Aðventfréttir - 01.01.1988, Blaðsíða 4
4
RÁÐSMENN GUÐS
í öllum samskiptum Guðs við
mannkynið finnum við gegnum-
gangandi meginreglu. Guð setti
okkar fyrstu foreldra í aldin-
garðinn Eden. Hann setti um-
hverfis þau allt sem þau gátu
óskað sér og bað þau um að
muna að hann, skaparinn, ætti
alla hluti. í garðinn setti hann
tré, sem voru falleg á að líta og
báru ljúffenga ávexti, en hann
gerði eina undantekningu. Af
öllum trjám í garðinum, nema
þessu eina, máttu Adam og Eva
borða að vild. Á þennan hátt
vildi Guð reyna trúmennsku
þeirra við Guð sinn.
Á sama hátt hefur Herrann gefið
okkur bestu gjafir himinsins -
framleiðslu jarðarinnar, uppsker-
una og ríkidæmi í silfri og gulli.
Allt eru þetta gjafir frá Guði.
Hús og heimili sem við búum í,
jörðin sem við búum á, maturinn
sem við neytum, og fötin sem við
klæðumst hefur hann gefið okkur
til eignar, en hann biður okkur
um að minnast sín sem þess sem
gaf okkur allt þetta. En til að
reyna trúmennsku okkar hefur
hann haldið eftir einum tíunda
hluta handa sjálfum sér. Á sama
hátt og Adam og Eva máttu ekki
borða af þessu eina tré í aldin-
garðinum Eden, megum við ekki
taka tíunda hluta Guðs okkur til
ráðstöfunar. "Færið alla tíundina
í forðabúið til þess að fæðsla sé
til í húsi mínu, og reynið mig
einu sinni á þennan hátt - hvort
ég lýk ekki upp fyrir yður flóð-
gáttum himinsins og úthelli yfir
yður yfirgnæfanlegri blessun."
Mal. 3,10.
Þessi boðskapur hefur ekki misst
styrkleika sinn og kraft. Hann á
jafn vel við í dag eins og þá.
Við tökum jú enn við gjöfum
Guðs í ríkum mæli. Kærleikur
hans, gjafmildi og loforð eru
ekki gengin úr gildi. Hann biður
um þennan hluta, sem hann hef-
ur sett til hliðar fyrir sig, og
gefur okkur leyfi til að nota það
sem eftir er.
TILGANGURINN MEÐ
TÍUNDARGREIÐSLUM
"Til þess að fæðsla sé til í húsi
mínu." Þetta voru rök Malakía.
Þessi rök eiga enn við í dag.
Hlutverk það sem Jesús hefur
gefið okkur, er að færa heiminum
andlega fæðu - fagnaðarerindið.
Til þess að gera þetta er þörf
fyrir fjármuni. Hér er nauðsyn-
legt að muna að tíundin er fjár-
munirnir. Guð notar mennina til
að breiða út boðskapinn hér á
jörðinni. Hann hefði getað notað
engla. Þeir hefðu örugglega geta
gert þetta mikið betur en við, en
Guð elskar mannkynið svo mikið,
að hann gaf sinn eingetinn son
fyrir okkur. Til þess að við
getum öðlast lyndiseinkunn sem
líkist lyndiseinkunn skapara
okkar, þ.e. vera óeigingjörn og
kærleiksrík, höfum við þörf fyrir
að sýna trúmennsku okkar við
hann.
TÍUNDARGREIÐSLUR
Hvenær? Postulinn Páll hvetur
oft hina kristnu til að gefa
kerfisbundið, til dæmis í 1. Kor.
16,2: "hvern fyrsta dag vikunnar
skal hver yðar leggja í sjóð
heima hjá sér það, sem efni
leyfa... Þetta átti við um samskot
og gjafir, en það á jafn mikið
við um tíundargreiðslur.
Að gefa gjafir og greiða tíund
ætti ekki að vera tilviljunar-
kennt. Við erum hvött til að
koma með frumburð jarðarinnar.
"Þetta kennir okkur ekki, að við
getum notað fjármuni okkar fyrir
okkur sjálf og komið með
afganginn til Guðs, þrátt fyrir að
um einlæga tíund sé að ræða.
Nei setjum fyrst hluta Guðs til
hliðar." R&H 9. maí 1893.
"Við ættum ekki að helga það
sem eftir er af tekjum okkar
honum, eftir að öllum okkar
nauðsynlegu og ónauðsynlegu
þörfum er fullnægt, heldur áður
en nokkuð verður notað, ættum
við að leggja til hliðar það sem
Guði tilheyrir." R&H 16. maí
1882.
Hvar? "færið alla tíundina í
forðabúrið..." Mal. 3,10a. Tíundin
er heilög, sett til hliðar af Guði
fyrir starfsmenn fagnaðar-
erindisins sem viðurkenning
okkar á hversu mikið við eigum
undir Guði komið. Tíundinni er
skilað til safnaðargjaldkera í
lokuðu umslagi þar sem á er
skrifað nafn og upphæð, og að
því búnu gefur safnaðargjald-
kerinn kvittun fyrir greiðslunni.
(í sumum tilfellum er einnig
hægt að skila tíund á skrifstofu
Samtakanna).
Hvernig skal reikna tfund? "Sér-
hver gefi eins og hann hefur
ásett sér í hjarta sínu, ekki með
ólund eða með nauðung, því að
Guð elskar glaðan gjafara." 2.
NÝ DÖNSK BÓK
Nýlega kom út hjá bókaforlagi
aðventista f Danmörku, (Dansk-
Bogforlag) bókin "Hvem
kommer til at regere verden?"
( Hver mun stjórna heiminum?),
eftir Pierre Lanarés. Bókin
fjallar um spádómana og
uppfyllingu þeirra á okkar
dögum.
Bókin er 240 blaðsíður og kostar
danskar kr. 89,50. Hægt er að
panta bókina beint frá Dansk
Bogforlag, Börstenbindervej 4,
5230 Odense M, Danmark. .
AÖventfréttir 1. 1988