Aðventfréttir - 01.03.2009, Blaðsíða 2
Efni Aðventfrétta að þessu sinni er
hinir síðustu tímar. Ég er oft spurður
þessa dagana: Er koma Krists ekki
mjög nálæg nú? Er það sem við
sjáum gerast í samtímanum ekki
augljós tákn endurkomunnar sem við
finnum skráð í Orði Guðs? í uppvexti
mínum minnist ég þess að meira var
talað í kirkjunni um endurkomu Krists
þá en nú seinni árin. En þau tákn
sem mönnum var starsýnt á þá voru
styrjaldirnar og kjarnorkuváin - sem
eðlilegt var vegna kalda stríðsins,
náttúruhamfarirnar og þær hör-
mungar sem koma munu yfir
heiminn.
En á okkar tímum hafa önnur tákn
endalokanna fengið nýtt vægi: Ásig-
komulag mannshjartans sem leiðir til
siðferðishruns. Við höfum séð
hvernig viðhorf sem eru í hrópandi
andstöðu við meginreglur Guðs hafa
rutt sértil rúms innan okkar litla þjóð-
félags og um heim allan. Þegar við
sjáum þá spillingu og siðblindu sem
gripið hefur um sig fá orð Jesú nýtt
vægi þar sem hann segir: „Vegna
þess að lögleysi magnast mun
kærleikur flestra kólna" (Mt 24.12).
Páll tekur undir þetta: „Á síðustu
dögum munu koma örðugar tíðir.
Menn verða sérgóðir, fégjarnir, raup-
samir, hrokafullir, illmálgir, óhlýðnir
foreldrum, vanþakklátir, guðlausir,
kærleikslausir, ósáttfúsir, rógberandi,
taumlausir, grimmir og andsnúnir öllu
góðu, sviksamir, framhleypnir,
drambsamir og elska munaðarlífið
meira en Guð. Þeir hafa á sér yfir-
skin guðhræðslunnar en afneita
krafti hennar“ (2Tm 3.1-5).
Þetta er rót þess vanda sem leiðir til
frekari hnignunar samskipta manna
á meðal og á sviði alþjóðlegra sam-
skipta: „Þér munuð spyrja hernað og
ófriðartíðindi." „Þjóð mun rísa gegn
þjóð og ríki gegn ríki“ (Mt 24.6,7).
En einnig náttúran talar sínu máli:
„Þá verður hungur og landskjálftar á
ýmsum stöðum" (Mt 24.7). „Tákn
munu verða á sólu, tungli og
stjörnum.“ „Kraftar himnanna munu
riðlast" (Lk 21.25, 26). Og af þessu
öllu leiðir að ótti og kvíði mun aukast:
„Angist þjóða, ráðalausra við dunur
hafs og brimgný. Menn munu falla í
öngvit af ótta og kvíða“ (Lk 21.25,
26).
En þegar allt virðist glatað að mann-
legum skilningi er sigur búin þeim
sem Guði treysta: „Sá sem
staðfastur er allt til enda verður
hólpinn" (Mt.24.13). Boðun orðs
Guðs mun eflast: „Fagnaðarerindið
um ríkið verður prédikað um alla
heimsbyggðina til þess að allar þjóðir
fái að heyra það. Og þá mun endi-
rinn koma“ (Mt 24.13, 14). Loks mun
lokasigur ríkis Guðs birtast öllum
mönnum, sem Daníel talar um: „Á
dögum þessara konunga mun Guð
himnanna magna upp ríki sem aldrei
mun hrynja og ekki verða selt annarri
þjóð í hendur. Það mun eyða öllum
þessum ríkjum og gera þau að engu
en standa sjálft að eilífu. Það er
steinninn sem þú sást losna úr
fjallinu, án þess að nokkur manns-
hönd kæmi nærri, og mölvaði jafnt
járn sem eir, leir, silfur og gull“ (Dn
2.44, 45). Því að framtíðarörlög
heimsins eru í Guðs hendi en ekki
óvinarins: „Réttur verður settur . . .
og konungsveldi, vald og tign allra
konungsríkja undir himninum verður
fengið hinum heilögu Hins æðsta.
Konungdæmi þeirra verður eilíft
konungdæmi og því munu öll ríki
þjóna og hlýða" (Dn 7.26, 27).
Já, hin mikla björgun Guðs er fram-
undan: „Míkael, leiðtoginn mikli, sem
verndar syni þjóðar þinnar, mun þá
birtast. . . . Á þeim tíma mun þjóð þín
bjargast, allir þeir sem skráðir eru í
bókinni. Margir þeirra sem hvíla í
dufti jarðar munu upp vakna, sumir til
eilífs lífs, aðrir til lasts og ævarandi
smánar. Hinir vitru munu skína eins
og björt himinhvelfing og þeir sem
beina mörgum til réttlætis verða sem
stjörnur um aldur og ævi“ (Dn 12.1-
3).
Hvernig má takast á við fréttirnar
sem við heyrum daglega í fjöl-
miðlum? Þessi heimur er haldin
sjúkdómi sem mun leiða hann til
dauða og einkennin eru sífellt að
koma betur í Ijós. En i stað þess að
fyllast vonleysi og kvíða segir Jesús
að þetta sér í raun tími til að fyllast
gleði: „Réttið úr yður og berið
höfuðið hátt því að lausn yðar er í
nánd“ (Lk 21.28). Allt eru þetta vor-
merki sem gera vart við sig kringum
okkur: „Gætið að fíkjutrénu og öðrum
trjám. Þegar þér sjáið þau farin að
bruma, þá vitið þér af sjálfum yður
að sumarið er í nánd. Eins skuluð
þér vita, þegar þér sjáið þetta verða,
að Guðs ríki er í nánd" (Lk 21.29-
31).
Er koma Krists mjög nálæg nú? Er
það sem við sjáum gerast í sam-
tímanum augljós tákn endurko-
munnar? Kristur minnir okkur á að
enginn þekki daginn né stundina
nema faðirinn einn. En örvænting
nútímans örvar svo sannarlega þrá
Aðventfréttir
71. ÁRG. - 8. T B L . 2008
Útgefandi
KIRKJA SJÖUNDA DAGS AÐVENTISTA A ÍSLANDI
Suðurhlið 36
105 R e y k j a v i k
Simi: 588- 7800
Fax: 588-7808
sda@adventistar.is
Ritstjóri &
Ábyrgbarmaður:
£ ri c Guðmundsson
Sérstakar þakkir til:
AÐALBJARGAR ELLERTSDÓTTUR , ÖNNU K JARTANSDÓTTUR,
Chao og Fadia Kreuzer, Manfred Lamke, Steinunnar
T HEODÓRSDÓTTUR OG RÖSU TEITSDÓTTUR FYRIR EFNI í
B L AÐIÐ .
Adrian Lopez, Editar VÉMUNDSDÓTTUR, ÍRISI ALBERTSDÓT-
TUR, STEINUNNAR T h e o d ó r s d ó t t u r og Tomasi Vaiciulis
FYRIR MYNDIR í BLABIÐ
AÐVENTFRÉTTIR • MARS 2009