Aðventfréttir - 01.03.2009, Síða 4
Vonarboðskapur
Aðventkirkjunnar
Frá Manfred Lamke
Newbold College, England
Aðventkirkjan hefur frá upphafi verið
áhugasöm um endalokin. Kirkjan
byggir mikió af sínum kenningum á
arfleifö William Miller sem stundaði
rannsóknir á spádómum um endalokin
af einstöku kappi. Þegar ég var
kennaranemi í Sviss fyrir allmörgum
árum, þurftum við að læra um aðrar
mismunandi kirkjur og helstu kenn-
ingar þeirra. Tilgangurinn var sá að við
sem kennarar værum undirbúin að taka
á móti börnum frá mismunandi
söfnuðum og gætu þar af leiðandi haft
sérstakar þarfir i skóla. A þessum tíma
vissi ég ekki neitt um Aðventkirkjuna
og tilheyrði „evangelísku-
mótmælendakirkjunni".
Ég man alveg hvernig mér leið þegar
ég las um kirkjurnar sem voru kallaðar
„apokalyptiskar“ (þ.e. þær miðuðu við
að heimurinn eins og hann er nú myndi
enda). Ég skildi ekki hvernig trúað fólk
gat verið með endalok heimsins „á
heilanum“ og byggt alla sína trú á
þeirri staðreynd. Minn Guð talaði um
góðmennsku, fegurð og leyndardóma
lífsins, en ekki um dóm og endalok.
Hins vegar verð ég að viðurkenna að
margt sem ég sá þá í heiminum passaði
ekki við þessa guðsmynd sem ég hafði
og mér þótti það óþægilegt.
Síðan eru mörg ár liðin og nú finn ég
sjálfan mig í Aðventkirkjunni og í
meistaranámi í guðfræði ásamt Þóru,
konu minni! Við sitjum hér á bóka-
safninu dag efltir dag, njótum hverrar
stundar og þökkum Guði fyrir þetta
ómetanlega tækifæri sem okkur hefur
verið gefíð.
Hefur þá guðsmynd mín breyst síðan í
gamla daga? Hvað er það sem sann-
færði mig um að Aðventkirkjan er mín
kirkja? Að sjálfsögðu hef ég lesið og
lært um spádómana miklu í Daníel og
Opinberunarbókinni og lesið Deihma
miklu. Ég geri mér grein fyrir því að
minn skilningur á hlutum er tak-
markaður og háður því sem Guð
ákveður að skammta mér hverju sinni.
En samkvæmt því sem ég skil í dag, er
ég sannfærður um að boðskapur
kirkjunnar okkar um endalokin er réttur
og ég trúi því að Ritningin og margt
sem við sjáum gerast í heiminum í dag
beri skýr vitni um það.
Hvað þá með guðsmyndina? Já, ég
vona svo sannarlega að guðsmynd mín
hafi breyst, og ég vona að hún eigi eftir
að vaxa og þroskast svo lengi sem ég
lifi. Að vera kristinn er að mínu mati að
vera á ferðalagi, en ekki að vera á
áfangastað. Að vera kristinn er að leita
sannleikans.
Samt finn ég með mér að guðsmyndin
sem ég hafði var í grunninn ekki röng.
Ennþá talar Guð til mín um
góðmennsku, fegurð og leyndardóma
lífsins. I dag frnnst mér samt að ég
skilji betur hvernig allt var fullkomið í
upphafi, en fór úrskeiðis vegna þess að
maðurinn valdi rangt í Paradís (1. Mó-
sebók 3. kafli). Allt í þessum heimi er
undir skugga syndarinnar og dauðans.
En Guð lætur þetta ekki afskiptalaust.
Við lesum í fyrstu Mósebók 15. kafla
hvernig hann lofar Abraham að af hans
ætt myndi lausn vanda syndarinnar
koma. Þetta loforð stendur enn. Koma
Jesú Krists ber vott um það. En sögunni
er ekki lokið. Ef við lesum bréf Páls
postula, þá er undravert hversu oft hann
vitnar í Abraham og sáttmálann sem
Guð gerði við hann. Þessi sáttmáli, að
Guð muni koma heiminum aflur í rétt
horf, stendur og við bíðum eftirvænt-
ingarfull effir því.
Við erum í sömu sporum og Davíð
þegar hann skrifaði 89. sálminn. Lesum
hann. Við vitum af loforði Guðs, en við
vitum að við erum öldungis ekki að lifa
samkvæmt vilja Guðs. Þetta kennir
okkur auðmýkt, vegna þess að við
skiljum að við, ásamt Davíð (Sálmur
51) og Páli (Rómverjabréfið 7.15-25)
og öllu mannkyninu, erum ófullkomin
og getum ekki lifað samkvæmt vilja
Guðs. Að sjálfsögðu reynum við að
gera okkar besta. Við erum nú einu
sinni börn Guðs og okkar líf hlýtur að
endurspegla það, en aldrei fullkomlega.
Dag einn munu hlutirnir þó breytast.
Dag einn verður ekki til nein synd. Dag
einn munu vonir okkar um réttlæti
rætast. Paradís á ný.
Þessa von las ég út úr boðskap
Aðventkirkjunnar. Áður fyrr skildi ég
ekki hvernig hið góða sem ég fann
koma frá Guði passaði saman við
illskuna sem ég sá í heiminum. En
loforðið um endalokin, sem Abraham
fékk frá Guði, og sem er endurtekið
margsinnis í Biblíunni, gaf mér svör.
Núna veit ég hver tilgangurinn er með
endurkomunni. Hann er ekki að
eyðileggja heiminn, eins og ég hélt í
fyrstu. Þetta verður ekki dagur reiði,
heldur dagur gleði og uppfylltra
loforða. Jú, hið illa og hinn illi munu
ekki gleðjast, en við sem höfum glímt
við syndina, þjáðst af henni, og iðrast,
við verðum endurleyst.
ísland er öldungis í stórsjó um þessar
mundir. Við höfum orðið vör við
mikinn samhug hér í Englandi. Ég hef
undir höndum óútfyllta ávísun frá
góðum vini sem ég má nota hvenær
sem er ef fjárhagsástand fjölskyldunnar
krefðist þess. Guði sé lof fyrir það að
við höfum ekki þurft að nota ávísunina.
En traustið og vinskapurinn sem okkur
hefur verið sýndur með þessu vekur hjá
mér djúpa tilfinningu sem er erfið að
lýsa. Ef til vill er grátur það sem kemst
næst því að lýsa henni.
Fyrir mér er þessi ávísun ekki bara
vinargreiði, heldur vitnisburður. Ekki
misskilja mig þannig að ég haldi að við
ættum nú að ganga um og dreifa óút-
fýlltum ávísunum, það eru til fleiri
leiðir.
Talandi um að dreifa, þá minnir það
mig á að nýlega var bæklingi dreift til
allra heimila á íslandi með heitinu
Baráttan bak við tjöldin. Efhi bæk-
lingsins er okkur Aðventistum vel
kunnugt, boðskapur englanna þriggja
úr fjórtánda kafla Opinberunar-
bókarinnar. Venjulega finnum við
höfund bóka ásamt fleiri upplýsingum
um uppruna og tilurð hennar á fyrstu
síðum, en hér koma nöfnin Bente og
Abel Struksnes fram sem eins konar
kveðja eða undirskrift í lokin. í bæk-
lingnum er ekki að finna neinar
ábendingar um kirkju eða samtök, því
hlýtur undirritað fólk að vera eitt ábyrgt
I AÐVENTFRÉTTIR • MARS 2009