Dagfari - 15.04.2005, Side 5

Dagfari - 15.04.2005, Side 5
að ganga nolckuð í bylgjum.“ Þegar viðtalið var tekið, var vinstri stjórn við völd, sem hafði brottför hersins á stefnuskrá sinni. Aðspurður um þetta sagði Einar Bragi að ákvæðið væri vissulega veikt orðað og ástæða til að hafa vara á. Um það hvort ásættanlegt gæti talist að Island losnaði við herinn, en sæti áfram í NATO svaraði Einar Bragi: „Mér er algerlega ljóst, að hér er fullkomið orsakasamhengi á milli. Þeir sem börðust gegn aðild Islands að NATO sögðu einmitt frá byrjun, að það myndi fleira á eftir fylgja, enda kom á daginn 1951, að aðild okkar að NATO var notuð sem I 2. thl. Dagfara árið 1979 svaraði Einar Bragi spurningunni um það hvað honum sé minnisstæðast af vettvangi baráttunnar: „Þegar ég á unga aldri varð fyrir þeirri lífsreynslu að sjá íslenska lýðveldið gert að taglhnýtingi erlends herveldis var innra andsvar mitt að þvílíku ódæði bæri kynslóð minni skylda til að hrinda og skila Islandi óhersetnu í hendur þeim, sem á eftir kæmu. Nú eru liðin 30 ár frá því er við stóðum á Austurvelli með gasið úr sprengjum samsærismannanna í augum. Börnin, sem þá voru í vöggu eru orðin eldri en ég var á þeirri tíð og enn hafa þau ekki kynnst óhernumdu Islandi nema af röksemd fyrir því, að við yrðum að rækja okkar skyldur við bandamenn okkar í NATO með því að taka hingað her. Það þarf sérstaklega mikinn óskýrleika í hugsun til að sjá það ekki, að okkur nægir engan veginn að losna við herinn, heldur verðum við líka að fara úr NATO. Hitt er annað mál, að ég get vel sætt mig við að vinna sigur í áföngum í stórum málum og ég teldi það afskaplega mikið og heillavænlegt skref, ef það tækist á þessu kjörtímabili að aflétta hersetunni. Þá hefði ég von um það, að menn gerðu sér einnig ljóst, að Islendingar eiga ekki að vera í NATO.“ Alþýðan ein getur sigrað sögusögn. það er nöpur staðreynd. Víst hefur verið barist gegn ósvinnunni og umtalsverðir varnarsigrar unnist. En eru aðrir sigrar og stærri í vændum? A alþingi er naumast meira en fjórði hver maður heilshugar í andstöðu við hersetuna svo ekki er að vænta að ættjörðin frelsist þar í bráð. Þótt ómetanleg sé viðleitni herstöðvaandstæðinga að stappa í menn stálinu og halda málinu sífellt vakandi tel ég litla von um að venjubundin barátta þeirra leiði til afléttingar hersetunnar í náinni framtíð. Eg er enn sömu skoðunar og 1972 er ég kornst svo að orði á baráttufundi

x

Dagfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.