Bréf frá Samtökum hernámsandstæðinga - 15.10.1960, Blaðsíða 10
að ekkert skyldi afráðið í málinu án samráðs við
Alþingi.
Framkoma allra, er þátt tóku í mótmælagöngunni
og varðstöðunni, var í hvívetna óaðfinnanleg.
Skal þess serstaklega getið vegna þess, að and-
stæðingar samtakanna rejmdu að vanda þeirra,
er vafasaman málstað eiga að verja, að sverta
samtökin með alls konar uppspunnum sakargiftum.
Árangur þessara aðgerða var sá, að malið komst
á svipstundu hvarvetna a dagskrá; menri töluðu
vart um annað en motmælaaðgerðir Samtaka her-
námsandstæðinga og stæltu hver annan í andstöðu
við hvers konar undanslátt í landhelgisrriálinu.
Einstaka raddir heyrðust meðal hernámsánd-
stæðinga a þa lund, að vafasamt væri, hvort sam-
tök okkar ættu að láta landhelgismalið svo mjög
til sm taka. Mun svo löngum verðá, að ekki geti
allir orðið í öllu efni algjörlega á eitt sáttir. En
fullvist er, að þusundfalt fleiri héfðu legið sam-
tökunum á hálsi fyrir sofandahátt, hefðu þau
haldið að ser höndum og þjoðinrii ef til vill verið
tilkynnt í þingbyrjun, að búið væri að'semja við
Breta, í stað yfirlýsingar forsætisráðherra, að
ekkert skyldi afráðið í málinu án samráðs við Al-
þingi.
Fjárhagur samtakanna er framar öllum vonum.
Framkvæmdaráð Þingvallafundar fekk.J ív vor-taX
umraða smafjarhæði, sem afgangs var af frjálsum
framlö^um hernam sandstæðinga, einnig ritið
Keflavikurgönguna, sem selt var um land allt í
sumar, og varð af þvi verulegur hagnaður, því
auglýsingar greiddu prentunarkostnað allan.
Framkvæmdaráð gaf einnig út annað rit, "Þing-
vallafundinn 1960," og var aflað auglýsinga til
greiðslu prentunarkostnaðar, svo að allt, er
inn kom fyrir sölu a ritinu, var hreinn ágóði.
Þá let framkvæmdaráð gera merki Þingvallafund-
ar, og varð nokkur ágóði af sölu þess. Loks var
efnt til fjarsöfnunar um allt land, og þannig fekkst
það fe, sem mest um munaði.