Aðventfréttir - 01.05.1995, Side 9
miklu listfengi eins og áður. Öllum þessum skal þakkað
innilega fyrir gott og ósérhlífið starf.
Ekki má þó gleyma öllum þeim sem tóku þátt í því að
undirbúa staðinn fyrir mótið. Þar ber hæst framlag Vina-
félagsins Bergmáls sem stóð að gagngerri stand-
setningu á drengjavist og einnig ýmsum lagfæringum á
stúlknavist staðarins. Þessu mikla starfi nutum við í
ríkum mæli þegar komið var á sumarmót. Þessum
velunnurum Hlíðardalsskóla sem að þessu starfi stóðu
verður aldrei nógsamlega þakkað fyrir sitt framlag.
En ekki ber síst að þakka öllum þeim sem komu og
voru viðstaddir mótið og með nærveru sinni og glaðlegu
viðmóti voru með til þess að uppörva aðra og gera mótið
að þeim ánægjulega viðburði sem það svo sannarlega
var.
Eric Guðmundsson.
Davíð West, Eric Guðmundsson, Einar V. Arason,
Andrea Luxton, Ólafur Vestmann, SteinÞór Þórðarson
Björgvin segir frá sögu Strandakirkju
Karen og Laila matráðskonur og Sirrý húsmóðir.
Andrea í ræðustól ásamt Eric sem Þýðanda. Mótgestir í salnum á HDS.
AðventFréttir 5,1995
9