Herinn burt - 01.12.1957, Page 7
HERINN BURT
7
HALLDÓRA B. BJÖRNSSON:
í skfóli Skarðsheiðar
Þegar ósköpin dundu yfir okkur
l'yrir nærri tuttugu árum
og voldugar þjóðir úti í heimi
blésu til stríðs
meira og ferlegra stríðs en í nokkurt annað sinn
tókum við
kreppuhrjáðar og skólitlar konur í Ingólfsbæ
saman fáar föggur okkar
meðan vágaul sírenunnar skar loftið
stungum blautum ungbörnum í poka
og héldum með pasturslitlum langferðabíl um tæpan veg
í burtu.
Þá var enn nokkurt öryggi til
enn mátti leita griða hjá landi okkar
í mannbyggðum dali milli fjalla.
Eða Iivað? Að áliðnu sumri fann heyvinnufólk
sprengjubrot
í slegnu heyi engjanna hjá Skarðsheiði
þar sem kálfarnir sváfu stundum síðdegislúrinn
og barnið gekk berfætt
með flösku í sokk
á teiginn til afa síns.
Það var þá ekki fjær —
æfingaföndur leiðra hermanna í þetta sinn
og við gátum aðeins lofað guð
að voði sá hafði geigað hjá barni
í tíma eða rúmi.
Það var þá daga sem fagur söngur
flugvélanna yfir heiðinni
fékk falskan tón
það grúfði myrkur ótti yfir landinu
því stórar þjóðir börðust til úrslita
en sjá: í þann tíma eignaðist fólkið
í fyrsta sinn
hlý föt og heila skó
og það var matur handa öllum.
Og það voru fögur loforð:
þrauka þetta af
og það verður aldrei framar stríð
aldrei nokkurntíma.
En það hefir ekki reynst nóg
því nú
tæpum tuttugu árum seinna
er allt það sem vofði yfir börnum okkar
orðið hégómi einn hjá
vöggugjöf vopneigendanna
til barnabama okkar.
Hvar er þeim skjól?
Lítt dugir þeim Skarðsheiðin til varnar
ef vetnissprengjur tæta vígdrekalneiður Suðumesja.
Þeirn er sárt um lífin
sem hafa alið þau
þess vegna er bæn okkar nú:
látið ekki eitra fyrir okkur þessa fögru jörð
skilið okkur heldur fátæktinni aftur
með sína vondu skó
við erum ekki hræddar við hana
seljið ekki jörð barnanna fyrir stundarfé
losið okkur við gildruna sem lokkar dauðann
til landsins þeirra.
IÓN SAMSONARSON, stud. mag.:
Arfuiiiftn
Svo viti þaO öll voldug þjóðabáhn,
að voþnlcysiO cr fslands friOartákn.
Lítil þjóð hefur ekki af miklu
að má andspænis stórveldum.
Auðugar og fjölmennar þjóðir
liafa getu til að reka rannsóknar*
ver, þar sem fjöldi vísindamanna
vinnur við beztu aðstæður að
lausn tæknilegra vandamála
mannkyninu til lieilla. Við ís-
lendingar höfum til þessa verið
þiggjendur en ekki veitendur á
því sviði, og við verðum að viður-
kenna, að þar þurlum við aldrei
að hugsa til að standa stórveldum
á sporði. T. d. geta aðeins auðug-
ustu þjóðir stundað að marki
rannsóknir á kjarnorku, því afli,
sem getur gjörbreytt lífi manna
til góðs, ef rétt er á lialdið. íslend-
ingar eru vafalaust jafnliæfir til
vísindastarfa öðrum þjóðum
heims, en þeir hafa ekki efnahags-
legt bolmagn til að sjá sínum vís-
indamönnum fyrir þeim aðbún-
aði, sem nútímarannsóknir
heimta.
Sérhver þjóð verður þó að
leggja nokkuð af mörkum til
heilla alls mannkyns, ef hún vill
teljast hlutgeng á þingi þjóðanna.
Annars er hætt við, að henni fari
eins og beiningamanninum, sem
í sífellu knýr annarra dyr, en
miðlar engum, og gengur álútur
allra erinda í von um ölmusu.
Smáþjóð, sem vill vernda sjálf-
stæði sitt og manndóm, verður að
hyggja vel að þeim arfi, sem henni
hlotnaðist frá liðnum kynslóðum,
og ávaxta ríkulega það bezta og
sérstæðasta niðjum sínum og öðr-
um þjóðum til lieilla. íslendingar
hafa aldrei farið á hendur neinni
þjóð til mannvíga og ekki borið
vopn um margra alda bil. Langa
hríð háðu þeir frelsisbaráttu með
rétt sinn einan að vopni og unnu
að lokum sigur án blóðsúthell-
inga. Ekkert er orðið jafnfjaiæi
eðli þjóðarinnar og vopnavald í
hvers konar mynd. Þette er hinn
dýrmæti arfur, sem íslendingum
ber skylda til að geyma vel og á-
vaxta ríkulega. Okkur nægir ekki
að vera vopnlausir sjálfir, við
verðum að vinna gegn vopnbeit-
ingu og vígbúnaði, hvar sem er.
Það er okkar skerfur til handa
mannkyninu. Alþýða allra landa
er andvíg vopnavaldi. Þess vegna
getur friðarrödd jafnvel lítillar
þjóðar, sem um langa hríð hefur
ekki sett traust sitt á vopn, heyrzt
gegnum vopnaglamur heimsins.
Tortryggni er ein aðalhindrunin
fyrir alþjóðlegri afvopnun. Vopn-
laus smáþjóð, sem engum er háð,
hefur góða aðstöðu til að vinna
gegn henni.
En friðarorð og fullt búr
vopna fer undarlega saman. Til
þess að geta unnið að friði og
farsæld mannkyns, verðum við
ekki aðeins að vísa érlendum herj-
um úr landi, heldur einnig að
nema burtu hvert það hemaðar-
mannvirki, sem á landinu er, og
veita engri þjóð hernaðarlega að-
stöðu hér. Við verðum að segja
okkur úr og halda okkur utan við
hvert það bandalag, er til vopna
má kenna. Jafnvel varnarbanda-
lög geta á skammri stundu snúizt
í árásarbandalög, ef því er að
skipta. Hvers vegna skyldum við
líka trúa á vopn, ef við viljum
frið? Sú trú hlýtur alltaf að leiða
til víga. Vopnaður friður getur
aðeins varað stutta stund.
Þegar íslendingar taka aftur
að trúa á rétt sinn einan til að
lifa og vera frjálsir, en hafna á-
trúnaði á erlend vopn, þá geta
þeir loks borið höfuð hátt og orð-
ið skær kyndill í þeirri blysför,
sem vísa mun þjóðunum veg frá
vopnatrú til friðar og farsældar.
Fyrr ekki. Og í þeim hópi hafa
forfeðurnir markað okkur braut.