Aðventfréttir - 01.01.1988, Blaðsíða 7
Ella Jack, Skúli Torfason og börnin Gyða Thoroddsen og Ómar Torfason.
Kristin, Theódóra og Gyða
í alþjóðlegu bænavikunni í nokk-
ur undanfarin ár, en hafa ekki
haft aðstöðu til þess að bjóða
öðrum til sín. Við fórum svo að
ræða möguleikann á því að
hrinda þessu í framkvæmd sem
fyrst og jafnvel að reyna að
ljúka innréttingum fyrir bæna-
vikuna í lok janúar 1988.
Við héldum síðan heim til Ellu
og barnanna og röbbuðum saman
til miðnættis og Skúli og Ómar
telfdu nokkrar skákir, en ekki
skal rakinn gangur þeirra hér.
Við flúgum heim á sunnudags-
morgun og þökkuðum fyrir
ánægjulega dvöl með systkinum
okkar á Akureyri.
Stuttu eftir þessa heimsókn
fréttist af því að nú væri farið
að vinna af krafti í salnum í
Sunnuhlíð. Smiðir, rafvirkjar og
síðast en ekki síst Skúli og Ómar
sjálfir sem máluðu salinn og
gerðu fleira sjálfir. Og takmarkið
náðist. Salurinn var tekinn í
notkun 23. janúar 1988 og gátu
systkinin á Akureyri nú í fyrsta
sinn boðið til sín kristnu fólki úr
öðrum söfnuðum í alþjóðlegu
bænavikunni. í næsta blaði
Aðventfrétta verður nánar greint
frá þeirri athöfn í máli og
myndum.
Á síðasta hausti samþykkti stjórn
Samtakanna að auka þjónustu við
dreifða safnaðarmeðlimi safnaðar
okkar. Hefur þetta meðal annars
verið gert með auknum heim-
sóknum, með því að oftar hafa
makar starfsmanna farið með í
þessar heimsóknir, með auknum
fréttaflutningi frá starfinu, úr
söfnuðunum og frá landsbyggð-
inni, og með því að styðja við
bakið á þessum systkinum okkar
sem best. Einnig er mjög já-
kvætt að sjá hvað einstaklings-
framtakið getur gert og hve
leikmenn geta starfað hver á
sinn hátt í sínum byggðarlögum.
Dreifðu safnaðarsystkinin eru
lifandi vitnisburður í því
byggðarlagi sem þau búa og þar
sem eitt eða fleiri systkini búa
er mikið jákvæðara viðhorf til
okkar safnaðar en þar sem eng-
inn safnaðarmeðlimur er. Eins og
fram hefur komið áður hefur
Sigríður Níelsdóttir "laugardags-
skóla" á Reyðarfirði, og Björk og
Óli hafa hvíldardagsskóla á
Reykhólum. Og nú hefst nýtt
átak einstaklinga á Akureyri. Við
minnumst þess að starfið okkar
hefur alltaf byrjað með litlum
hópi sem hefur vaxið og orðið að
söfnuði. Söfnuðurinn á Suður-
nesjum byrjaði á heimili Rósu
Teitsdóttur og Ólafs Ingimundar-
sonar, en þar er nú öflugur
söfnuður með sitt eigið safnaðar-
heimili. Einnig er okkur minni-
stætt að fyrst um sinn hittust
systkinin I Árnessýslu að
Kumbaravogi og síðar í safnaðar-
heimili þjóðkirkjunnar í Hvera-
gerði. Þau eignuðust síðan sitt
eigið safnaðarheimili fyrir dugnað
og einkaframtak. Einnig þar er
nú sterkur söfnuður. Megi saga
og reynsla annarra safnaða okkar
á íslandi verða systkinunum á
AÐVENTFRGTTIR
51. árg. - áður BRÆÐRABANDIÐ
Útgefendur Ritstjóri og ábyrgðarmaður
S.D.AÐVENTISTAR Á ÍSLANDI ERLING B. SNORRASON
Aðventfréttir 1. 1988