Aðventfréttir - 01.01.1988, Blaðsíða 2

Aðventfréttir - 01.01.1988, Blaðsíða 2
2______________ STJÓRNARFUNDUR Þann 15. desember s.l. var haldinn fundur í stjórn Sjöunda dags aðventista á íslandi. Þetta var síðasti fundur stjórnarinnar á árinu. í tilefni af ári æsk- unnar sem þá var að ljúka var æskulýðsleiðtoganum Þresti B. Steinþórssyni boðið að sitja fundinn ásamt fulltrúum frá ung- mennafélögunum. Af þeim sátu þessi fundinn: Elías Theódórs- son og Harpa Theódórsdóttir frá Reykjavík, Ella Björk Björns- dóttir frá Árnessöfnuði og Davíð Ólafsson og Magnús Jónsson frá Suðurnesjasöfnuði. Á fundinum voru eftirfarandi mál afgreidd: BIBLÍULEXÍUR Yerð á lexíun- um var rætt og ákveðið að niður- greiða þær talsvert. Verð á einni lexíu (einn ársfj.) var ákveðið kr. 350 og skyldi innheimt með gíróseðli tvo ársfjórðunga í einu (kr. 700). Einnig var ákveðið að hvetja fjölskyldur til að kaupa fleiri en eina lexíu, þannig að hjón t.d. hefðu hver sína lexíu. Ákveðið var að verð fyrir hverja lexíu umfram eina á heimili yrði aðeins 50% af fullu verði. Þannig gæti heimili fengið tvær lexíur á kr. 525 en það er nákvæmlega kostnaðarverð einnar lexíu. BARNASTARF Á REYKHÓLUM Hjónin María Björk Reynisdóttir og Ólafur Þóroddsson hafa haft með höndum talsvert barnastarf þar sem þau búa að Reykhólum. Um 12 - 15 börn sækja barna- hvíldardagsskóla hjá þeim. Vegna fjölda barnanna hefur þau vantað tilfinnanlega stóla fyrir börnin. Þau sóttu því um til stjórnar- innar um fjárveitingu til að kaupa 10 barnastóla sem að sjálfsögðu væru eign safnaðarins. Samþykkt var að veita kr. 11.000 Aðvenífréttir 1. 1988 til þessa verkefnis. GJÖF TIL STARFSINS Gjöf barst til starfsins frá hjónunum önnu Karlsdóttur og Birni Gunn- laugssyni, Kumbaravogi, að upp- hæð kr. 110.000, til ráðstöfunar í það verkefni sem Samtökin teldu æskilegast. Samþykkt var: "að þakka innilega þessa höfðinglegu gjöf og að veita henni til útgáfu á námskeiðsflokknum um Opin- berun Jóhannesar sem gefinn verður út I byrjun árs 1988." JÓLAGJÖFIN í desember ár hvert renna guðsþjónustugjaf- irnar einn hvíldardaginn til starfsins innanlands. Að þessu sinni fóru gjafirnar til æskulýðs- deildarinnar í tilefni af ári æskunnar. Samþykkt var að ráð- stafa fórninni: 1. til útgáfu á æskulýðssönghef ti sem ungmenna-félögin munu standa að og 2. til uppbyggingar skátastarfsins og til kaupa á tjöldum og bak- pokum. SAFNAÐARBLÖÐIN Þá var samþykkt að ritstjóri Fréttabréfsins, sem nú hefur litið dagsins ljós og heitir AÐVENTFRÉTTIR, verði forstöðumaður Sjöunda dags aðventista. Ennfremur að rit- stjórn ársfjórðungsblaðsins verði þannig skipuð: Þröstur B. Steinþórsson rit- stjóri og ábyrgðarmaður, Eric Guðmundsson og Erling B. Snorrason. Fyrsti fundur stjórnarinnar á nýbyrjuðu ári var haldinn 10. janúar. Sá fundur var fjármála- fundur fyrir árið 1988. Fulltrúi Norður-Evrópudeildarinnar var gjaldkerinn John Muderspach. Fyrri hluta dags var sameigin- legur fundur stjórnarinnar og skólanefndar Hlíðardalsskóla. Eins og ætíð byrjaði fundurinn með ritningarlestri, stuttri hugvekju og bænastund. HLÍÐARDALSSKÓLI Fyrst var rædd staða Hlíðardalsskóla, en hún er á ýmsan hátt mjög erfið. Engin samþykkt var gerð að svo stöddu. Þá var samþykkt ráðning Heiðars Smárasonar sem húsvörðs og viðhaldsmanns að Hlíðardals- skóla til vors. Bjóðum við hann, Hrafnhildi konu hans og litla drenginn þeirra, Eyþór, hjartan- lega velkomin til starfa að Hlíðardalsskóla. FJÁRHAGSÁÆTLUN 1988 Þá var tekin fyrir fjárhagsáætlun Samtakanna fyrir 1988. Hún var vel undirbúin bæði frá hendi launanefndar og gjaldkera. Var hún rædd ítarlega og síðan samþykkt. FOSSVOGSBYGGINGIN Fyrstu teikningar frá arkitekti lágu fyrir og voru ræddar. Ákveðið var að leggja þær fyrir Norður- Evrópudeildina til umsagnar áður en lengra yrði haldið. Niðurstöðu deildarinnar er nú beðið. AKUREYRI Rætt var um opnun samkomusalar á Akureyri í eigu Skúla Torfasonar, tannlæknis, sem hann hefur m.a. ætlað til afnota fyrir safnaðarsystkinin og starfið. Fram kom mikil ánægja yfir þessu framtaki og þakklæti vegna hins mikla og óeigingjarna starfs sem þau hjónin Skúli og Ella Jack hafa unnið við að koma up þessari aðstöðu. Samþykkt var að vinna að því að 10 - 15 manna hópur færi til Akureyrar í tilefni af þessum tímamótum. AÐVENTFRÉTTIR Lokasam- þykkt þessa fyrsta stjórnar- fundar var svo nafnið á nýja fréttabréfinu. 18 tillögur bárust og fékk nafnið AÐVENT- FRÉTTIR langflest stig í fyrstu umferð og var síðan einróma samþykkt. •

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.