Dagfari - 15.04.2005, Qupperneq 6
í minningu Jóhannesar úr Kötlum:
Alþýðan og alþýðan ein er þess megnug
að hrinda hverri aðför að frelsi þjóðanna
og án liðsinnis hennar standa jafnvel hinir
gáfuðustu og drengilegustu leiðtogar
máttvana. Þess vegna tel ég að von okkar
um sigur í herstöðvamálinu sé við það
bundin að barátta íslenskra sjómanna og
bænda verkamanna og annarra launþega
öðlist dýpra hugsjónainntak en fólgið er í
endalausu stagli um verðbólgu vísitölu og
afurðaverð þótt slík dægurmálaumræða
sé nauðsyn og eðlileg innan hæfilegra
rnarka."
Af mönnum ertu kominn
I endurminningabók Einars Braga
Af mönnum ertu kominn gefur hann
okkur góða innsýn í lif alþýðufólks á
krepputímum. Sýnir okkur inná heimili
þar sem menningar og pólitísk vitund
ásamt góðum skammti af brjóstviti mótar
hann. Margskonar siðalögmál rifjar hann
upp og setur í hversdagslegt samhengi.
„Hkki leið sá dagur, suma daga ekki sú stund
að manni væru ekki lagðar lífsreglurnar.
Okkur var lagt á hjarta að hafa aldrei einn
útundan. Við áttum að vera örlát og góð
við bágstadda. Maður átti að vera vinfastur
en vinna þó ei fyrir vinskap manns að
víkja af vegi sannleikans. Letin var allra
lasta móðir. þess vegna var ódygð að
humma fram af sér að gefa hænsnunum.
Góður drengur mátti ekki brigsla öðrum
um það sem þeim var ósjálfrátt, það gefur
sér enginn gáfurnar sjálfur. Bryti maður
eitthvað af sér voru miklar málsbætur að
játa svo ekki félli sekt á saklausan. Aftur
á móti var lúalegt að Ijóstra upp um aðra
þó samsekir væru. Yfirlæti var engum til
prýði og bar vott um skort á skynsemi:
hátt tyllir heimskur sér. Maður átti að
halda árunni hreinni: gott mannorð er
gulli betra. Mannvinur var svo mikið orð
að undir því risu ekki aðrir en Þorsteinn
Erlingsson þangað til Einar Olgeirsson
fór að láta að sér kveða. Þó heyrði ég
móður mína segja um Ólaf Friðriksson
er talað var um Suðurgötuslaginn: hann
er mannvinur. Þá fannst mér Eskifjörður
rísa af því Ólafur var ættaður úr plássinu.
Foreldrar mínir gerðu ströngustu kröfur
til sjálfra sén og okkar um orðheldni og
skilvísi. Mér þótti gaman að heyra nýlega
að Ragnar í Smára og Halldór Laxness
hefðu aldrei gert skrifiegan samning. Það
yrði bók á stærð við lagasafnið ef ég skráði
öll þau siðalög sem manni voru innrætt
í uppvexti og einatt hafa þau komið að
gagni þegar erfitt var að fóta sig á svelli
freistinganna. Hinu er þó ekki að leyna
að margoft hefur mér fundist ég vera
að sligast undir öllu því góða veganest
sem ég bar úr föðurhúsum. En þá var
líkn með þraut að til voru heimagerðir
öryggislokar sem opnuðust sjálfltrafa
ef brjósið ætlað að springa af of háum
samviskuþrýstingi: Breysk er barnalund,
enginn er annars bróðir í leik, forboðnir
ávextir bragðast best, fáir eru fullkomnir.
Með skírskotun til mannlegs veikleika
mádi réttlæta fyrir sjálfum sér allt frá
því að stela gulrófu úr garð til óleyfilegs
fyllirís í æsku og glannalegra fríheita í
margri grein á fullorðinsárum. Stundum
gat smálagfæring á hátíðlegu heilræði