Bréf frá Samtökum hernámsandstæðinga - 15.10.1960, Blaðsíða 9

Bréf frá Samtökum hernámsandstæðinga - 15.10.1960, Blaðsíða 9
íslenzku samninganefndarinnar* Hans Andersen, sendiherra þar sitt eintakið hvorum af motmæla- ályktuninni. Jafnframt var samþykkt að standa mót- mælavörð við ráðherrabustaðinn hafa þar uppi mótmælaspjöld nótt og dag, fra þvi er göngunnilyki þangað til Alþing hefði verið sett og fengið tækifæri til að fjalla um málið að eðlilegum þingræðishætti. Næsta dag ritaði framkvæmdanefnd bæði forsætisfáð- herra og formanni íslenzku nefndarinnar bréf, þar sem þeim var skyrt fra fyrirhugaðri motmælagöngu o^ þess óskað, að þeir yr ðu til viðtals í ráðherra- bustaðnum við lok göngunnar og veittu mótmælaálykt- uninni þar viðtöku. MÓtmælagangan hófst frá Arnarhóli kl. 18 föstudaginn 7. október. Á.ður en lagt var af stað, ávarpaði Þoroddur Guðmundsson rithöfundur fra Sandi mann- fjöldann og flutti mótmælaályktun miðnefndar. Var því næst gengið um miðbæinn, meðfram höfninni að raðherrabústaðnum og íslenzki faninn borinn í fylk- ingarbrjosti. Var lauslega aætlað, að um sjö þus- undir manna hefðu verið samankomnar í Tjarnargötu við lok göngunnar. Þar fluttu þeir Einar Bragi og JÓnas Árnason stutt ávörp, hvöttu menn til að halda vöku sinni og skýrðu frá fyrirhugaðri varðstöðu. Var þeirri tilkynningu tekið með áköfum fögnuði. Nokkur hundruð manns skiptust síðan á um að standa vörð í 66 klukkustundir. Klukkan 13 mánudaginn 10. október var seinasta landhelgisvaktin sett óti fyrir Alþingishusinu, og voru þa a verði milli eitt og tvö þusund manns, Að þingsetningu lokinni var mann- fjöldanum lesið bref framkvæmdanefndar til formanna allra þingflokkanna og forseta sameinaðs þings, þar sem heitið var a þingmenn að standa fast við yfirlýstan vilja þings og þjóðar í landhelgismálinu. Var land- helgisvarðstöðunni síðan slitið. í sama mund kvöddu þeir Eysteinn Jonsson, o^ Einar Olgeirsson sér hljóðs á þitigi ’ utan dagskrar og kröfðu forsætisráðherra sagna um hvað væri að gerast í landhelgismalinu, Að loknum ræðum þeirra hét forsætisraðherra því.

x

Bréf frá Samtökum hernámsandstæðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bréf frá Samtökum hernámsandstæðinga
https://timarit.is/publication/966

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.