Aðventfréttir - 01.08.2009, Blaðsíða 18

Aðventfréttir - 01.08.2009, Blaðsíða 18
¥ Heilsuhornið ¥ Skadscmi áfcngis Notkun alkóhóls hefur fylgt manninum í árþúsundir. I dag er það eina löglega vímuefiiið í okkar heimshluta og neysla þess hluti af eðlilegu lífi margra. Því hefur verið haldið fram að hófleg neysla áfengis sé ekki skaðleg líkamanum og geti jafnvel reynst gagn- leg í forvömum gegn hjarta- og æða- sjúkdómum. Heilbrigðisstarfsfólk er þó fæst tilbúið til að hvetja til áfengis- neyslu þar sem alkóhól er ávanabind- andi og misnotkun þess algeng og skaðleg. Notkun alkóhóls veldur bæði andlegum og líkamlegum breytingum hjá þeim sem þess neyta. Alkóhól verkar slæv- andi á taugakerfið og hægir á og truflar starfsemi heila. Ekki em þó allir hlutar heilans jafiinæmir fyrir áhrifum þess. Litlir alkóhólskammtar duga til að slæva þann heilahluta sem stjórnar hömlum. Þess vegna losnar um hömlur og gerir þessi eiginleiki það að verkum að sumir álíta alkóhól vera örvandi efni. Eftir því sem meira er innbyrt af áfengi slævast fleiri heilastöðvar og þar á meðal þær sem stjóma grundvallar líkamsstarfsemi. Eftir neyslu mjög stórra skammta verður öndunarstöðin fyrir áhrifum og hætta er á öndunar- stöðvun og þar með dauða. Stöðug ofdrykkja getur valdið veru- legum skemmdum á taugakerfinu og þá sérstaklega heila. Það getur lýst sér í breytingum á tilfinningaviðbrögðum einstaklingsins, persónuleika hans og viðhorfum, hæfileikinn til að læra nýja hluti getur minnkað og minni hrakað. Áfengi hefur ekki einungis áhrif á heil- ann heldur nánast alla líkamshluta. Hér verður stuttlega gerð grein fyrir hver áhrif mikillar drykkju eru á hina ýmsu líkamshluta. Áhrif áfengis á líffæri meltingar- kerfisins eru meðal annars að það ertir slímhimnur sem getur leitt til magasára, oft blæðandi. Áfengisdrykkja slakar á vöðvum við efra magaop og getur lang- varandi drykkja valdið vélindabakflæði sem leiðir af sér þrálátar bólgur og aukna hættu á krabbameini. Einnig er hætta á briskirtilsbólgu sem getur stundum verið mjög alvarlegur sjúk- dómur. Lifrin er helsta efnavinnslustöð líkamans. Það ætti því ekki að koma á óvart að hún er það líffæri sem oftast verður hvað verst úti af völdum of- drykkju. Hún sér um að vinna úr allt að 95% af öllu því alkóhóli sem berst út í blóðið og við niðurbrot áfengis myndast mörg efhi sem geta ert og skemmt lifrarvefinn. Við drykkju fer liffin að nýta alkóhól sem orkuefiii í stað fitu sem safnast þá upp í lifrar- vefhum og leiðir til svokallaðrar fitu- lifrar. Fitulifur er sjúklegt ástand sem þó gengur til baka ef hætt er að drekka. Ef drykkju er aftur á móti haldið áfram getur fitulifur þróast í alkóhóltengda liffarbólgu og síðan skorpulifur. Skert liffarstarfsemi sem fylgir skorpulifiir getur leitt til dauða. Mikil áfengisdrykkja getur leitt til hækkunar blóðþrýstings og aukið hættu á heilablóðföllum. Hjartavöðvinn getur skemmst og við það dregur úr dælu- starfsemi hjartans, auk þess sem það stækkar. Mæði kemur fram við litla áreynslu og óreglulegur hjartsláttur er algengur meðal drykkjusjúklinga. Alkóhól veldur því að æðar við yfir- borð líkamans víkka út og við það eykst blóðflæði til húðar og veldur hita- tilfinningu í fýrstu. En við það að blóð streymi í húðina lækkar líkamshiti og hætta á ofkælingu eykst. Menn hafa orðið úti á hlýjum sumamóttum vegna þess að alkóhólmagnið í blóðinu var svo mikið og kælingin sömuleiðis. Kynkerfi beggja kynja verður fyrir áhrifum af langvarandi áfengisneyslu. Konur geta sleppt egglosi eða misst úr tíðir. I körlum getur mikil drykkja leitt þess að eistun rýma og framleiða minna af testósteróni. Á sama tíma minnkar geta lifrar til að brjóta niður kvenhormón sem er myndað í svolitlu magni í nýrnahettum karla. Afleiðing- amar geta verið stækkuð brjóst, líkams- hár minnka eða hverfa og kynhvöt og reisnargeta dvína. Þessar upplýsingar um skaðsemi áfengis em að finna á vísindavef Há- skóla íslands. ,Jíór, vin og vínberjalögur tekur vitið burt.“ Hósea 4:11 Eggjalaus eggjahræra! 1 pakki extra-firm tofu (setja í pappírsþurrku eða klút til að ná vatninu úr) 2 tsk. olía 1/4 tsk. tumeric (má líka nota karrý) 1 msk. hvítlauksduft 1 tsk. laukduft 1/2 bolli vítamínsbætt ger Notið gaffal til að merja tofii í smá bita og steikið í olíunni í nokkrar mínútur. Bætið síðan kryddinu út í. Gott er að saxa niður sveppi, lauk og papriku og setja saman við. Veltið um á pönnunni þar til tofu er orðið gulbrúnt og græn- metið tilbúið. Berið fram heitt. | AÐVENTFRÉTTIR > ÁGÚST 2009

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.