Aðventfréttir - 01.01.1988, Blaðsíða 6

Aðventfréttir - 01.01.1988, Blaðsíða 6
6. SAFNAÐARSYSTKININ AKUREYRI Helgina 23. til 25. október 1987 heimsótti ég undirritaður, Solveig konan mín og börnin okkar safnaðarsystkinin á Akureyri. Við flugum til Akureyrar seinnipart föstudags og að loknu þægilegu flugi lentum við á Akureyrar- flugvelli. Þar tók á móti okkur Ómar Torfason og ók okkur heim til Skúla, Ellu og telpnanna þriggja Kristínar, Gyðu og Theódóru. Um kvöldið röbbuðum við saman um starfið á íslandi og höfðu þau gaman af að frétta af því sem var að gerast fyrir sunnan. Á Akureyri hittast safnaðar- systkinin alltaf á hvíldardögum og hafa hvíldardagsskóla. Þessi hvíldardagsskóli er alltaf heima hjá Ellu og Skúla. Þá koma einnig Ó nar, Gyða, Hreiðar Jónsson og Soffía og Hreiðar Hreiðarsson og Elsa konan hans og börnin þeirra tvö Hreiðar og Alma. Að þessu sinni voru sjö börn til staðar og var því ákveðið að hafa barnahvíldar- dagsskóla fyrir börnin. En fyrst sungum við saman fáeina sálma Aðventfréttir 1. 1988 og lék Skúli undir á harmo- níkuna sína. Á meðan fullorðna fólkið fór yfir lexíuna fóru börnin með Ellu og Solveigu í barnahvíldardagsskólann þar sem þau sungu sína söngva og voru síðan sagðar sögur með aðstoð filtmynda. Að lokinni yfirferð lexíunnar flutti undirritaður stutta frásögn og var síðan endað með bæn. Öllum var síðan boðið til hádegisverðar og á meðan hann var útbúinn var fólkinu boðið að sjá myndband með tónlist og tali með Samuele Bacchiocchi (ræðu- maðurinn frá mótinu í sumar), en aðrir ræddu saman uppi í stofu. Vorum við síðan saman fram eft- ir degi og nutum samverunnar. Um kvöldið var okkur boðið að skoða tannlæknastofu Skúla og sjúkraþjálfunarstöð Ómars í Sunnuhlíð 12. Er þar um að ræða glæsilega aðstöðu hjá báðum. Skúli hefur sína aðstöðu niðri en Ómar er á efri hæð. Á meðan við skoðuðum þessa skemmtilegu að- stöðu sýndi Skúli mér óinnréttað herbergi þar sem hann sagði mér Örkin hans Nóa Geimfarinn James Irwin, sem citt sinn gekk á tunglinu, hefur um margra ára skeið haf t áhuga á að finna leifarnar af örkinni hans Nóa á Araratfjalli. Hann hefur staðið fyrir mörgum leiðöngrum þangað. Nú álíta sumir að nýleg, langvarandi hitabylgja þar um slóðir hafi brætt ísinn umhverfis örkina. Þess vegna hefur James Irwin nú sótt um leyfi hjá tyrkneskum yfirvöldum til að fljúga yfir Ararat og gera þannig enn eina tilraun til að finna örkina. Allt frá fyrstu öldum kristninnar hafa ferðalangar fullyrt að þeir hafi séð örkina. Frá 1950 hafa um 70 leiðangrar freistað þess að finna hið fræga skip. Hvort nýjasta ferð James Irwin bætist í þann hóp árangurslausra leiðangra mun nánasta framtíð leiða í ljós. • að hann vildi innrétta sem sal þar sem söfnuðurinn gæti hist í framtíðinni og gæti það verið byrjunin að vexti safnaðarins á Akureyri. Hann talaði um að hann vildi gera þetta einhvern tíma á árinu 1988. Hann hafði áhuga á að þarna gætu einnig verið haldin námskeið, bindindis- námskeið, streitunámskeið, Daníelsbókarnámskeið, og Opinberunarbókarnámskeið svo eitthvað sé nefnt. Ég sagði honum að námskeið í Opinberun Jóhannesar væri væntanlegt í byrjun árs 1988 og varð hann mjög spenntur í að byrja að nota það. Hann sagðist einnig eiga sér þann draum að geta boðið kristnu fólki úr öðrum trúfélögum til sín í alþjóðlegu bænavikunni. Syst- kinin á Akureyri hafa tekið þátt

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.