Dagfari - 15.04.2005, Side 8
Einar Bragi
Með Einari Braga er gengið síðasca atóm-
skáldið. Hið síðasta þeirra fimm skálda
sem lengst af hafa verið talin mynda kjar-
nann í þeirri hreyfingu sem unrbylti íslen-
skri ljóðagerð um og uppúr miðri síðustu
öld. Oll voru þessi skáld merk, hvert á
sinn hátt, saman höfðu þau gríðarleg
áhrif á íslenskt bókmenntalíf, áhrif sem
ná langt út fyrir Ijóðformið sjálft og um-
byltingu þess.
Einar Bragi var sá í hópi atómskáldanna
sem vann kannski mest og best að altækri
menningarbaráttu sem stefndi að því að
færa það besta í evrópskri nútímamen-
ningu til Islands. Arið 1955 stofnaði hann
ásamt fleiri skáldum og listamönnum tí-
maritið Birting. Einar Bragi var alla tíð
kjölfesta Birtings og sá sem mest vann að
útgáfunni sem stóð til ársins 1968.
Birtingur var metnaðarfullt tímarit á
öllum sviðunr, hvort sem litið er til útlits
eða efnis. Ritstjórnarstefnan var einörð og
skýr. Birtingur var fyrst og fremst vettvan-
gur hámenningar, barátta Einars Braga og
annarra Birtingsmanna fyrir nútímamen-
ningu var jafnframt hörð andstaða við
afþreyingarmenningu eftirstríðsáranna.
Evrópskur módernismi í listum skyldi
flurtur til Islands, ekki til þess að kol-
lvarpa þjóðlegri menningu, heldur þvert
á móti til að styrkja hana og verja fyrir
öðrum menningarstraumum. Birtings-
menn og ekki síst Einar Bragi voru eins
og íslensk skáld og menntamenn löngum,
þjóðræknir alþjóðasinnar.
Einars Braga verður minnst fyrir nrar-
gt, fyrir Ijóð sín, fyrir einarða afstöðu sína
í pólitískum hitamálum samtíma síns,
en kannski ekki síst fyrir umfangsmikið
þýðingastarf sem auðgaði íslenskar bók-
menntir og veitti inn í þær nýjum og
framandi straumum. Áhrif bóka eins og
Erlendra nútímaljóða sem Einar ritstýrði
í samvinnu við Jón Óskar og kom út árið
1958 verða seint ofmetin. Alla tuttugustu
öldina varð hún ungum skáldum innblás-
tur. Á síðari öldum var Einar Bragi ötull
þýðandi leikrita, útgáfa hans á verkum
Ibsens og Strindbergs eru stórafrek ei-
nar og sér auk þess sem margar þýðinga
hans í seinni tíð vöktu athygli á minnstu
bræðrum okkar í norrænum bókmenn-
tum, Sömunum.
I baráttunni fyrir endurnýjun ljóðsins
og listarinnar stóð Einar Bragi í fram-
verðinum. Ljóð hans kunna því að virðast
býsna hefðbundin þegar þau eru lesin nú,
hann sleppir sjaldnast algerlega stuðlum,
rími eða reglubundinni hrynjandi af ein-
hverju tagi enda þótt ljóð hans séu ekki
ort undir hefðbundnum háttum. Einar
Bragi gekk aldrei jafn langt í fornrbyltin-
gu Ijóðsins og sumir af félögum hans í
atómskáldahópnum. Ljóð sín fágaði hann
af fágætri þolinmæði og vandvirkni. Mörg
þeirra gaf hann út nokkrum sinnum með
breytingum, önnur felldi hann burt úr
ljóðasöfnum sínum vegna þess að þau
stóðust ekki strangar kröfur hans sjálfs.
Ljóð Einars Braga eru vönduð smíð, þau
eru ekki óheft útrás tilfinninga eða mæl-
sku heldur ávöxtur íhugunar og yfirlegu.
Yrkisefni hans eru nærtæk og jarðbundin,
mannlífið, náttúran og ástin í ýmsum
myndum.
Jón Yngvi Jóhannsson