Aðventfréttir - 01.05.1995, Síða 5

Aðventfréttir - 01.05.1995, Síða 5
FRÉTTIR FRÁ KVENNASTARFINU Árið 1995 er ár Aðventkonunnar. Kvennastarfið (Women’s Ministries) í aðventsöfnuðinum á íslandi hófst formlega í mars s.l. Þrjár safnaðarkonur voru beðnar um að hrinda því í framkvæmd, þær Unnur Halldórsdóttir, Guðný Kristjánsdóttir og Úlfhildur Gríms- dóttir. Hver söfnuður hefur einnig konu í forystu í kvennastarfinu og eru það þær María Björk Reynis- dóttir í Vestmannaeyjum, Ester Ólafsdóttir í Keflavík, Eyrún Ingi- bjartsdóttir á Selfossi, Hulda Jens- dóttir í Reykjavík, Estíva Ottós- dóttir í Hafnarfirði og Ella Jack á Akureyri. í byrjun mars á þessu ári voru konur beðnar að sjá um guðs- þjónustu í Aðventkirkjunni í Reykjavík. Öll tónlist og prédikanir voru í umsjá kvenna. Birthe Kendel kom í heimsókn dagana 23. - 25. mars s.l. og hélt námskeið um kvennastarfið og barna- hvíldardagsskólastarf. Skömmu fyrir heimsókn Birthe, hafði hópur kvenna komið saman til að fara yfir markmið og hlutverk kvennastarfsins og rætt um hugmyndir að kvennastarfi á ís- landi. Á sumarmótinu á Hlíðardalsskóla var konum boðið til morgunverðar og bænagjörðar á sunnudagsmorgni og var sú stund ógleymanleg þeim sem þar voru. Aðalræðumaður mótsins var Dr. Andrea Luxton skólastjóri frá Stanborough Park í Englandi. Útvarpsguðsþjónusta var í umsjá kvenna þann 23. september og var henni útvarpað næsta dag á eftir. í október var á ný boðað til morgun- verðar með bænagjörð, með þátttöku bæði karla og kvenna og að þessu sinni í Suðurhlíðarskóla á námskeiði Gabriellu Calderara um næringu og mararæði. Síðasta hvíldardaginn í október sáu konur um hvíldardagsskóla og guðs- þjónustu í Hafnarfirði. Þegar þetta birtist á prenti hafa þessar sömu konur farið einnig til Selfoss og Kefla- víkur til að sjá um guðsþjónustur og prédika. Fyrstu helgina í nóvember heimsóttu, Unnur, Guðný og Úlf- hildur Vestmannaeyjasöfnuð, funduðu með konum og sáu um guðsþjónustu á hvíldardeginum. Það gladdi okkur mjög að konur úr Aglow komu til að hlýða á guðs- þjónustuna. Ferðin til Eyja var sér- lega ánægjuleg og móttökur Eyja- manna og kvenna frábærar. Þrír lestrar og bænahópar eru nú starfandi. Það er ósk okkar og von að lestrarhópum fjölgi á næstu árum og að þeir verði mörgum til mikillar blessunar. Skortur er á lesefni á íslensku, en nú er þýðingu á efni um vináttuna, byggðu á sögunni um Rut og Naomí, u.þ.b. að Ijúka. Dagana 21. - 25. mars 1996 verður haldið námskeið um bænina í Suðurhlíðarskóla. Námskeiðið er skipulagt af Ruthie Jacobson sem er mjög virk í Kvennastarfinu í Banda- ríkjunum. Ruthie hefur flutt fjölda fyrirlestra og námskeiða víða um heim og skrifað greinar m.a. í blaðið Women of Spirit sem kom fyrst út nú í vor og kemur út fjórum sinnum á ári. Er það von okkar að sem flestir taki þessa helgi frá og njóti þess að hlýða á þetta frábæra efni. Ýtarleg dagskrá mun birtast hér í blaðinu síðar. Bestu kveðjur, NÁMSKEIÐI NÆRINGARFRÆÐI OG MATARÆÐI Dagana 6. - 8. október var haldið helgarnámskeið um heilsu og næringu í Suðurhlíðarskóla. Fyrir- lesarinn, Gabriella Calderara, er starfandi næringarfræðingur á heilsuhæli aðventista, La Ligniere, nálægt Genf í Sviss. Hún er fædd og uppalin í Strasbourg í Frakklandi, lærði þar sitt grunnnám en næringarfræðina tók hún á Andrews í Bandaríkjunum og er með MA gráðu þaðan. Á meðan Gabriella var í námi var hún farar- stjóri fyrir Maranatha vinnuhópum sem fara um heiminn og byggja kirkjur og skóla í sjálfboðavinnu. Hún hefur haldið fyrirlestra víða um Evrópu um hollt mataræði og heilsuboðskap Ellen G. White. Matarvenjur er mikilvægur þáttur í lífi okkar og oft er það afleiðing þjóð- félagshátta, þjóðfélagsstöðu, trúar- skoðana eða jafnvel bara vani frekar en að við séum vel upplýst um næringarlegt gildi fæðunnar. Hver og einn hefur þann rétt að velja sitt mataræði, en best væri að hver og einn væri vel upplýst(ur) um næringargildi hinna ýmisu matar- tegunda og gæti þar af leiðandi valið á grundvelli þekkingar. Gabriella gaf fjölmörg dæmi um fæðuval þar sem séð er fyrir öllum nauðsynlegum næringarefnum í réttum hlutföllum. „Sojabaunir - mikill kraftur í lítilli baun“ var fyrirlestur sem fjallaði um nýjustu rannsóknir á sojabaunum og fyrirbyggjandi áhrifum þeirra gagnvart ýmsum tegundum krabbameins. Ráðlegt er að hafa sojabaunir eða aðrar sojaafurðir í fæðunni a.m.k. fjórum sinnum í viku. (T.d. tofu, soja- mjólk ofl.) Sem aðventistar getum við ekki horft fram hjá heilsuboðskap Ellen G. White né lokað augunum fyrir vaxandi áhuga almennings á heilsu- samlegu líferni. Guð hefur áhuga á okkar líkamlegu velferð jafnt sem hinni andlegu. Hann gaf ísraels- þjóðinni skýr fyrirmæli varðandi hreinlæti og mataræði. Hann hefur sent okkur Anda spádómsins. Enn í dag eru vísindamenn að sanna kenningar Ellenar G. White varðandi heilsusamlegt líferni þó hún hafi lagt þær fram fyrir u.þ.b. hundrað árum. Nauðsynlegt er að líta á ráð- leggingar hennar í sínu rétta sögu- lega samhengi og athuga síðan hvaða meginreglur við getum dregið af þeim. Ester Ólafsdóttir AðventFréttir 5,1995 5

x

Aðventfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.