Aðventfréttir - 01.08.2009, Blaðsíða 15

Aðventfréttir - 01.08.2009, Blaðsíða 15
Barnastarfið á sumarmótinu Bamastarf sumarmótsins í ár bar yfir- skriftina Regnbogaferðalag. Mark- miðið var að sýna krökkunum að við emm öll á lífsins ferðalagi og besta leiðin til að takast á við þetta ferðalag er að hafa Jesú að fararstjóra og Biblíuna að leiðsögubók. Jesús er sá eini sem getur gefið okkur eilíft líf og leitt okkur að lokum til himna þar sem við munum ganga á gullgötum, hoppa á skýjum og leika okkur á strætum Nýju- Jerúsalem um alla eilífð í nánu sam- neyti við Jesú (krakkarnir geta sagt ykkur frá því að við “gengum á skýjum" og fóram í "veislu", svona rétt til að fá forsmekk að gleðinni á himnum). Við lærðum að sem ferðafélag (kirkja) verðum við að vinna saman. Við eram ólík eins og mismunandi ffurnur líkamans eru ólíkar (og litir regn- bogans) en saman getum við unnið sem einn líkami með Krist sjálfan sem höfuðið. Þá skoðuðum við þær gjafir sem Guð gefur okkur: tímann, efnisleg gæði, hæfileika og líkama okkar. Við komumst líka að því að til viðbótar þessum gjöfum vill Guð gefa okkur frið, kærleika, þolinmæði og fleiri andlegar gjafir. Við ákváðum sem ferðafélag að nota það sem Guð hefur gefið okkur til góðs, en ekki að grafa það í jörðu eða sólunda því á annan hátt. I síðasta ferðalagi helgarinnar sáum við hvemig Jesús notaði þann tíma sem hann fékk fýrir aðra og hvemig hann var alltaf tilbúin að hjálpa öðrum. Við ákváðum að nota tímann okkar sem ferðafélag í að vinna það verk sem Jesús bað okkur að gera þangað til að hann kæmi aftur og dýfðum okkur í þjónustu! (sumir mjög bókstaflega). Besta þjónustan sem við getum veitt er að hjálpa öðram sem þurfa á aðstoð okkar að halda og bjóða þeim með í ferðalagið til himna. Þá verður ekki annað sagt en að við höfum aldeilis lagt land undir fót þessa helgina því við ferðuðumst líka til ýmissa landa til að kynnast fleirum sem einnig hafa valið að gera Jesú að farar- stjóra sínum. Þar fengum við líka að sjá og upplifa ólíka hluti. Þegar við fórum t.d. til Afríku sáum við risastórt slöngu- skinn, í Kína lærðum við að borða með prjónum, í Brasilíu hittum við 9 ára stelpu sem sér um eigin útvarpsþátt og í S-Kóreu lærðum við að gera pappírs- fugla og gerðum armbönd:) Allir vora auðvitað með ferðatöskur og fengu stimpla í vegabréfið í hverju nýju landi. Við viljum að lokum þakka öllum þeim sem hjálpuðu okkur með einum eða öðrum hætti til þess að gera þessa dag- skrá mögulega, öllum krökkunum fýrir að mæta og standa sig svona vel (ÞIÐ ERUÐ SKO FLOTTIR FERÐA- FÉLAGAR!) og að síðustu ber að þakka Guði sem alltaf sér fýrir öllum okkar þörfum. Armann, Guðný Lilja, Hlynur, Sonja og Þóra Lilja. Stimplað í vegabréfin Einn, tveir og allir í röð ^'va ■' -* *f /i " 44 - O -j •Vi jr Yngstu börnin fengu líka eitthvað við sitt hæfi, leiki, litabækur og fullorðið fólk til að leika með. Á hvíldardagseftir- miðdag fengu bömin að gefa hestunum brauð við mikinn fögnuð hestanna! *. Sf-r ^jSBLÆ AÐVENTFRÉTTIR • ÁGÚST 2009 |

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.