hálfu stjórnarvalda. Við viljum freista þess að fylkja á ný liði hernámsandstæðinga, hvar í flokki sem þeir standa, og hefja sókn að því marki, að endurskoð- un herstöðvasamningsins hefjist tafarlaust, og herinn víki úr landi að lögskildum fresti liðn- um. Við teljum, að hverjum hugsandi manni hljóti að vera það ljósara nú en nokkru sinni fyrr, að kenningin um að erlend- ar herstöðvar séu íslenzkri þjóð einhver vernd, ef háska ber að höndurn, er herfilegasta falskenn- ing; Á fundi Rithöfundafélags ís- lands var fyrir nokkru samþykkt tillaga þess efnis, að félagið beitti sér fyrir almennum borgarafundi til að herða á kröfunni um brott- för hersins. Kjörnir voru í nefnd til að undirbúa fundinn rithöf- undarnir Einar Bragi Sigurðsson, Gils Guðmundsson og Jónas Árnason. Skömmu síðar gerðist Félag íslenzkra myndlistarmanna aðili að þessum samtökum. Á fundi hernámsandstæðinga úr röðum rithöfunda og annarra listamanna, háskólastúdenta og annarra menntamanna, er undir- búningsnefnd boðaði til, var ein- róma samþykkt að efna til opin- bers fundar um herstöðvamálið sunnudaginn 8. desember næst- komandi og gefa út blað skömmu fyrir fundinn. Jafnframt sam- þykkti fundurinn ávarp til þjóð- arinnar, og er það birt á forsíðu þessa blaðs. í framkvæmdanefnd voru kjörin til samstarfs við full- trúa Rithöfundafélags íslands: Árni Böðvarsson, cand. mag., Halldóra B. Björnsson, rithöf- undur, Hörður Ágústsson, list- málari, Jóhann Gunnarsson, stud. philol. og Sigurður Sigurðs- son, listmálari. Þau samtök, sem nú eru hafin að frumkvæði íslenzkra rithöf- unda, heita á alla hernámsand- stæðinga að skipast í órofa fylk- ingu um þá kröfu, að alþingi og ríkisstjórn standi við gefnar yfir- lýsingar um tafarlausa endur- skoðun herstöðvasamningsins og brottför hersins að lögskildum samningsfresti liðnum. Linnum eigi baráttunni, fyrr en því tak- marki er náð, að þjóðin losni við vansæmd og skaðsemd erlendrar hersetu. STEFÁN JÓNSSON: Bréf til þín Fyrir um það bil þrjátíu árum sátum við inni í Hressingarskála og ræddum um sósíalisma og kapítalisma. Okkur dreymdi mikla drauma og þó hvorn á sinn hátt. Nú spyrð þú mig, hvort það sé sannfæring mín, að herinn, sem hér hefur haft bækistöðvar undanfarin ár, verði að fara. Það er sannfæring mín. Þú hefur einnig spurt, hvers- vegna ég dragi mig í hlé og fáist ekki til rökræðna við þá, sem eru á gagnstæðri skoðun. Tvennt ber til þess. í fyrsta lagi hef ég engan þann hitt, sem mælir hersetunni bót með rökum. Allir, sem það gera, hverfa strax til aukaatriða um leið og þeim er andmælt. í öðru lagi er það næsta sársauka- fullt fyrir livern þann, sem frem- ur vill unna náunga sínum lield- ur en hitt, að komast að raun um takmarkalausa blindni hans og andlegan sljóleika. Maður kýs fremur að þegja, láta sem ekki sé og taka eftir því einu, sem geð- fellt er við hann. Ef til vill má reyna að skrifa honum. Vel get ég skilið sjónarmið þeirra manna, sem halda sig unna vestrænu lýðræði um aðra hluti fram og telja sér því skylt að verja það. Mér ber að skilja þau sjónarmið og virða þau einnig, sé af heilindum mælt. En herseta á íslandi gerir vestrænu lýðræði ekki hið minnsta gagn, svo sem hún er og hefur verið. Hver ein- asti sæmilegur maður hlýtur að geta séð þetta, ef hann beitir ró- legri yfirvegun, en lætur ekki yf- irspenntan taugaæsing setja sig úr jafnvægi. Hér yrði ekkert var- ið, ef í odda skærist, nema þá helzt með því, að landið allt bæði 1 byggð og óbyggð væri ein sam- felld herstöð. Reyndar yrði ekk- ert varið þrátt fyrir það, en það er önnur saga. Varla liefur sá dagur liðið síð- ustu tólf árin, að hann ekki bætti stórum við tækni þjóða í að drepa liverja aðra, ef förvígis- menn þeirra langar til þess. Svo fullkomin er kunnáttan orðin, að eina von almennings um líf er sú, að forvígismennirnir hiki og þori ekki að leggja í manndrápin. Hin nýju vopn, sem nú eru komin til sögunnar, hafa ,ekki fullkomnun sína í því einu að r \ SNORRI HJARTARSON: Land þjóð og tunga Land þjóð og tunga, þrenning sönn og ein, þér var ég gefinn barn á móðurkné; ég lék hjá þér við læk og blóm og stein, þú leiddir mig í orðs þíns háu vé. Á dimmum vegi dýrð þín um mig skein, í dögun þeirri er líkn og stormahlé og sókn og vaka: eining hörð og hrein, þú heimtar trúnað, spyr hver efnd mín sé. Þú átt mig, ég er aðeins til í þér. Örlagastundin nálgast grimm og köld; liiki ég þá og bregðist bý ég mér bann þitt og útlegð fram á hinzta kvöld. ísland, í lyftum heitum höndum ver ég heiður þinn og líf gegn trylltri öld. ^_________________________________________________y

x

Herinn burt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Herinn burt
https://timarit.is/publication/963

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.