Aðventfréttir - 01.01.1992, Blaðsíða 2

Aðventfréttir - 01.01.1992, Blaðsíða 2
SOFNUÐURINN A TIMUM MIKILLA UMSKIPTA Eftir WiIIiam G. Johnsson, ritstjóra Adventist Review Á þessum síðasta áratug þessara aldar mun söfnuður Sjöunda dags aðventista taka stakka- skiptum. Þj óðfélagið brey tist ört og þar afleiðandi einnig söfnuðurinn. Árið 2000 mun söfnuðurinn líta öðruvísi út en i dag, þ.e.a.s. ef Kristur er ekld kominn fyrir þann tíma. Söfnuðurinn mun hafa vaxið mikið. Meðlimir safnaðarins munu þá vera að minnsta kosti 12 milljónir eða e.Lv. mun talan verða nær 20 milljónum. Söfnuðurinn mun verða miklu fjölbreytilegri. Hvítir vesturlandabúar munu vera í miklum minnihluta innan safnaðarins. MeðlimirNorður- Ameríkudeildarinnar, sem nú mynda 12% allra Sjöunda dags aðventista í heiminum, munu þá verða minnaen 10% safnaðarins. Líldegast munu flestir aðventistar innan heimssafnaðarins árið 2000 tala spönsku. Söfnuðurinn mun ekki verða eins fastmótaður skipulega séð eins og nú er. Hinn mikli vöxtur safnaðarins í löndum þriðja heimsins mun gera söfnuðinum æ erfiðara um vik fjárhagslega séð. Þessi skorturá fjármagni mun leiða af sér stöðuga þróun í átt að sem allra nákvæmustu mati á nauðsynlegri þjónustu og starfsliði á sérhveiju stjómsldpulagsstigi innan starfsins. Þetta mun einnig leiða af sér að menn munu einbeita sér i æ rikari mæli að hinum eiginlega tilgangi safnaðarins með tilveru sinni. Leikmenn munu taka æ ríkari þátt i starfi safnaðarins á þessum áratugi. Söfnuðurinn mun færa stofnanir sínar í nýjan búning. Sumarhina rótgrónu stofnannasafnaðarins munu líða undir lok vegna fjárhagsöðruleika. Nýjar stofnanir, sem em betur í stakk búnar til þess að svara þörf breyttra tíma, munu verða settar á stofn. Allar stofnanir safnaðarins, hvort sem það eru menntastofnanir, heilsustofnanir, útgáfufyrirtæki eða fjölmiðlarmunu taka æ ríkari þátt í boðunarverki safnaðarins. Ég sé fyrir mér hrifandi áratug framundan íyrir söfnuð Sjöunda dags aðventista. Eflaust verður þetta áratugur margs konar ögrandi viðfangsefna, vandamála og erfiðra ákvarðana. En einnig áratugur vaxtar, áratugur sem mun sjá söfnuðinn fást við og ná tökum á mildlvægum viðfangsefnum og tímabil sem færir söfnuðunum dýpri skilning á þvihlutverki sem Guð hefur falið honum að vinna á síðasta áratug þessa þúsundárati mabil s. Viðgetum svipastum, ígrundað, rökrættog Ég séfyrir mér hrífandi áratug framundan fyrir söfnuð Sjöunda dags aðventista... sem fœrir söfnuðinum dýpri skilning á því hlutverki sem Guð hefur falið honum að vinna. sagt fyrirum hluti. Ég trúi því að Guð óski þess að vil leggjum áform, að við söfnum saman upplýsingum og að við gerum okkar ýtrasta til þess að koma verkinu áfram. En eftir að við höfúm gert allt sem í okkar valdi stendur til þess að segja fyrir um það tíu ára skeið sem liggur framundan verðum við að gera okkur grein fyrir því að Guð mun e.t.v. koma af stað breytingum sem i augum okkar i dag gætu virst útilokaðar. Hver hefði getað sagt fyrir um fall Beriínannúrsins árið 1989? Hvergætihafa sagt fyrir um hnm kommúnismans i Austur-Evrópu? Hver hefði getað verið nógu róttækur til þess að segja fyrir um hina miklu breytingu á afstöðu innan Sovétríkjanna? “Sjá, nú hef ég nýtt fyrir stafni,” sagði Drottinn við fólk sitt fyrir löngu (Jes 43.19). Hann hefúr nýtt fyrir stafni nú i dag. Hver getur sagt fyrirum hvað nýtthann mun hafa fyrir stafni á árunum sem liggja framundan? Við erum fólk sem höfiim von, við erum aðventistar. Við gleðjumst ekki einungis yfir “hinni blessuðu von” um bráða endurkomu Krists.heldureinnigyfirloforðinu umaðDrottinn muniúthellaAnda sínumáhinumsíðustudögum. Þegar Andinn tekurvöldin hverfa mannleg áfonn og mannlegir spádómar og verða að engu. Hin stórfenglegustu áform okkar eru lítilmótleg i ljósi áfonna Guðs. Hinar glæstustu vonir okkar eru lágar og smáar i samanburði við ráðsályktun Guðs. En ég hefi útbúið mér óskalista fyrir næsta 10 ára skeið. Ég óska þess að kraftur Heilags anda muni yfirskyggja þennan söfnuð og koma af stað breytingum sem einungis hann gerir mögulegt: * Að hann endurlífgi okkur og endumýi, hreinsi okkur af allri sjáfselsku og heimshyggju. Að hann gæði okkur dýpri kærleika á Guði og á náunga okkar og áhuga á því að sækjast eftir andlegum hlutumog á að auðgast í umburðarlyndi og sldlningi. * Að hann muni auka og efla hóp hinna ungu innan safnaðarins þannig að þessi unga kynslóð taki virkan þátt í safnaðarlífinu. Að hann gefi okkur skilning og visku til þess að vinna saman og að hlusta á hvert annað og að virða hvert annað. * Að hannhreinsi okkuraföllu kynþáttahatri og misrétti og vanrækslu á þvi að nýta hæfíleika kvenna og hæfileika minnihlutahópa. * Að hann uppfylli loforð si tt í Malaki 4,5, og 6 og snúi hjörtum foreldranna aftur til bamanna og hjörtum bamanna aftur til foreldranna. Mæ ttum við vera nægilega stórhuga til þess að framkvæmaþærbreytingará starfi okkar sem breyttir tímar krefjast. 2 Aðventfréttir 1, 1992

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.