Aðventfréttir - 01.01.2004, Síða 13
Æskulýðshelgi með Willy Aronsen
Willy Aronsen,
œskulýðsleiðtogi
Norðmanna, sótti okkur
heim helgina 21.-23. maí.
Hann prédikaði á
hvíldardeginum í
Hafnarfirði. A eftir
samkomuna og veglegan
lukkupott var svo haldið til
Þingvalla en þar arkaði
unga fólkið um þrótt fyrir
nokkra rigningu. Þegar
mannskapurinn var um það
bil að rigna niður var
afróðið að leita skjóls í
sumarbústaðnum hjó
Boggu og Jóni nœrri
Laugarvatni. Þar áttum við
góða stund saman. Þrátt
fyrir rigninguna gerðu
Birgir og Andri sér lítið
fyrir og grilluðu ofan í
hungraða ferðalangana.
Þegar búið var að fóðra
magann talaði Willy til
okkar um mikilvœgi þess
að fylgja frelsara okkar,
auk þess sem að hann
stjórnaði fjöldasöng.
Á sunnudagsmorgninum
hitti Willy svo
skátaforingja og verðandi
skátaforingja að máli í
Suðurhlíðarskóla og
miðlaði af þeirri miklu
reynslu sem hann hefur á
því sviði.
Freyja, Katrín og Kristján
fylgjast vel með hugleiðingu
Willy frá svefnloftinu!
Skíðaferðalagið 2004
Á skíðum á Siglufirði með Paul Tompkins frá Stór- Evrópudeildinni. Frá vinstri: Birgir, Hlynur,
Gyða, Auðbergur, Karl, Laura (dóttir Pauls), Doville, Paul og Gavin.
Blaðsíða 1 3