Verkamannafélagið Hlíf 30 ára - 09.01.1937, Page 2

Verkamannafélagið Hlíf 30 ára - 09.01.1937, Page 2
2 VERKAMANNAFÉLAGIÐ HLIF nógur handa öllum, sem sjó gátu stundað, og hann fór svo vaxandi, að meira og meira þurfti af aðkomufólki til að fullnægja þörfinni fyrir vinnu- kraftinn. Fiskileysi var um þessar mundir á opnum skip- um á Suðurnesjum, og ýmsir sóttu það mjög fast að komast hingað til Hafnarfjarðar, þar aem skipin voru miklu stærri. Þá voru hér engin samtök meðal vinnandi fólks og allt óskipulagt. - Aðalatvinnurek- endurnir voru þá: Sigfús Berg- mann fyrir hönd útlends fé- lags, svonefnds Milljónafélags. Hann hafði 6 eða 7 skip, Ein- ar Þorgilsson, þá búsettur á Óseyri, með 2 skip, Jón Gunn- arsson, verzlunarstjóri fyrir Bryde, með 7 skip, og Ágúst Flygenring, með 4 skip; eða hjá þessum atvinnurekendum, alls 16—17 skip. í þá daga var aðstaða verka- manna gjörólík því sem nú er. Hlaupavinna var afarlítil eða svo að segja engin, en verka- menn og verkakonur, er stund- uðu vinnu í bænum, skiptust milli atvinnurekenda. Vinnutilhögun í þá daga var þannig, að verkafólk fór til vinnu kl. 6 að morgni, og var svo unnið sleitulaust meðan verkið entist. Þá þekktist það ekki, að kallað væri til matar eða í kaffi. Heimilisfólkið, kon ur og börn, urðu að færa mat- inn á vinnustaðinn, og tók það oftast upp allan daginn, því að þá var oft etið og drukkið, en ekki verið lengi að því í hvert skipti; það væri synd að segja: Morgunverður — eða frúkost- ur var kl. 9 að morgni, kaffi kl. 12, miðdagur kl. 2, kaffi kl. 3, o. s. frv. Svo var ekkert um það talað að hætta vinnu fyrr en v,erkið var búið. Eg man mörg dæmi þess, að unnið var samfleytt í 36 tíma, t. d. við afgreiðslu skipa og því um líkt. Enga hvíld var að fá og engan ákveðinn tíma til matar. Menn gleyptu í sig matinn þar sem þeir stóðu, er hann kom, í skip- inu, í flæðarmálinu eða hím- andi undir hússhlið — og hvernig sem veðrið var. Mér er sérstaklega minnis- stætt, hve þessi ómenning var orðin rík í hugum manna, og ætti þar við máltækið: ,,Svo má illu venjast, að gott þyki“. Eg skal geta þess sem dæmis um þessa ómenningu, að fyrir um 30 árum var byggt hér ból- verk. Engin þörf var fyrir því að halda þessum vinnuvana á- fram, en svo var venjan rík, að verkamenn fóru aldrei heim til sín til að borða venjulegar máltíðir allan v.eturinn. Þeir gleyptu í sig matinn, þar sem þeir voru staddir, er hann kom, sitjandi á steinum þeim, sem þeir höfðu haft á börunum. Eg fullyrði það, að þetta var ekkert annað en ómenning af verstu tegund, engin skynsam- leg ástæða var fyrir þessu. At- vinnurekendur græddu ekki vitundarögn á þessu framferði og verkamenn misstu heilsuna á þessu, þegar til lengdar lét. Þekkingarleysið var svona magnað meðal verkamanna. Þeir kunnu ekki að meta það, að fara í heitt hús til að mat- ast og njóta næðis og hvíldar við máltíðirnar. Það var ekki fyrr en verka- lýðssamtökin tóku til starfa, að þetta var afnumið, svo að það má segja, að þau hafi ekki ein- ungis unnið að hækkuðu kaupi verkafólksins, heldur einnig aukið menningu þess og hrund- ið ómenningunni af því. Eg hefi nú skýrt nokkuð frá ástandinu eins og það var hér í Hafnarfirði á árunum á und- an og um stofnun verkamanna- félagsins. Auðvitað er fjöl- margt fleira, sem vert væri að nefna, en það yrði heil saga Hafnarfjarðar — og jafnframt saga annara sjávarþorpa hér á landi um og rétt eftir alda- mótin. Upp úr þessu ástandi, sem bezt mönnuðu verkamennirnir þoldu æ ver, fóru menn á vinnu stöðum, á götum og í búðum, en þar var oft staðið í þá daga, að ræða um nauðsyn þess að stofna til einhverskonar sam- taka, því að verkamenn fundu það, að þó að atvinnurekandinn gæti staðið einn, þá gátu þeir það ekki. Þeir fundu, að hver þeirra út af fyrir sig, var einsk- is megnugur, en hins vegar höfðu þeir óljóst hugboð um það, að ef þeir sneru margir bökum saman, þá gætu þeir margt — og jafnvel orðið sterk ari en atvinnurekendurnir, þó að þeir væru einnig sameinaðir. Um þessar mundir var verk- lýðsfélagsskapur svo að segja óþekktur hér á landi. Verka- menn í Reykjavík höfðu stofn- að Dagsbrún 1906, eða árinu áður en skriður komst á málið hjá okkur. Hinsvegar hafði hér verið áður starfandi Bárufélag og var Hlíf, þegar til kom, í raun og veru mynduð upp úr því að nokkru leyti. Þá var hér og starfandi góð- templararegla, en svo mátti segja, að hún væri þá skóli fyrir ungt fólk. Þar lærðu ung- ir menn að segja skoðun sína í ræðu og riti, og margir þeirra, sem þá voru starfandi í Regl- unni, urðu síðar áhrifamenn í verklýðsfélagsskapnum. Það má því segja, að Reglan hafi orðið víðar til góðs en á því sviði, að bægja mönnum frá drykkjuskap, og ættu ungir verkamenn og flokkur þeirra, Alþýðuflokkurinn, allt af að hafa það hugfast, að góðtempl- arareglan hefir ekki lagt minnsta steininn í þá byggingu, sem við höfum reist. Þá var einnig hér kvenfélagið Hring- urinn, sem starfaði sem góð- gerðafélag. Þekking var ekki mikil með- al alþýðumanna um að stofna slíkan félagsskap og hér var rætt um, en samt var ráðist í það og boðað til fundar, eftir að ýmsir áhugamenn höfðu lagt á ráðin. Eru mér sérstak- lega minnisstæðir af þessum mönnum Jón heitinn Jónasson skólastjóri, ísak heitinn Bjarna son bóndi á Bakka í Garða- hreppi, Davíð Kristjánss. bæj- arfulltrúi, Sveinn heitinn Auð- unsson sjómaður og síðar bæj- arfulltrúi og ýmsir fleiri, sem ekki verða hér til nefndir. Þessir menn o. fl. sneru sér til stéttarbræðranna í Reykjavík og ræddu við þá um félags- stofnun, og komu menn hingað suður til þess að vera á stofn- fundinum. Fundurinn var haldinn í Góð- templarahúsinu sem enn stend- ur, og var mjög fjölmennur. Voru margar ræður fluttar, og allir hvöttu til félagsstofnunar, en engin rödd kom fram, er dró úr því. — Virtust allir við- staddir vera þess albúnir að verða stofnendur, þó að raun- in yrði önnur, er menn áttu að fara að skrifa nöfn sín undir stofnskrána. Mig minnir, að stofnfélagar væru 30—40 að tölu, en margir gengu út, án þess að gerast félagar. Hug- rekkið brast, þegar þeir fóru að hugsa um andstöðu atvinnu- rekenda, og að það gæti vitn- azt, að þeir væru orðnir fé- lagar. Eg vil ekki láta hjá líða, að minna unga fólkið á það, hví- líkt kraftaverk þeir unnu, sem stofnuðu Hlíf. Kringumstæð- urnar voru ekki glæsilegar. Atvinnurekendur voru alveg einvaldir í byggðarlaginu. — Fólkið streymdi að úr öllum áttum. Þeir voru albúnir að hjálpa því, enda kom það alls- laust, átti ekki þak yfir höfuð- ið og yfirleitt ekki neitt. Það má líka segja atvinnurekend- unum til hróss, að þeir reynd- ust þessu fólki vel að mörgu leyti, og þá sérstaklega með því að hjálpa því til að koma upp þaki yfir höfuð sér. Þeir þurftu á verkafólkinu að halda í þá daga, höfðu ekki úr nógu að velja, og við það miðaðist framkoma þeirra. Það er með- al annars af þessari ástæðu, að það hefir enn haldizt við í þessu byggðarlagi, að verka- menn eiga sjálfir húsin, sem þeir búa í, en það hefir orðið þeim ,til ómetanlegs gagns í lífsbaráttunni. Hræðslan við atvinnurek- endurna var því mikil, og eg vil sízt lá þeim mönnum, sem ekki höfðu kjark til að gerast brautryðjendur þegar Hlíf var stofnuð. Hefir og seinni tíminn sýnt það, að margir þessara manna hafa orðið traustustu félags- og flokksmennirnir hér í Hafnarfirði. Nú er margt breytt. Þá þorði varla nokkur maður að láta það vitnast, að hann væri í verka- lýðsfélaginu, en nú er það það fyrsta, sem atvinnurekandinn spyr um, þegar maður ætlar í vinnu til hans, hvort hann sé 1 verkalýðsfélagi. Og ef hann er það ekki, þá verður hann að gerast félagi áður en hann fær vinnu. Að fá þetta fram kost- aði margra ára baráttu fyrir þá menn, sem nú eru orðnir gamlir — eða eru miðaldra. •— Eg býst við, að yng)ra fólki finnist, að það standi í þakkar- skuld við þessa menn, enda er það rétt. Þetta sýnir, hvað það fólk hafði rétt fyrir sér sem scofn- aði til verklýðssamtakanna og stýrði baráttu þeirra fyrir bætt- um kjörum og auknu frelsi al- þýðunnar — en það sýnir einn- ig hversu mikil fásinna það er að láta kommúnista eða aðra óforsjálnisseggi flæma sig út í andstöðu við hin skipu- lögðu samtök, og að það er al- ger misskilningur hjá þeim hluta íhaldsins, sem heldur að hægt sé að kæfa frelsisbaráttu alþýðunnar með nazisma og annari miðaldaómenningu. — Hér hefir friðsamleg þróun valdið straumhvörfum í lífi ís- lenzkrar alþýðu, og þannig mun framtíðin einnig skapast. Jafnvægi milli stéttanna, af- nám óþarfa stétta, vinna handa öllum, sem vilja vinna, enginn lifi á annara striti, sem getur (Frh. á 5. síðu.)

x

Verkamannafélagið Hlíf 30 ára

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamannafélagið Hlíf 30 ára
https://timarit.is/publication/972

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.