Aðventfréttir - 01.01.2004, Síða 6
AÐVENTFRETTIR
ÞJÓÐLENDULÖG
VEITA EKKI HEIMILD
TIL AÐ SVIPTA
MENN EIGN SINNI,
HVORKI
EIGNARLÖNDUM
NÉ ÖÐRUM
RÉTTINDUM.
...Kröfur ríkissins um þjóðlendur í Ölfusi
selnni tíma samningum og
þinglýstum gjörningum.
Þeir sem kunnugir eru
staðháttum taka eftir að
þessi texti lýsir ekki
landamerkjum lengra en í
Sanddali (eftir Lönguhlíð í
Sanddali). Þar fyrir
norðan er greinilega látið
nœgja að nefna nokkur
mikilvœg kennileiti
svœðisins svo sem Laka
(sem er gígaröð fyrir
austan Stóra-Meitil og milli
hans og Hellisheiðar) og
Reykjafell (sem er upp af
Skíðaskálanum í
Hveradölum). Hér er ekki
verið að nefna punkta sem
tilgreina má sem
landamerki en þó er gefið
til kynna að Hjalli eigi
kröfu á landi lengra
norður en sem nemur
Sanddölum. Þess er ekki
getið hvar mörkin ganga
nákvœmlega. Þau gcetu
því rétt eins hafa verið í
toppi Lambafells í
tilteknum tíma eins og
annars staðar.
Varakröfulína
Kröfuhafar gera sér grein
fyrir þessu og segja á bls.
1 4: "Orðalagið vekur
furðu, ef með þessu sé
verið að lýsa mörkum
jarðarinnar til Reykjafells
(þ.e. því Reykjafelli, sem
er upp af Skíðaskálanum í
Hveradölum,) því Laki er
nœr Hjalla og vœri varla
þörf að nefna hann ef svo
hefði verið.” I Ijósi þessa
er varakrafa sett fram af
hálfu ríkisins svo hljóðandi
(sjá bls. 21):
Varakröfulínur: Gerð er
varakrafa með línu úr
Rauðhól í Lambafell og
þaðan í Reykjafell.
Varakröfulínan Lambafell í
Reykjafell er í samrœmi
við landamerkjabréf
Hjallatorfunnar og er
varakröfulínan sett fram,
ef lýsing óbyggðamarka
Hjalla samkvœmt
máldaganum 1400er
vikið til hliðar.”
Hœpin krafa?
Umrœdd aðalkrafa virðist
því ekki vel rökstudd. Enn
frekar gcetu rökin talist
hœpin í Ijósi eftirtalinna
atriða: 1. Núverandi
landamerki eru byggð á
þinglýstu
landamerkjabréfi frá
1 889 sem hafa aldrei
áður verið véfengd. Þess
má geta að þessi
landamerki voru
endurtilgreind og merkt
með GPS punktum fyrir
nokkrum árum og
samþykkt af öllum aðilum.
2. Landið hefur verið nýtt
af eigendum til beitar og
malarnáms um áraraðir
sem hafa greitt af því
skatta og skyldur. 3. Frá
fornu fari stunduðu
Þorlákshafnarbœndur
selbúskap innan
landamerkja
Breiðabólstaðar á því
landsvceði sem
Óbyggðanefnd gerir nú
kröfu til, í skiptum fyrir
skipsuppsátri
Breiðabólstaðabóndans í
Þorlákshöfn. Af þessu má
ráða að eigandi
jarðarinnar hefur getað
bannað öðrum aðilum
afnot af landinu sem er
órœk sönnun þess að um
eignarland sé að rœða.
I Ijósi ofangreindra atriða
virðist sem krafa
Óbyggðanefndar gangi
lengra en þjóðlendulög
veita heimild til en á
heimasíðu
Óbyggðanefndar segir:
"Þjóðlendulög veita ekki
heimild til að svipta menn
eign sinni, hvorki
eignarlöndum né öðrum
réttindum. Lögin lýsa
íslenska ríkið einvörðungu
eiganda landsvceða utan
eignarlanda og þeirra
réttinda á þessum svceðum
sem ekki eru háð
einkaeignarrétti.”
Aðstoð löamanna
Þessu máli er nú fylgt eftir
fyrir hönd kirkjunnar af
lögfróðum aðilum
(Lögmenn Suðurlandi) sem
bera fram skýra kröfu af
hálfu kirkjunnar um að
aðalkrafa ríkisins um mörk
þjóðlenda á umrceddu
svceði verði látin niður
Innsent bréf frá
Önnu K.
Carvalho í
Brasilíu
Þann 25. október 2003
létu tveir unglingar frá
Sweet Home skírast í kirkju
Sjöunda dags aðventista í
borginni Atibaia í Brasilíu.
Þau heita María de
Fatima og Wellington
Silva Santos.
Enn einu sinni vil ég svo
láta þakklceti mitt í Ijós til
allra á Islandi sem halda
uppi þessu starfi okkar
með munaðarlausu börnin.
Gjafir ykkar eru
ómetanlegar.
Megi góður Guð blessa
ykkur ríkulega.
Anna K. Carvalho
Blaðsíða 6