Aðventfréttir - 01.01.1988, Page 5

Aðventfréttir - 01.01.1988, Page 5
5 Kor 9.7. Þessi leiðbeining er grundvöllurinn fyrir tíundar- greiðslum. Sem reiknireglu fyrir tíundargreiðslum er okkur sagt "af öllum tekjum þínum." Þegar sagt er "öllum tekjum þínum" er átt við tekjur áður en nokkuð annað er greitt. Þetta er hin eina almenna regla. Samt sem áður er spurningin um trúmennsku í tíund ekki spurning um fjármuni, heldur trúmennsku við Guð og verður hver og einn að gera það upp við sig og sinn Guð af hvaða upphæð hver og einn reiknar sína tíund. í rammanum hér til hliðar við greinina er dæmi um útreikning á tíund launþega annars vegar og einstaklings í eigin atvinnu- rekstri hins vegar. BLESSUN FYLGIR EF ÁFORMUM GUÐS ER FYLGT Boðskapurinn í Malakí 3.10 er: "... reynið mig einu sinni á þennan hátt - segir Drottinn allsherjar -, hvort ég lýk ekki upp fyrir yður flóðgáttum him- insins og úthelli yfir yður yfirgnæfanlegri blessun." Hefur þú reynt hvort Guð stendur við loforð sín? Það eru margir Sjöunda dags aðventistar hér á íslandi sem hafa í gegnum mörg ár greitt tíund trúfastlega og reynt blessanir Guðs. Það væri áhugavekjandi ef einhverjir myndu vilja deila þessum reynsl- um með okkur í Aðventfréttum. "Guð er þess megnugur að veita yður allar góðar gjafir ríkulega, til þess að þér í öllu og ávalt hafið allt sem þér þarfnist og getið sjálfir veitt ríkulega til sérhvers góðs verks." 2. Kor. 9.8. Megi Guð blessa okkur öll sem trúfasta ráðsmenn hans. Jóhann E. Jóhannsson • DÆMI UM ÚTREIKNING Á TÍUND 1. LAUNÞEGI Mánaðarlaun 60,000.00 Tíund 6,000.00 9/10 til eigin nota: skatta, framfærslu gjafa og annarra útgj. 54,000.00 2. EINSTAKLINGUR í EIGIN ATVINNUREKSTRI t.d. lögfræðingur, læknir, iðnaðarmaður. Tekjur: Tekjur yfir mánuðinn 400,000.00 Rekstrarkostnaður: Húsaleiga 40,000.00 Laun skrifstofumanns 54,000.00 Rannsóknarstofa 28,000.00 Hiti, rafmagn, vatn 8,000.00 Ferðalög 5,000.00 Bif reiðarkostnaður 4,000.00 Ýmis kostnaður 12,000.00 Útgjöld alls 151,000.00 Nettótekjur 249,000.00 Tíund 24,900.00 9/10 til eigin nota: skatta, framfærslu, gjafa og annarra útgjalda 224,100.00 (Þessar tölur eru lauslega miðaðar við bandarískar tölur) • Aðventfréttir 1. 1988

x

Aðventfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.