Aðventfréttir - 01.03.2009, Qupperneq 16

Aðventfréttir - 01.03.2009, Qupperneq 16
Minning Cjyða TfiorocCcCsen F. 8. september 1920 D. 27. nóvember 2008 Gyða Thoroddsen fæddist í Vancouver, British Coloumbia 8. sept. 1920. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Akureyrar 27. nóvember 2008. Foreldrar hennar voru Þorvaldur Skúlason Thoroddsen og Hólmfríður Aradóttir. Þau voru bæði Vestur-íslendingar og kynntust vestan hafs. Þorvaldur faðir hennar fæddist á Bessastöðum og var einn margra í systkinahópi Skúla Thoroddsen og Theodóru Thoroddsen, en Hólmfríður var ættuð úr Grímsnesi, en frændi hennar var Loftur Arason, þekktur lista og hagleiksmaður. Gyða var elst þriggja systra. Eftir- lifandi systur hennar eru báðar ekkjur og búsettar í Bandaríkjunum. Þóra býr í Loma Linda, Kaliforníu og Nanna í Walla Walla, Washington fylki. Gyða ólst upp á heimili foreldra sinna í Powell River í British Coloumbia. Árið 1937 fór hún til Ontario, Kanada og var um skeið hjá Sigurði Arasyni frænda sínum og stundaði píanónám. Árið 1938 flutti fjölskylda Gyðu til íslands en var ekki lengi hérlendis vegna kreppunnar sem þá ríkti og fór því aftur vestur um haf. Gyða varð þó eftir og fór í hjúkrunarskólann í Reykjavík. I Reykjavík kynntist hún verðandi eiginmanni sínum Torfa Maronssyni á stríðsárunum. Torfl hafði komið heim frá námi í sjúkraþjálfun í Noregi, en hafði hugsað sér að fara aftur til Noregs. Dvöl hans ílengdist vegna stríðsástandsins, að sögn, en sennilegri er sagan sem segir að stúlka nokkur haft átt hug hans allan. Torfi og Gyða giftu sig svo árið 1943 og settust að á Akureyri. Árið 1952 fékk Gyða berkla og lagðist ásamt dóttur sinni Ólöfu Regínu á Kristneshæli. sem þá hét, og dvaldi þar í um tvö ár. Árið 1956 flutti svo fjölskyldan fram í Kristnes og bjó Gyða þar allar götur síðan og vann á Kristnesspítala, fyrst sem hjúkrunarfræðingur, en um margra ára skeið sem hjúkrunarforstjóri. Það fór mikið og gott orð af forystu- og stjórnunarhæfileikum hennar. Um leið var hún þjónustulipur. Árið 1990 lét Gyða af störfum en bjó áfram á staðnum. Hún sat aldrei iðju- laus, né lét sér detta í hug að éta letinnar brauð. Til marks um það átti hún stórt gróðurhús, ásamt mat- jurtagarði, auk trjáplantna sem hún hafði gróðursett. Hún bjó yfír miklum listrænum hæfí- leikum. Séra Bolli heitinn Gústafsson í Laufási lét þau orð falla er hann sá verk hennar að hún hefði mikla listræna hæfíleika. Fjöldi vatnslitamynda liggja eftir hana. Margar þeirra prýða veggi heimila, að ógleymdum öllum postulínsvösunum og diskunum sem hún málaði. Hún keypti yfírleitt ekki mörg jólakort heldur sendi mörgum handmáluð kort. Gyða tók þátt í félagsstarfí Zonta klúbbs Akureyrar og síðustu árin tók hún einnig þátt í félagsstarfí aldraðra í Eyjafjarðarsveit. Elst barna Torfa og Gyðu er Þorvaldur, tannlæknir, búsettur í Kaliforníu. Hann og kona hans, Lou Ann, læknir, eiga 3 börn: Orlyn Ingva , Önnu Ragnhildi og Skúla Jón. Næstur er Skúli, einnig tannlæknir. Kona hans er Ella Kristín Jack, hjúkrunarfræðingur, og eiga þau Kristínu Þóru, Gyðu Hlín, Theodóru Mjöll, Ómar Smára og Róbert Jón. Næstur í röðinni er Ómar, sjúkra- þjálfari. Kona hans er Guðrún Sigríður Kristinsdóttir, sérkennari og leikskóla- kennari. Dóttir þeirra er Aníta Þöll, en Ómar á einnig Torfa Pál og Ester Lilju frá fyrra hjónabandi. Yngst er Ólöf Regína Torfadóttir, tannlæknir. Maki hennar er Sigurður Eggert Davíðsson, kennari. Börn þeirra eru Hólmfríður Helga og Guðbrandur Torfí. Gyða átti einnig þrjú langömmubörn. Postulinn Jóhannes „heyrði rödd af hirnni, sem sagði: Rita þú: Sælir eru dánir, þeir sem í Drottni deyja upp frá þessu. Já, segir Andinn, þeir skulu fá hvíld frá erfíði sínu, því að verk þeirra fylgja þeim.“ Ávöxtur huga og handar Gyðu, munu lofa hana um ókomin ár. Það segir einnig í Heilagri Ritningu að ”sú kona, sem óttast Drottin, á hrós skilið.” Guðsótti var andardráttur sálar Gyðu. Þakklæti hennar fyrir frið- þægingardauða Jesú Krists var öllum augljóst sem við hana töluðu. Sjálfs- hrós var aldrei á hennar vörum. Fyrir- gefning og réttlæti Krists var hennar eina vöm og skjöldur í ófullkomnum heimi. Kraftur og tign réttlætis Jesú Krists var klæðnaður hennar, og óhrædd fagnaði hún því komandi degi. í samtölum opnaði hún munninn með speki fagnaðarerindisins, ástúðleg fræðsla var því á tungu hennar. Bjart bros hennar og hlýtt viðmót bar þess glöggan vott að hún hafði numið kærleika í skóla Krists. Blessuð sé minning hennar um aldur og ævi. Björgvin Snorrason Minning (guðný SígurCeíf StefánscCóttír F. 14. febrúar 1918 D. 15. janúar2009 Guðný Sigurleif Stefánsdóttir lést á Landakotsspítala þann 15. janúar. Hún fæddist 14. febrúar 1918 í Geirlandi í Vestmannaeyjum. Foreldrar hennar voru þau hjónin Stefán Vilhjálmsson, | AÐVENTFRÉTTIR • MARS 2009

x

Aðventfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.