Aðventfréttir - 01.05.1995, Page 13

Aðventfréttir - 01.05.1995, Page 13
ekki eiga sér stað. Þau óskuðu þess að Jesús seinkaði komu sinni. Hvers vegna? Vegna þess að þeim fannst þau óundirbúin; vegna þess að þau voru ekki viss hvað myndi verða um þau; vegna þess að þau voru farin að óttast Guð sem dómara. Þessi blessaða von varð að ógnar- degi sem þau vildu seinka sem mest! Þetta segir töluvert um andlega reynslu þeirra og um skilning þeirra á Guði. Kannski erum við eins. Satt að segja hljómar það ein- kennilega í nútímaeyrum að heyra um Guð sem ferðast um loftin blá. Margir nútíma guðfræðingar fara fram á það að við endurtúlkum kenninguna um endurkomuna. Sumir telja að Jesús meinti ekki í raun það sem hann sagði. Ef til vill talaði hann um andlega endurkomu, táknrænan viðburð sem við ættum ekki að taka bókstaflega. Það er auð- velt að efast. Það er freistandi að ímynda sér að lærisveinarnir hafi ef til vill misskilið þessa hluti eða að Jesú sjálfum hafi orðið á mistök. Sumum finnst að þeir sem trúa á endurkomu Jesú séu engu betri en hálfruglaðir dómsdagsspámenn sem ganga um stræti og torg niðri í bæ með merki sem á stendur: „Heimsendir er á nánd!" En sannleikurinn er sá að kristin trú er byggð á Jesú Kristi og það felur líka í sér loforð hans um endur- komuna. Trúin á endurkomu hans var nauðsynlegur liður í boðskap hinna fyrstu kristnu og þeim öflug hvatning til að lifa lífinu í samhljóman við boð Guðs. Við verðum að hrífast á ný af þessari stórkostlegu eftirvæntingu um endurkomu Jesú. Guð hefur ekki skilið okkur eftir munaðarlaus eftir að hafa gert svo mikið fyrir okkur nú þegar. Endurkoma Jesú er nauðsyn- leg og afgerandi í frelsunaráætlun hans. Hvað sagði Jesú við vin sinn Tómas? „Vertu ekki vantrúaður, vertu trúaður" (Jh 20.27). „Trúðu á mig og á það sem ég segi, eigðu samskipti við mig, elskaðu mig vegna þess að ég er eins og ég er." Og Tómas féll að fótum Jesú og hrópaði, „Drottinn minn og Guð minn!" Gæti ég sagt liið sama? Gætir þú? Hvað með mig þá? Eða þig? Hver er afstaða okkar til bráðrar endurkomu Jesú? Leiðum við þetta hjá okkur eins og mestallt mannkynið og höldum áfram að lifa lífinu eins og um engan enda væri að ræða? Eins og þessi heimur og allt í þessum heimi myndi halda áfram að eilífu? Gerumst við örlagatrúar og lítum á dauðann sem hinn óumflýjanlega endi alls? Eða óttumst við endur- komu Drottins, og óskum þess að hann fresti komu sinni vegna þess að við erum óörugg um okkar eigin stöðu? Þetta eru allt óheppileg við- brögð! Að leiða endurkomuna hjá sér er að koma sér í þá stöðu að Guð geti ekki hjálpað. Það er það sama og að segja, „ég get séð um mig sjálfur og vil ganga mína eigin götu." Guð leyfir okkur að bregðast þannig við ef það er ósk okkar. Hann mun þó reyna að breyta afstöðu okkar því að hann óskar ekki að missa neitt okkar þó við séum meðal vandræðabarna hans. Hann grætur yfir okkur eins og hann grét yfir Jerúsalem: „Jerúsalem, Jerúsalem! Þú sem líflætur spámennina og grýtir þá sem sendir eru til þín! Hversu oft vildi ég safna börnum þínum, eins og hænan safnar ungum sínum undir vængi sér, og þér vilduð eigi" (Mt 23.37). Hann andvarpar yfir okkur eins og yfir börnum sínum forðum: „Hvernig ætti ég að sleppa hendi af þér, Efraim?" (Hs 11.8). Að horfa vonaraugum til dauðans er hin megnasta afskræming á fagnaðarerindi Guðs. Endurkoma Drottins hefur ávallt verið dýrleg von hins kristna. Dauðinn er alls ekki endir alls fyrir hinn kristna. Skyldum við deyja þá eigum við þá von að fá að taka þátt í hinni dásam- legu upprisu sem Guð hefur áformað fyrir þá sem elska hann. „Sjá, ég segi yður leyndardóm: vér munum ekki allir sofna, en allir munum vér umbreytast í einni svipan, á einu augabragði, við hinn síðasta lúður. Því lúðurinn mun gjalla og þá munu hinir dauðu upp rísa óforgengilegir, og vér munum umbreytast" (lKor 15. 51,52). Og það að óttast endurkomuna og vona að Guð muni ekki koma til jarðarinnar er að afneita kærleika hans. Það er það sama og að segja, „ég trúi á þig Guð. Eg óska að tilbiðja þig og fylgja kenningum þínum — en mig langar ekki til þess að hitta þig, þakka þér fyrir!" Þetta upp- ljóstrar hinni raunverulegu afstöðu okkar til Guðs. Endurkoma Krists sker sem beittur hnífur gegn um sjálfumgleði okkar og mannleg áform. Guð óskar ekki að hræða okkur til hlýðni við sig. (Aftur og aftur segir hann, „óttist eigi!") En hann óskar þess að við gerum okkur grein fyrir því hvar við erum, hver við erum og hvað við í raun erum að gera. Endurkoman er í raun ekki trú á eitthvað sem mun gerast í framtíðinni — vegna þess að við trúum hér og nú, í nútíðinni. Og það er hvernig þessi framtíð hefur áhrif á okkur hér og nú sem skiptir máli. Guðfræðingar kalla þennan við- burð parousíu. Það gerir þetta tæknilegt og fræðilegt. Aðrir kalla þennan viðburð endurkomuna. Það gerir þetta ópersónulegt. Hvað er þessi viðburður þá? Það er sá tími þegar sá Guð sem elskar okkur mun koma til baka til þessarar jarðar til þess að taka þá sem elska hann með sér heim. Svo einfalt er það! Það er svo auðvelt að gleyma því að það er Jesús sem er að koma aftur. Þannig mótast afstaða okkar gagnvart komu hans af áliti okkar á honum. Ef við teljum hann harðneskjulegan og óþægilegan — hefnigjarnan og óvinveittan Guð — myndum við vilja að hann héldi sig í burtu vegna þess að við óttumst hegninguna. En ef við elskum hann vegna þess hvernig hann er þá þráum við að hann komi sem allra fyrst! Hvernig myndi þér finnast það ef þú hringdir heim til maka þíns til þess að tilkynna það að þú kæmir heim fljótlega og hún/hann segði, „heyrðu, ekki koma alveg strax. Gef mér pínulítið meiri tíma. Mig langar ekki til þess að sjá þig að sinni"? Þú AðventFréttir 5,1995 13

x

Aðventfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.