Aðventfréttir - 01.05.1995, Qupperneq 14

Aðventfréttir - 01.05.1995, Qupperneq 14
ferð að velta því fyrir þér hvað sé á seyði! Þú færir kannski að velta því fyrir þér hvort að hún/hann elski þig lengur eða yfirhöfuð þyki vænt um þig- Þannig er það milli Guðs og okkar. Við getum ekki sagt við hann, „ég elska þig Drottinn en ekki koma. Mér finnst þú dásamlegur en ég vil helst ekki hitta þig. Eg tilbið þig sem hinn mikla skapara og endur- lausnara, en mér þykir í raun ekki vænt um þig." Ef við þekkjum Guð sem vin munum við þrá að vera með honum. Við munum þrá að hann komi til þess að sækja okkur. Við munum þrá að eyða allri eilífðinni í nærveru hans. Og þegar hann kemur munum við ekki vera óttaslegin vegna þess að við vitum hvernig hann er. Það er nákvæmlega ekkert að óttast. Við munum ekki líta á það sem ónæði þegar hann kemur inn í líf okkar og áform, lífsáætlun okkar og vonir, því að hann er hin mikla von okkar. Við munum ekki vilja hafna honum heldur munum við líta upp og segja, „sjá, þessi er vor Guð, vér vonuðum á hann, að hann myndi frelsa oss" (Jes 25.9). Ef við á hinn bóginn óskum að vera aðskilin frá Guði mun hann að vísu gefa okkur frelsi til að velja, en við ættum ekki að láta blekkjast hvað varðar afleiðingar þess. Guði er ein- faldlega ómögulegt að hjálpa þeim sem hafna honum. Því að það myndi leiða til áframhalds á hinu illa og þjáningunni sem syndin veldur. Ef við veljum að hafna Guði mun Guð að lokum ekki eiga annars úrkostar en að hafna okkur þrátt fyrir þann óumræðilega sársauka sem það veldur honum. Ef við fyrirverðum okkur fyrir Guð mun hann fyrir- verða sig fyrir okkur (sjá Mk 8.32). Ef þetta verður ofaná hjá okkur mun endurkoma Jesú verða ógn- vænlegur dauðadómur yfir okkur Ljós dýrðar Guðs mun veröa hinum vantrúaða sem reiði, en gleði og fögnuður þeim sem trúir. og við munum hrópa á fjöllin og klettana: „Hrynjið yfir oss og felið oss fyrir ásjónu hans sem í hásætinu situr og fyrir reiði lambsins; því að komin er dagurinn, hinn mikli dagur reiði þeirra, og hver mun geta staðist? " (Opb 6.16,17). Ljós dýrðar Guðs mun verða hinum vantrúaða sem reiði, en gleði og fögnuður þeim sem trúir. Jesús segir við þá sem elska hann og bíða komu hans, „hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð, trúið á mig... ég (fer) burt að búa yður stað. Þegar ég er farinn burt og hef búið yður stað, kem ég aftur og tek yður til mín svo að þér séuð þar sem ég er" (Jh 14.1-3). En Tómas efaðist og hann spyr, „Herra, vér vitum ekki hvert þú ferð, hvernig getum vér þá þekkt veginn?" (5. vers). Og Jesús svarar honum: „Eg er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig. Ef þér hafið þekkt mig, munuð þér og þekkja föður minn. Héðan af þekkið þér hann og hafið séð hann" (6. og 7. vers). Seinna í samræðunum segir Jesús við lærisveina sína: „Eg kalla yður ekki frama þjóna, því þjónninn veit ekki hvað Herra hans gjörir. En ég kalla yður vini" (Jh 15.15). Hvers vegna? Vegna þess að þeir höfðu tekið þátt í áformum hans og vonum. Og á sinn mannlega og ófullkomna hátt elskuðu þeir hann. Shakespeare ritaði: „Ferðir enda í ástvinafundum." Þess vegna mun Jesú koma á ný. Hann elskar okkur með ódauðlegri ást sinni og við elskum hann vegna elsku hans. Og það er engin uppgerðar ást, engin yfirborðskennd tilfinning. Frekar ást sem er sterk og sönn. Það er kærleikur sem knýr okkur til að fylgja honum. Það er ást sem efast ekki lengur, „komdu Drottinn minn, Guð minn, vinur minn! Komdu fljótt og taktu mig heim til þín." Hvers vegna kemur Jesús aftur? Hann kemur til þess að sækja þig. Hann býður þér nú að verða vinur hans og taka honum sem Drottni lífs þíns. Hver eru viðbrögð þín? Jonathan Gallagher er ritari Suður- Englands Samtakanna Þýð. Eric Guðmundsson THE DIRECTOR QF AOMISSIONS WRITE NOW TO NEWBOLD COLLEGE, BRACKNELL, BERKSHIRE, RG42 4AN, ENGLAND TELEPHONE: +44 1344 54607. FAX: +441344 861692 í/i/c/a /ðo 'oœ NEWBOLD FRÉTTIR Ný baðherbergis og salernisaðstaða fyrir Newbold College Það veitir Newbold College mikla ánægju að geta tilkynnt að nýrri salernis og baðherbergiseiningu hefur verið komið fyrir í drengjavistinni á Newbold, Keough House. Starfsfólk og nemendur skólans óska að nýta þetta tækifæri til þess að þakka innilega öllum þeim safnaðarmeðlimum, fyrrum nemendum og vinum skólans sem gáfu af örlæti þannig að þetta mætti verða raunveruleiki. Þessi nýja aðstaða gefur nemendum Newbold skólans aðgang að glæsilegri aðstöðu sem vel má una við. „Þetta er allt annað líf“ segir Jerry Hartman einn íbúa Keough House. „Að hægt sé að ganga að nýju og hreinu baðherbergi og skella sér í sturtu sem virkar er ólýsanleg tilfinning eftir það sem á undan er gengið!“ Fyrir hönd Newbold College CQME TO NEWBOLD ' SUMMER SCHOOL IN ENGLISH 27JUNE-24JULY1996 NEWBOLD COLLEGE SCHOOL OF ENGLISH also offers longer English Language Courses SPRING TERM: 25 MARCH1996-7 JUNE1996 AUTUMN TERM: 23 SEPT1996 -12 DEC1996 WINTER TERM: i 6 JAN1997 1-14 MARCH1997 i 14 AðventFréttir 5,1995

x

Aðventfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.