Aðventfréttir - 01.05.1995, Side 18
stofnunarinnar var lýst náið. Einnig
hefur heilsurekstur samsvarandi
þeim sem fer fram á okkar
stofnunum í Skotlandi
(Roundelwood) og í Noregi
(Fredheim) verið nokkuð til um-
ræðu. Að lokum hefur heilsurekstur
í mögulegri samvinnu við aðra aðila
hér á landi einnig borið á góma.
Varðandi mögulegan heilsu-
rekstur þótti mikilvægt að gera sér
grein fyrir því að væntanlega myndi
í náinni framtíð verða vaxandi eftir-
spurn eftir hentugum stað til slíks
reksturs í nágrenni Reykjavíkur sem
þykir benda til að slík starfsemi, ef
vel er að staðið, gæti fengið byr
undir báða vængi. Samt ber að hafa í
huga að ekki er hefð fyrir þess konar
starfsemi innan safnaðarins hér á
landi og að litlir möguleikar eru
taldir á að ná árangri nema með
miklu frumkvöðulsstarfi. Einnig
þarfnast húsakostur Hlíðardalsskóla
kostnaðar-samra breytinga við
þannig að slíkur rekstur megi ganga.
ANNAÐ STARF-
HLIÐARREKSTUR
Einnig hefur í starfshópnum verið
rætt töluvert um mögulegan annan
rekstur á Hlíðardalsskóla sem
tengist landinu eða jarðhitanum á
staðnum svo sem ylræktun/jarð-
varma, nýtingu túna, skógrækt,
sumarhús o.s.frv. Menn voru þó á
eitt sáttir um að beina athygli sinni
umfram allt að einhvers konar aðal-
rekstri á staðnum í formi skóla eða
heilsureksturs þar eð af öðrum
rekstri á staðnum gæti ekki orðið
nema í formi hliðarrekstur við vel
grundvallaðan aðalrekstur.
KÖLLUN SAFNAÐARINS
Það var mál manna í starfs-
hópnum að framtíðaráform Hlíðar-
dalsskóla hljóti að teljast afar stefnu-
markandi fyrir allt safnaðarstarf
aðventista. Á hverjum tíma þarf
söfnuðurinn að beina kröftum
sínum að því sem hann telur sig best
færan um að gera svo framarlega
sem slíkt samræmist köllun hans.
Því þarf að hlúa að því sem vel er
gert en sníða visnu greinarnar af.
Einnig ber að hafa í huga að mikil-
vægt er að reisn þarf að ríkja yfir
þeirri starfsemi sem rekin er að
Hlíðardalsskóla. Skólinn hefur frá
upphafi verið einn af máttar-
stólpum starfs safnaðarins og á
aðeins skilið það besta.
C. ALMENNAR UMRÆÐUR Á
SAFNAÐARFUNDI
Eins og áður sagði var fundar-
mönnum skipt í starfshópa eftir
kynningu Magnúsar og ræddu 2
hópar um mögulegan áfram-
haldandi skólarekstur og aðrir 2
hópar um mögulegan heilsurekstur
að Hlíðardalsskóla.
SKÓLAREKSTUR
Helstu athugasemdir úr hópum
um áframhaldandi skólastarf féllu á
þá leið að menn töldu fýsilegasta
kostinn að halda áfram grunnskóla-
starfi að Hlíðardalsskóla líkt og verið
hefur. En til að svo mætti verða þarf
aukinn mannafla á staðinn í takt við
„þjónustu þyngdina" á hverjum
tíma. Þetta útheimtir frekari framlög
ríkisins til reksturs skólans. Að sama
skapi sáu menn ekki Ijós í annars
konar skólarekstri að Hlíðardals-
skóla hvort heldur var Lýðskóli eða
Biblíuskóli. Varðandi lýðskóla
hugmyndina bentu menn á
óheppilega reynslu á slíkum rekstri í
Skálholti sem var lokað vegna
hegðunarvanda nemendanna.
Einnig sáu menn fyrir sér
„hugsjónarekstur" í samstarfi við
Lýðskólafélag Odds Albertssonar.
Sterk varnaðarorð heyrðust
einnig vegna Biblíuskólamögu-
leikans, það dæmi hefði aldrei
heppnast í tengslum við Tyrifjord
Skólann. Ekki þótti mönnum heldur
koma til greina að íhuga sölu á
eignum staðarins. Menn töldu að
næstu skref ættu að vera að stillt yrði
upp valkostum fyrir ríkisvaldið með
því að leggja fram rekstarmódel sem
tilboð í samningaviðræðum.
HEILSUREKSTUR
I hópum sem ræddu um mögu-
lega heilsustofnun að Hlíðardals-
skóla komu eftirfarandi atriði fram:
Það er greinilegt að allt sem
viðkemur heilsu hefur mikinn með-
byr í þjóðfélaginu í dag. En samt
verður að hafa í huga að við rekstur
slíkrar stofnunar þyrfti sérmenntað
starfsfólk sem leiðir til þess að
reksturinn er viðamikill og dýr. Á
öðrum heilsustofnunum safnað-
arins svo sem Weimar í Banda-
ríkjunum, Roundelwood í Skotlandi
eða Fredheim í Noregi er tekið við
sjúklingum í meðferð sem að ekki
þarfnast mjög mikillar að-
hlynningar - svo sem megrunarmeð-
ferð, streitustjórnun, áform gegn
reykingum, og ýmiss konar endur-
hæfingu af sjúkraþjálfurum. Mikil
áhersla er lögð á mataræði,
hreyfingu og margs konar fræðslu
um lífsstíl.
Nefnt var að viðhaldsmenn frá
Heilsustofnun NLFI í Hveragerði og
arkitekt sem starfað hefur fyrir þá
stofnun skoðuðu Hlíðardalsskóla
með heilsurekstur í huga og fundu
margt jákvætt við staðinn, svo sem
sundlaug, leikfimisal, heitt vatn,
staðsetning í sveit, möguleika á
lagningu göngustíga um svæðið.
Jafnvel stærð herbergja á staðnum er
ásættanleg.
Það þótti brýnt að slíkur rekstur
Hlíðardalsskóla yrði í formi sjálfs-
eignarstofnunar og rekin fullkom-
lega í anda ráðlegginga systur
White.
Einnig var bent á að safnaðarmeð-
limir þyrftu að hlúa betur að
staðnum. Frammi væru rangar hug-
myndir um ásigkomulag staðarins
og kveða þyrfti niður neikvæða um-
fjöllum sem uppi væri meðal
safnaðarmeðlima. Stofnun hollvina-
félags til þess að styðja við starfsemi
staðarins gæti snúið vörn í sókn
hvað þetta snertir.
Við rekstur slíkrar stofnunar að
Hlíðardalsskóla þótti brýnt að eiga
samstarf við heilsustofnanir safnað-
arins sem nefndar eru hér að ofan til
að njóta aðstoðar og reynslu þeirra.
Einnig var bent á nauðsyn þess að
kynna mögulegt heilsustarf á
Hlíðardalsskóla á meðal einkaaðila
erlendis sem kynnu að óska að
styðja þess konar framtak fjárhags-
lega.
Að lokum voru skilaboð til starfs-
nefndarmanna að halda áfram að
kanna þessa hluti og afla frekari
upplýsinga um heilsurekstur sem
þótti mjög áhugavekjandi.
NIÐURLA GSORÐ
Skilaboð þessa almenna safnaðarf-
undar til starfshópsins voru því þau
að vinna bæri áfram við að afla upp-
lýsinga um mögulegan rekstur á
Hlíðardalsskóla bæði á sviði grunn-
skóla og hvað snertir heilsurekstur.
Áhugi fundarmanna á framtíðarör-
lögum Hlíðardalsskóla og frjóar
hugmyndir voru starfshópnum afar
dýrmætar og mikil hvatning til
áframhaldandi starfs.
Starfshópurinn mun nú leita allra
18
AðventFréttir 5,1995