Aðventfréttir - 01.12.2010, Blaðsíða 3
[_
Þetta kom sámtíðarmönnum
Matteusar á óvart. Þeir álitu að
Messíasar konungurinn myndi
frelsa þá undan syndum annarra,
ekki þeina eigin syndum. En nafnið
Jesús þýðir ekki bara, „Guð, frelsa
okkur undan þeim,“ heldur líka,
„frelsa okkur frá okkur sjálfum.“
Hvílíkur vonarboðskapur. Fyrsta
verk Jesú er að frelsa okkur frá
synd okkar - hroka okkar,
ósveigjanleika hjartans, girnd,
valdníðslu, skorti á kærleika og
tilfinningaleysi í garð annara.
Jólaboðskapurinn opinberar fyrir
okkur viðhorf Guðs en setur okkur
einnig nýjan staðal hvað það varðar
að elska aðra. Þetta sjáum við skýrt
í sögunni um Jósef. í jólasögunni
fylgir hann meginreglu kross Krists
jafnvel áður en Jesús leið á
krossinum.
í 19 versi er sagt að Jósef hafi verið
„réttlátur maður“. Hann fylgdi
reglunum. M.a. varðandi það að
stúlkan sem hann var trúlofaður
virtist hafa haft samræði við annan
mann. Lög Móse, jafnvel grísk og
rómverks lög, gáfu honum rétt til að
skilja við hana opinberlega. Annað
myndi hafa skert mannorð hans
sjálfs. En Jósef var ekki bara
réttlátur maður, heldur einnig góður
maður. Hann ákvað að skilja við
Maríu í kyrrþey til að draga úr
opinberri minnkun Maríu. Þó
særður djúpu sári valdi hann þessa
leið þar sem hann gæti viðhaldið
heiðri sínum án þess að auðmýkja
Maríu opinberlega.
En Guð kallaði Jósef til að fylgja
nýjum og háleitari staðli kærleikans,
algerlega nýrri hugsjón hvað það
snertir að vera góður maður, að taka
þátt í synd og skömm. 24. v.:
„|Hannj og tók konu sína til sín.
Hann kenndi hennar ekki fyrr en
hún hafði alið son.“ Þessi staða var í
alla staði erfið og íþyngjandi fyrir
Jósef, það kom óorðir á hann meðal
almennings og setti alvarlegt
spurningamerki við „réttlæti“ hans.
Jósef kaus að fylgja leið krossins.
Hann krossfesti löngun sína til að
koma fram hefndum. Hann
krossfesti mannorð sitt og það að
lifa öruggu, fyrirsjáanlegu,
þægilegu líf með fullkominni
kristinni fjölskyldu. Hann varð að
krossfesta hugmyndina um að vera
„réttlátur“ maður í augum annarra
og þá hugmynd að lifa
sótthreinsuðu lífi aðskildu frá
syndurum þessa heims. Hann
fórnaði hugmyndinni um
„virðulegan kærleika“ fyrir það að
vera krossfestur kristinn
einstaklingur.
Guð hefur kallað þig og mig til að
vera þess konar fulltrúi hans í okkar
samfélagi í dag. Það er viðhorf í
anda jólanna.
Eric Guðmundsson
Krakkadagar í Vestmannaeyjum
Dagana 25. - 27. nóvember voru
„Krakkadagar" í Aðvent kirkjunni í
Vestmannaeyjum. Boðið var upp á
föndur fyrir krakka á aldrinum ca 5
- 12 ára og opið öllum krökkum.
Manfred og Þóra sögðu krökkunum
sögur úr Biblíunni og föndruðu
með þeim. Fyrri daginn var fjallað
um efnið „Jesús og bömin“ en
seinni daginn var það
sagan um Davíð og
Golíat. Flestir gestanna
höfðu aldrei komið áður í
kirkjuna og höfðu gaman
af því að fá að skoða húsið áður en
byrjað var á föndrinu.
Þóra og Manfred hafa lokið
meistaranámi í guðfræði en höfðu
þar á undan margra ára starfsreynslu
sem kennarar og hafa bæði
sérmenntun í verkmennt þ.e. smíði
og textíimennt. Þau sameina þetta í
skemmtilegu föndri sem byggir á
s ö g u m ú r
Biblíunni. Á
meðan krakkarnir
föndruðu fór
fram óformleg
spurningakeppni
þar sem þau kepptu sín á milli í
Biblíuþekkingu. Þar kom í ljós að
krakkar í Vestmannaeyjum fá
greinileg góða kennslu í
kristinfræði í sínum skóla, í viðbót
við það sem þau læra heima hjá sér
og í sinni kirkju.
Þórci Jónsdóttir
AÐVENTFRÉTTIR • DESEMBER 2010