Verkamannafélagið Hlíf 30 ára - 09.01.1937, Síða 5

Verkamannafélagið Hlíf 30 ára - 09.01.1937, Síða 5
VERK AMANNAFÉLAGIÐ HLIF 5 þarfnast, nema vefnaðarvör- ur, og til þess að ráða þót á því var sett á stofn vefnaðar- vöruverzlun í desemþer s.l. — Einnig þessi viðleitni félagsins hefir sætt harðvítugri ofsókn af hálfu andstæðinganna, en engan árangur hefir sú and- staða borið, annan en þann, að íbúar bæjarins hafa fengið vörur sínar með mikið vægara verði síðan verzlanirnar tóku til starfa. Þannig hefir félag- ið að miklu leyti fyrirbyggjt verzlunarokur í bænum. Er við lítum til baka sjáum við, að mikið er búið að starfa, en jafnframt sjáum við, að mikið er eftir óunnið, er þolir enga bið. Eitt af því er bygg- ing Alþýðuhúss. Á því sviði er- um við langt á eftir öðrum stærri og smærri félögum og bæjum (sbr. Keflavík og ísa- fjörð). Nauðsyn á slíku húsi er auðsæ, er ei þarf um að deila, þar eð fundahús bæjar- ins rúmar ekki Vá félags- manna, hvað þá meira. Fyrir nokkrum árum var hafist handa um fjársöfnun hér í bæ til byggingar Alþýðu- húss og safnaðist nokkuð fé, en ekki þótti gerlegt að byrja á byggingu fyrr en meira fé væri fyrir hendi. í því sam- bandi vil eg leyfa mér að benda á eitt atriði, sem er það, að bæjarfélagið, er alþýðan skipar meiri hluta í, byggði hús í félagi við alþýðufélögin. Tekjustofn handa því væri sá, að bærinn starfrækti bíó í hús- inu, er hann hefði ágóðan af, en félögin hefðu rúm í húsinu fyrir fundarsal, er tæki minnst 5—6 hundruð manns, og svo skrifstofur fyrir félögin. Slíkt hús þyrfti ekki að verða mjög dýrt, þótt með nýtízku sniði væri. Ófaglærðir starfskraft- ar mundu verða lagðir til af félögunum, að mestu ókeypis, því það mikið þrá verkamenn að eignast hús, að þeir vildu helga slíkri stofnun 1—2 at- vinnuleysisdaga sína. Skilyrði fyrir að bíó gæti þrifist í slíku húsi eru mjög góð, þegar það er athugað, að þetta litla bíó, sem hér er rek- ið, tekur ekki nema um 180 manns og húsið er mjög lélegt. Svo eru það raunverulega bæj- arfélögin, er eiga að reka slík- ar stofnanir, en ekki einstakl- ingar. Mun eg ræða þetta mál síðar og nánar við tækifæri. Þetta mál, húsmálið, verð- um við að taka til alvarlegrar yfirvegunar og hrinda því til framkvæmda þegar á þessu ári, allir eitt með þá ákvörð- un, — úrtölur og íhaldssemi á þar ekki að komast að. Heiðr- um minningu brautryðjend- anna með því að taka þá á- kvörðun og fylgja henni fast fram til sigurs. Alþýðufélag- ar, er þessar línur lesið, stand- ið þétt saman í verklýðsbarátt- unnl, léttið undir með þeim mönnum við störf sín, er þið gerið að vökumönnum ykkar í baráttunni, og minnist þess, að þeir fórna sér fyrir ykkar málum endurgjaldslaust — margir hverjir — en sæta margvíslegum ofsóknum and- stæðinganna, er einnig reyna að torvelda störf þeirra á ýms- TVEIR BRAUTRYÐJENDUR ÓLAFUR héit. AUÐUNSSON bæjarfulltrúi og formaður Hlífar í mörg ár. an hátt, meðal annars með því að gera þá tortryggilega í aug- um ykkar. Varist þá menn, er hafa þann sið að rægja og rógbera þá menn, er með mál ykkar fara, og jafnvel halda því fram, að þeir myndu leysa þau betur af hendi, ef þeim væri falið að fara með þau. Slíkir menn eru varhugaverð- ir og undir mörgum kringum- stæðum lítilsvirði, nema til ills. Hafið þetta hugfast og dæmið hvern einn eftir ykkar beztu kynnum og sannfæringu. Félagar! Störf verklýðsfé- laganna eru það mikil, að þið verðið öll að leggja fram krafta ykkar, ekki eitt einasta má draga sig í hlé. Þið verðið að fjölmenna á fundum félaga ykkar og fylgjast vel með því, er gerist, og gera fundarsam- þykktirnar að veruleika með því að knýja þær til fram- kvæmda í einingu. Nú á næst- unni fara fram tvennar kosn- ingar, til alþingis og bæjar- stjórna. Eg heiti á ykkur í nafni alþýðusamtakanna, — þeirra samtaka, er engum á að geta tekist að yfirbuga, — að vinna nú vel og strengja þess heit, að alþýðan vinni þann glæsilegasta sigur, er nokk- urntíma hefir unnizt. í verklýðsbaráttunni væru engar öfgar, þótt slíkt tækist, þar eð meiri hluta íbúa þessa lands skipar fátækur verka- lýður. Minnist þess ástands, er nú ríkir í heiminum. Aldrei hafa verið eins alvarlegir tím- ar fram undan hjá verkalýðn- um, en einmitt nú. Auðvaldið er að hefja sína úrslitabaráttu. Minnist þess ástands, er nú ríkir á Spáni, saklaus börn og mæður eru limlest og myrt, FRA FYRSTU ÁRUNUM. DAVÍÐ KRISTJÁNSSON bæjarfulltrúi. heimilisfeðurnir tættir sundur á vígvellinum varnarlitlir með morðtólum auðvaldsríkjanna. Þannig lagaðar ráðstafanir gerir auðvaldið, er það tapar kosningum, ræðst að löglega kosinni stjórn með vopnum og hyggst að komast til valda á þann hátt. Slík örlög, sem verkalýðn- um á Spáni hafa verið sköp- uð, munu einnig verða sköpuð öllum verkalýð allra landa, ef hann stendur ekki nógu fast saman og óskiptur. Þess vegna verðum við öll að standa sam- an sem einn maður og vera vel á verði og skapa eina alls- herjar fylkingu undir merkj- um Alþýðusambands íslands, og hafa það ætíð í huga, að eitt lítið víxlspor í baráttunni getur sundrað henni, þannig að hún verði marga áratugi að bíða þess bætur. Strengjum öll þess heit, að slíkt skuli aldrei koma fyrir. Að endingu vil eg ljúka máli mínu með því að þakka öllum þeim mörgu, er starfað hafa að velferðarmálum „Hlífar" þessa þrjá áratugi, með ósk um það, að félagið haldi áfram að eflast eftir- leiðis sem hingað til og stígi ekkert það víxlspor, er það óhjákvæmilega biði hnekki af. Höfum það öll hugfast. Óska eg svo ykkur öllum fjær og nær til heilla og ham- ingju í verklýðsbaráttunni, og munið, að sameinuðum verka- lýð veitist létt að vinna sigur. Minnist orða skáldsins: Vinnulýður! verk þín bíður: Vörn og sókn hins snauða manns. Sæktu glaður, sameinaður, sigra þína í greipar hans, sem að þjáði þig og smáði, þínum börnum örbirgð skóp.. Láttu gjalla um landsbyggð alla lýðsins sterka sigur hróp. Þórður Þórðarson. Starf brautryðjendanna (Frh. af 2. síðu.) unnið. Þetta er skoðun allrar íslenzkrar alþýðu, þetta er stefna alþýðusamtakanna, sem þau hafa borið hana fram í takt við eðlilega þróun, og svona verður stefnan — og þetta er framtíðin. Á stofnfundi verkamannafé- v lagsins Hlíf var ísak Bjarnason kosinn formaður, en mig minn- ir, að Egill Eyjólfsson skósmið- ur væri kosinn ritari. Um aðra stjórnarmenn man eg ekki. Eg verð að viðurkenna það, að eg man ekki gjörla hvenær stofnfundurinn var haldinn, og okkur, sem enn lifum, kemur ekki saman um það, en fyrsta ritarabókin er alveg glötuð. Sumir telja, að stofnfundurinn hafi verið haldinn 9.—12. jan- úar 1907, en eg er helzt á því, að hann hafi verið síðast í jan- úar eða fyrstu dagana í febr- úar. — Þetta ár var kaup karlmanna 18 aurar um tímann, en kaup kvenna 12 eyrir. Fyrir fisk- þvott fengu þær 35 aura á þorskhundraðið, og 5 aura premíu. Þá urðu stúlkurnar að vaska úti á Granda í hvaða veðri sem var, og bera að sér fiskinn sjálfar, stafla honum upp og hreinsa sjálfar vöskun- arílátin. Þær stúlkur, sem enn vinna að fiskþvotti, geta gert sér í hugarlund kjör stúlkna. — Þrátt fyrir það, þó að kaup karla væri lágt, þá var þó kven- fólkskaupið enn lægra, því að mjög oft kom það fyrir, að kon- ur gengry til sömu vinnu og

x

Verkamannafélagið Hlíf 30 ára

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamannafélagið Hlíf 30 ára
https://timarit.is/publication/972

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.