Aðventfréttir - 01.03.2009, Qupperneq 17

Aðventfréttir - 01.03.2009, Qupperneq 17
ættaður úr Þykkvabænum og Guðríður Guðmundsdóttir frá Vestmannaeyjum. Stefán stundaði verkamannavinnu en þau bjuggu mest alla sína búskapartíð í Eyjum, en með hléum þó þegar þau bjuggu í lengri eða skemmri tíma annars staðar. Þannig voru þau í ein tvö sumur fyrir norðan á Siglufirði þar sem Stefán var á síld. Einnig bjuggu þau um tíma í Flóanum og á Stokkseyri. Seinu- stu hjúskaparárin bjuggu þau í Reykja- vík. Sigurleif var elst í systkinahópnum en þau voru, auk hennar, Olafur, fæddur 1919, en hann lést 29. feb. 2000, Þor- steinn, fæddur 1921, en hann lést af slysförum 1951, Regína, fædd 1923, búsett í Bandaríkjunum, Kristín, fædd 1925, búsett hér í Reykjavík, Ásta fædd 1927 einnig búsett í Reykjavík og loks Vilhjálmur, fæddur 1931 búsettur í Vestmannaeyjum. Auk þess fæddust þeim hjónum tvö börn sem dóu mjög ung. Árið 1925 sameinuðust þau hjónin Stefán og Guðríður Aðventsöfnuðinum í Vestmannaeyjum þegar þau tóku þátt í annarri skírninni sem Olsen fram- kvæmdi í Eyjum, eða þann 4. apríl það ár, og stunduðu söfnuðinn upp frá því og börnin gengu öll í safnaðarskólann og nutu kennslu Sigfúsar Hallgríms- sonar eftir stofnun skólans 1928. Sigurleif ólst upp í heimahúsum og tók virkann þátt í safnaðarlífi Aðvent- safnaðarins. Árið 1934, þá 16 ára, tók hún skírn og sameinaðist formlega söfnuðinum. Um fjórum árum síðar fór hún til Danmerkur og vann í um eitt ár á Skodsborgarhælinu. Frá þeirri dvöl átti hún ætíð hinar Ijúfustu minningar. Um sumarið kom bróðir hennar Ólafur út til hennar og þau voru saman á Skodsborg fram á haustið og skyggði það ekki á gleðina. Þau komu heim saman skömmu áður en stríðið skall á. Skömmu eftir heimkomuna kynntist Sigurleif Vémundi Jónssyni, sem var sonur Jóns Jónssonar á Hlíðarenda í Ölfusi og konu hans Þorbjargar Svein- bjarnardóttur frá Hjálmholti í Flóa. Þau felldu hugi saman og giftust í júní 1944, lýðveldisárið og stofnuðu heimili við Vesturveg 34 í Vestmannaeyjum. Vémundur stundaði sjómennsku á þeim tíma en síðar vann hann á netaverk- stæði Reykdals Jónssonar og sem leigubílsstjóri. Hann sameinaðist Aðventsöfnuðinum 15. október 1949. Þau eignuðust tvö börn, Edith, 1942, sem er sjúkraliði. Hún er ógift og býr í Reykjavík, og Jón, kvæntur Shirley og þau búa í New York fylki í Band- ríkjunum þar sem hann rekur trésmíða- fyrirtæki. Þau eiga þrjár fósturdætur, Amy, Shelli og Sheri. Fjölskyldan bjó í Vestmannaeyjum til ársins 1957 er þau fluttu til Banda- ríkjanna og settust að í Ohio fylki ná- lægt borginni Cleveland. Vémundur tók ýmis störf í upphafi en síðar varð hann sjálfstætt starfandi trésmiður. Sigurleif starfaði einnig utan heimilisins, á veitingastað um tíma og sinnti síðar húshjálp. Segja má að þau hjónin hafi dvalist í Bandaríkjunum meira eða minna óslitið allt til ársins 1980 er þau komu alkomin heim. Þau komu þó heim 1965 en fóru aftur 1966 en skildu Edith eftir hér heima þar eð henni líkaði Island betur. Aftur komu þau heim 1977 en fóru aftur út og þá til vesturstrandar Banda- ríkjanna, til Seattle borgar. Eftir heim- komuna 1980 sem orsakaðist af al- varlegum veikindum Vémundar, settust þau að í Eskihlíð 14 og bjuggu þar upp frá því. Vémundur lést árið 1984 og þá flutti Edith til móður sinnar í Eski- hlíðina. Þær voru mjög samrýmdar, mæðgurnar og naut Sigurleif naut þess að hafa dóttur sína sér við hlið. Sigurleif átti sér áhugaefni sem var þýðingar úr ensku sem hún leysti vel af hendi. Ófáar eru þær greinar, sögur og bænavikulestrar sem hún hefúr þýtt fyrir safnaðarblöðin svo sem Innsýn, Bræðrabandið og Aðventfréttir. Út hafa komið frásagnir, sem hún þýddi, í lítilli bók sem hún naut aðstoðar Lilju Sigurðardóttur við útgáfu. Söngelsk var Sigga mjög. Sem ung söng hún í kórum og sönghópum í Vestmannaeyjum og söng líka tvísöng með annarri stúlku, en þá var afar virkt félagsstarf í söfnuðinum. Þegar heim var komið frá Bandaríkjunum var hún fastur þátttakandi í kórnum í kirkjunni hér. Ávallt reiðubúin, boðin og búin, að vera með. Ófáar eru þær jarðarfarir og aðrar athafnir sem hún söng við. Sigga var náttúruunnandi og var alltaf létt á fæti. Hún hafði mikla unun af ferðalögum og var alltaf til í að skjótast út úr bænum upp í Heiðmörk eða á ein- hvern annan fallegan stað í nágrenninu með dóttur sinni. Eða þá í lengri ferðir um landið sem var í raun árlegur viðburður á meðan heilsan leyfði. Edi- th er minnistæð ferð í Skaftafell þar sem þær gengu um og skoðuðu fegurð náttúrunnar saman. Seinni árin kom unun hennar á náttúrinni og því fagra í ljós í því að hún sökkti sér niður við að safna myndum af dýrum og börnum í albúm og undi sér vel við að skapa þannig eitthvað fallegt. Þær mæðgur áttu afar fallegt, snyrtilegt en þó látlaust heimili sem ber vott um innri fegurð. Einnig bar gjafmildi Siggu vott um hennar innri mann en hún mátti ekkert aumt sjá og var ávallt reiðubúin að leggja góðum málefnum lið með rausnarlegu framlagi þrátt fyrir lítil efni. Sigurleif var lögð inn á Landspítalann í sept. 2008. Síðan á Landakotsspítala þar sem hún átti hægt andlát í svefni. Nú er hún sofnuð, þessi kæra systir, hefur fengið hvíldina og bíður þess að frelsarinn kalli hana til fundar við sig og til eilífs lífs með sér á hinum mikla upprisumorgni, svo og öðrum þeim sem þiggja útrétta náðarhönd Drottins sem stendur öllum til boða. Jesús segir: “Eg er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins” (Jh 8.12). í þessu Ijósi lifði Sigurleif. Og frá henni skein birta og friður í hóg- værð lífs hennar. Hún uppfyllti boð frelsara síns: “Þannig lýsi ljós yðar meðal mannanna að þeir sjái góð verk yðar og vegsami föður yðar sem er á himnum.” Jafnvel í andlátinu stafaði af ásjónu hennar birta og hvíld sem bar vott um að hún hvíldi í öruggum ástar- örmum frelsara síns. Blessuð sé minning hinnar látnu. Eric Guðmundsson AÐVENTFRÉTTIR • MARS 2009~|

x

Aðventfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.