Herinn burt - 01.12.1957, Blaðsíða 6
6
HIIINN BURT
GUÐMUNDUR BÖÐVARSSON:
Opið bréf
til ríkisstjórnar íslands
Þegar samþykkt var á alþingi,
sællar minningar, að bandarískur
her skyldi hverfa af íslenzkri
grund, þá voru af þjóð þessa lands
svo miklar vonir bundnar við þá
samþykkt og traustið til þeirra
manna, sem að henni stóðu, svo
öflugt, að þeim var í næstu kosn-
ingum veitt meírihlutaaðstaða á
alþingi og þar með falin forysta
lands og þjóðar.
Yður,sem þáskiptuð meðyður
störfum i hinni nýju ríkisstjórn,
hlaut að vera Ijóst, að fylgi yðar
meðal landsmarma var að veru-
legu leyti að þakka hinni djarf-
legu samþykkt, en hún var í aug-
um vor kjósenda merkilegt skjal
og eftirminnilegt i margra alda
sjálfstœðisbaráttu þessarar þjóð-
ar.
Þó að illur grunur um hugsan-
legar vanefndir á gefnum loforð-
um slægi að vísu marga, strax er
oss urðu kunn nöfn sumra manna
þeirra, er veita skyldu ráðuneyt-
um forstöðu :í hinni nýju stjórn,
þá voru þeir þó fleiri, sem vonuðu
í lengstu lög, að gifta hinna, er
þar var betur treyst til góðra hluta
og drengilegra, mætti sín meira.
Svo fór þó, að ekki var undinn
svo bráður bugur að uppsögn her-
verndarsamningsins svokallaða
sem vonir stóðu til, en samkvæmt
því fylgi, er yður var veitt til
stjórnmálalegrar forystu í land-
inu, átti slík uppsögn að vera yð-
ar fyrsta verk.
Þegar svo þeir atburðir gerðust
í Ungverjalandi og Egyptalandi,
er títt hafa raktir verið, — atburð-
ir, sem voru blóðug árétting þess
sannleika, að jafnan þá er smá-
þjóð á hlut sinn undir stórveldi,
þá nær hún ekki rétti sínum,
nema stórveldinu þyki sér hent,
— þá þótti yður það ærin ástæða
til að slá á frest öllum tilburðum
til að losa landa yðar við hinn ó-
velkomna, útlenda her.
Þar með hörfuðuð þér til hins
löngu hrunda vígis: að íslenzkri
þjóð væri, einhver varnarvon í
herstöðinni á Reykjanesskaga, ef
til átaka drægi milli austurs og
vesturs.
Að því þarf ekki lengur orðum
að eyða, hver hégómi slik kenning
er, enda margnefndum her aldrei
eetlað það hlutverk að verja ís-
lendinga: — Svo fávislegu hjali
Ijcer nú enginn maður i þessu
landi lengur eyra, en hitt liggur
aftur á móti Ijóst fyrir, eins og það
hefur alltaf gert, þótt aldrei fyrr
svo óyggjandi Ijóst sem nú, að slik
herstöð er til engis annars en að
kalla yfir þetta framtíðarland og
þessa fámennu þjóð tjón, eyði-
leggingu, eymd og dauða.
Þeir, sem til hafa orðiðað verja
aðgerðir yðar og aðgerðaleysi í
þessum inálum, hafa helzt haft
það í svari, að þér vilduð leggja
mikið í hættu fyrir góðan mál-
stað. En nú vitum vér, að þér er-
uð ekki bærir, fram yfir aðra
dauðlega menn, að segja oss, hvað
sé góður málstaður og hvað ekki,
í átökum stórvelda. Og jafnvel
þótt þér létuð yður í hug koma
slíka fávizku, þá hafið þér engan
rétt að selja fólk yðar í píslarvœtti
óaðspurt, að þann rétt hefur eng-
inn, því að sliku er ekki stefnt á
þá eina, sem nú lifa i landinu,
heldur ein tiig á niðja vora,þá sem
eiga að erfa þetta land eftir vorn
dag.
Meðal vor hafa og verið þær
raddir, er tjáðu oss, að ekki þýddi
að stríða mót ógæfunni: hér yrði
barizt og blóði úthellt, ef styrjöld
brytist út, hvort heldur hér væri
herseta eða eigi.
En skilst yður ekki, hvílíkur
reginmunur það er að verða að
þola ófrið í landi sínu, eftir að
hafa beitt öllum hugsanlegum
ráðum til að afstýra slíku, eða
hitt, að hafa sjálfur kallað yfir sig
slyrjaldarhörmungar, sem enginn
getur sagt um, live ógnlegar
mundu verða í landi, þar sem
ekkert, ALLS EKKERT, hefur
verið gert til þess, að fólkið fengi
lifað slikt af?
Því leyfi ég mér að spyrja:
Hvað dvelur yður?
Við hvorn aðilann œtlið þér, að
þér hafið meiri skyldur, þá þjóð,
hverrar synir þér eruð, og sem fól
yður forsjá mála sinna, eða hinn,
er tefliryður fram sem ginningar-
fíflum, að leiða oss í þá tortim-
ingu, er hann sjálfur vill komast
hjá?
Hvaða afsakanir hafið þér? Ef
einhverjar eru, þá leggið þœr
fram. ILafið þér á laun og að þjóð
yðar óvitandi, bundizt einhverj-
um þeim samningum, að ekki
verði riftað? Eða teljið þér, að
ekki sé lengur liœgt að brauðfœða
landslýðinn á þeim hlutum, er
hafa má af landinu sjálfu og haf-
inu kringum það, utan þar komi
einnig sá peningur, er rikinu á-
shotnast fyrir að hœtta lifi þjóðar-
innar á fremstu nöf, í þágu óvið-
komandi stórveldis?
Vér látum oss skiljast, með
hliðsjón af mannlegu veiklyndi,
að víst sé nokkur skemmtun og
tilbreytni að sitja fundi og glæsi-
leg hóf við vín og góðan kost í er
lendum stórborgum, með for-
ystumönnum þjóða, sem telja sig
eiga að ráða heiminum, gráar af
herneskju, og vera þar í orði
kveðnu taldir menn með mönn-
um. En vitið fyrir víst, að það er
oss engi virðing, að þér etið þar og
drekkið, ef þér játizt þar, af auð-
sveipni og til að þóknast voldug-
um aðilum, sem þér lítið upp til,
þeim tilmælum, sem þegar ti)
efnda kemur, kunna að kosta yð-
ar eigin þjóð þær fórnir, sem eng-
inn fær metið til verðs.
Gerið oss ekki, meira en orðið
er, hlægilega í augum nágranna
vorra og alls heimsins, fyrir skil-
yrðislausa þjónstusemi við þau
öfl, sem vilja virkja yður í þágu
eigin hagsmuna, — og brosa að yð-
ur því meir, því auðsveipari sem
þér gerizt.
En minnizt þess, að nöfn yðar
skulu um aldir lesin með þökk og
lotningu í sögu þessa lands, ef þér
berið gcefu til, með lipurð og
drengskap, að forða þjóð yðar frá
þeim háska, sem henni nú er bú-
inn, og hcettið ekki til hins, að svo
illa fari, að dirfskuleysi tog þjón-
ustuhneigð við tillitslaus stór-
veldi leiði yfir hana dauða og
eyðileggingu, þvi þá kann þó svo
til að bera, að einhverjir þeir lifi
af, er setji yður verðug eftirmœli.
Ég kveð yður í trausti þess að
yður auðnist að inna af höndum
það Idutverk, er yðuv var falið.
Yðar einlægur
Guðmundur Böðvarsson.
DRÍFA V I Ð A R :
Menn þjóðarinnar
Sjaldgæft er það að menn sem
hugsað geta hafi siðferðilegan
styrk til að hrinda hugsjón sinni
í framkvæmd ellegar standa við
sína hugsjón og láta það ráða sem
réttara reynist. Þá menn sem ekki
skortir þennan siðferðilega styrk
ber hæst í sögu okkur, þeir eru
menn þjóðarinnar. Ég get ekki
hugsað mér meiri hamingju-
menn en Jjá, Jjótt oft hafi um þá
nætt og örlög þeirra verið sorg-
leg og ill, en stöður og virðing-
ar hefðu staðið Jjeim mörgum til
boða eða fé fyrir að vera ekki
hugsjón sinni trúir.
Um aldir hefur þjóðin lesið
um Uluga á Bjargi, bróður Grett-
is: ort um hann, harmað örlög
hans, lofað hreysti hans. Þor-
björn öngull bauð honum líf.
Hann svarar: — „engi skal yður
óþarfari en ég, ef ég lifi, því seint
mun fyrnast mér hversu þér haf-
ið unnið á Gretti. Kýs ég miklu
heldur að deyja.“
Ekki trúi ég að Illugi hafi ver-
ið að hugsa um eftirmæli sitt á
þeirri stund, þann „dóm um
dauðan hvern“ er „aldri deyr“,
eða honum hafi til hugar komið
orðin: „orðstírr deyr aldreigi,
orðin: „orðstírr deyr aldregi,
Þessi gullvægu vísuorð úr
Hávamálum hafa verið mörgum
manni styrkur um aldaraðir. En
felst ekki í þeim metorðagirnd:
ég verð að láta gott af mér leiða
áður en ég dey til að geta fengið
gott eftirmæli. Hitt er sjaldgæft
að menn lneyti eftir sannfæringu
sinni hvernig sem málin horfa og
Iivað sem verður.
Mér er sem fleirum: ég dái
Illuga. Ég vildi að menn eins og
hann væru sem flestir með þjóð-
inni, að okkar þjóðfélag væri þess
umkomið að ala upp menn eins
og Illuga. Þeir bræður stóðu
saman og vörðu sig og féllu. Nú
er þöríf fyrir okkur að standa
saman og gefast aldrei upp. Við
skulum ekki gleyma þeim sem
ekki hvikuðu frá sjálfstæðishug-
sjóninni og hvíldu aldrei fyrr en
árangri var náð. Við skulum ekki
gleyma starfi þeirra, striti og
uppskeru.
Við skulum ekki gleyma að
starf Jreirra var ekki unnið vegna
eftirmælisins, heldur af því að
þeir fóru eftir því sem þeir vissu
sannast og réttast. Við höfum
ekki betra fordæmi en þá góðu
menn sem börðust fyrir land
okkar og þjóð. Tökurn upp
merki þeirra og vinnum að því
að land okkar verði laust við her-
setuna. Við skulum aldrei linna
fyrr en hver og einn einasti her-
maður er farinn burt af íslandi.
Við skulum ekki gleyma því að
við eigum skyldur að rækja gagn-
vart fortíðinni og á okkur hvílir
ábyrgðin gagnvart framtíðinni.