Aðventfréttir - 01.05.1995, Side 7

Aðventfréttir - 01.05.1995, Side 7
VETRARFUNDUR STÓR- EVRÓPUDEILDARINNAR Vetrarfundur Stór-Evrópudeildar- innar var haldinn í St. Albans og Hoddesdon í Englandi dagana 20. - 24. nóvember s.l. Að þessu sinni voru tveir fulltrúar á fundinum frá Islandi eða Kristinn Olafsson og undirritaður þar eð um var að ræða viðameiri fund en vanalega en slíkir fundir eru haldnir á 5 ára fresti. Eitt atriði varðandi þessa vetrarfundi sem haldnir eru á 5 ára fresti er að þá er kosið í allar stöður innan Deildarinnar og þeim trúboðs- svæðum sem tengjast Deildinni beint. Að þessu sinni hafði hluti þessarar vinnu verið unnin af hópi fulltrúa Deildarinnar sem sátu ráð- stefnu Aðalsamtakanna í Utrecht í sumar auk að sjálfsögðu kosning for- manns, ritara og fjármálastjóra Deildarinnar sem var í höndum sjálfrar ráðstefnu Aðalsamtakanna. Allar þær stöður sem ekki hafði verið ráðið eða endurráðið í í sumar var fengist við á umræddum vetrar- fundi. Hér á eftir fer því listi yfir helstu breytingar starfshóps Deildarinnar. I stjórn Deildarinnar varð sú breyting að Pat Swan var kosin ritari til aðstoðar Reinder Bruinsma, aðal- ritara Deildarinnar. Einnig var James M. Huzzey kosinn svæðis- ritari ( Field Secretary) sem þýðir að Jim muni fást við ýmis afmörkuð verkefni á sviði stjórnunar stjórn- endum Deildarinnar til aðstoðar. Aukning í yfirstjórnun Deildarinnar þótti nauðsynleg í ljósi þeirra breytinga sem orðið hafa á stærð Deildarinnar á undanförnu þegar bæði Eystrasaltslöndin þrjú og fjöldi Mið-Austurlanda bættist við Deildina. Breytingar urðu einnig á deildar- Jc '-Ci/WM/fr Alda og Dagný eftir athöfnina Hvíldardaginn 14. október s.l. var mjög hátíðleg stund í kirkjunni í Reykjavík þegar Dagný Helgadóttir og Alda Baldursdóttir gerðu sáttmála við frelsara sinn í skírn. David West skírði. Stundin var mjög hátíðleg og falleg og tónlistaratriðin gerðu sitt til að svo mætti verða. Dagný mun til- heyra Reykjavíkursöfnuði og Alda mun tilheyra Hafnarfjarðarsöfnuði. Kristín Elva Viðarsdóttir Hátíðisdagur var hjá Vestmanna- eyjasöfnuði í Aðventkirkjunni í Vestmannaeyjum, hvíldardaginn 4. nóvember þegar Kristín Elva Viðars- dóttir gerði sáttmála við frelsara sinn í skírn. Björgvin Snorrason skírði. Stundin var mjög hátíðleg og falleg. Kristín Elva mun tilheyra Reykjavíkursöfnuði. Þess má geta að hún er dóttir Gyðu Arnmunds- dóttur og Viðars Aðalsteinssonar og er því dótturdóttir Arnmundar og Kristínar í Vestmannaeyjum. óú/cu CAG/áfóruOj (A/c/a, o^ V/a^n^a inni/e^a ti/ /lawwrujfa o^ //a/& //eúáanoer. stjórastöðum innan Deildarinnar á eftirfarandi hátt: Fjölskyldudeild fluttist frá Jim M. Huzzey til Ole Kendel og sem deildarstjóri presta- deildar og heimsboðunar var Peter Roennfeldt frá Astralíu kallaður til starfa þar eð David Curry fékk kall til að sinna formennsku Sambands innan Suður-Kyrrahafsdeildarinnar. Peter Roennfeldt er þeim sem sátu prestaráðstefnu Deildarinnar í Budapest í Ungverjalandi á nýliðnu hausti að góðu kunnur. I heilsu og bindindisdeild var Orville Woolford endurkjörinn einungis til eins árs þar eð skipulags- breyting á þeirri deild liggur fyrir að ári. I Samböndum og heimasvæðum sem teljast trúboðssvæði (það er að segja eru fjárhagslega algjörlega háð Deildinni) urðu þær breytingar m.a. að Svein Johansen sem hafði þjónað sem formaður Mið-Austurlanda Sambandsins hætti störfum og Sven Hagen Jensen danskur maður sem unnið hafði í því Sambandi lengi, tók við stöðu hans. Sem ritari/fjár- málastjóri þess Sambands var kosinn Daniel Orrilosa sem áður hafði starfað sem fjármálastjóri Austur-Afríkudeildarinnar. I Pakistan Sambandinu urður alger umskipti stjórnenda þar eð fyrrverandi formaður Sharif A. Ditta, faðir Maxwell Ditta sem unnið hefur hér á landi sem bóksali undan- farin sumur og er okkur að góðu kunnur, hætti störfum fyrir aldurs sakir. Fyrrverandi ritari og gjaldkeri þess Sambands hættu einnig störfum fyrir skömmu þannig að formaður og gjaldkeri þess Sam- bands hafa verið settir til skamms tíma þar til endanleg lausn finnst. I trúboðssvæðinu í Albaníu var Finninn Pekka Tahti endurkjörinn en hann tók upprunalega fyrir því starfi fyrir fáeinum mánuðum. I gríska trúboðssvæðinu varð engin breyting þar eð Herman J. Schmidt var endurkjörinn en í ísraelska svæðinu varð breyting þar eð Richard Elofer sem nú starfar í Evrópu-Afríkudeildinni mun leysa Ermanno Garbi af um leið og hann getur leyst sig frá núverandi starfi. Varðandi Makedóníu trúboðs- svæðið varð breyting á því að ákveðið var að tengja það svæði Suð-Austur-Evrópu Sambandinu á ný í stað þess að Makedónía tengist beint Deildinni. Til formennsku í Makedóníu trúboðssvæðinu var kosinn George Trajkovskí. Sric //u/mam/ááon AðventFréttir 5,1995 7

x

Aðventfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.