Aðventfréttir - 01.01.2004, Qupperneq 12

Aðventfréttir - 01.01.2004, Qupperneq 12
AÐVENTFRETTIR Skátavígsla Laugardaginn fyrsta maí var skátavígsla hjá Aðventskátum og Ævintýraklúbbinum. Vígslan var í kirkjunni í Hafnarfirði. Mœting var góð hjá skátum, foreldrum og aðstandendum. Krakkarnir tóku virkan þátt í vígslunni með söng, upplestri, tóku upp gjafir og voru með bœnir. Einnig rifjuðum við upp með myndum og frásögnum það helsta sem við gerðum í vetur. Við afhentum nálar, dugnaðarmerki, mœtingarverðlaun og vinarverðlaun. Þökkum fyrir skemmtilegan vetur og hlökkum til að hitta ykkur aftur í sumar og nœsta haust. Foringjar Skátamót í Bo Laugardaginn 29. maí lagði fríður 33 manna hópur af stað á skátamót. Ferðinni var heitið að Klambrakoti 1 í Borgarfirði en það er sumarbústaður í eigu tengdafjölskyldu Rutar Jónsdóttur. Komið var á staðinn um kl. 17.00 í 20°C hita og var veðrið þannig alia helgina. Veðurblíðan kom svo sem ekkert á óvart því mikið hafði verið beðið fyrir þessari ferð. Farið var í gönguferðir, fjársjóðsleit, sígið í klettum með aðstoð Birgis, spilað blak fram eftir kvöldi, farið í sveitasund í Reykjadal í Dölunum, gengið á Grábrók og farið að Glanna. Varðeldur var á hverju kvöldi en þar var sungið, lesið í Biblíunni, spjallað, beðið og bakað. Eric og Laila komu í heimsókn með andlegan boðskap og þökkum við þeim kœrlega fyrir. Krakkarnir stóðu sig sem best var á kosið og vináttan styrktist með hverjum deginum. Allir komu vel þreyttir og útiteknir til baka. Við foringjarnir viljum þakka fyrir frábœrt mót. Það sem er framundan: Við viljum minna á að Aðventskátarnir verða með sölutjald á 17. júní og vonumst við til að sem flestir sjái sér fœrt að heimsœkja okkur þar. Góður hópur fer á skátamót til Irlands í lok júlí. Skátafundir hefjast aftur þann 1 9. september. rgarfiroi um hvítasunnuna Þökkum kœrlega góðan stuðning. Blaðsíða 1 2

x

Aðventfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.