Aðventfréttir - 01.03.2009, Síða 15
Guðbjörg María á skíðum í í'yrsta sinn
Svipmyndir frá barnastarfi
kirkjunnar og Suðurhlíðarskóla
Kakótími með skólastjóranum
Álfheiður og Þura þreyttar eftir
skíðaferð
Á skíðum skemmti ég mér
Skíðaferð Suðurhlíðarskóla í Skólafell
Nemendur Suðurhlíðarskóla voru glaðir að fá frí í skólanum og mega skella sér á skíði. Það
var nokkuð kalt í fjallinu en þau létu það ekkert á sig fá. Þau vermdu sér bara í sólinni og með
heitu kakói. Starfsfólkið í skálanum var sérstaklega ánægt með hópinn því þau gengu svo vel
um og voru kurteis, hress og kát. Þrefalt húrra fyrir þeim! Húrra, Húrra, Húrra!
Bryndis Mjöll og Aðalbjörg
»’ J
Leikjakvöld í Loftsalnum í Hafnarfirði
Jón Steinar, Emma og Álfheiður í snjónum Glaðbeittir drengir að vinna ritun
Líffrœðitími í
Suðurhlíðarskóla
Grœnilundur
Suðurhlíðarskóli er staðsettur við Fossvoginn og er
umhverfi skólans mjög fjölbreytt. Stutt er að fara í
fjöru, skóg og móa. Kennarar notfæra sér þetta
návígi við náttúruna til að gera kennslu í hinum
ýmsu greinum meira lifandi. Virðing við náttúruna
er höfð að leiðarljósi og nemendum kennt mikil-
vægi þess að axla ábyrgð á umhverfisvernd.
Fjaran, sem er steinsnar frá skólanum, er gjarnan
nýtt sem útikennslustofa þar sem t.d. náttúrufræði
verður áþreifanlega raunveruleg. Rétt hjá skólanum
er “Grænilundur”, sem er svæði í eigu Reykja-
víkurborgar sem Suðurhlíðarskóli hefur tekið í
fóstur. I Grænalundi fá nemendur tækifæri til að
kynnast trjárækt með eigin höndum og hjörtum. Að
nota hendurnar er ekki síður mikilvægt en það að nota hugann og á vorin
setja nemendur niður kartöflur í Grænalundi. Þau fá síðan að njóta þeirrar
einstöku upplifunar sem felst í því að neyta eigin uppskeru í mötuneyti
skólans á haustin. Búið er að smíða bekki í útiskólastofuna þar sem unnin
eru ýmis skemmtileg verkefni sem auðga og efla námið. Einnig er stefnt að
því að smíða borð.
Grænilundur að vetri til
Ragga og Marel steikja pönnukökur í
Grænalundi
AÐVENTFRÉTTIR • MARS 2009~|