Aðventfréttir - 01.12.2010, Blaðsíða 6

Aðventfréttir - 01.12.2010, Blaðsíða 6
Heilsuhornið LOFT Maðurinn getur lifað nokkrar vikur án fæðu, nokkra daga án vatns, en aðeins fáeinar mínútur án lofts. Án lofts getur viðkom- andi orðið fyrir varanlegum h e i 1 as k e m m d u m innan fimm mínútna. Hví er loft svo nauðsynlegt? Loftið sem við öndum að okkur inniheldur súrefni. Rauðu blóð- kornin flytja súrefnið frá lung- unum til allra frumna líkamans. Síðan flytja þau koltvísýringinn aftur til lungnanna. Þegar við öndum frá okkur losar líkaminn sig við koltvísýringinn auk súr- efnissnauða loftsins. Slæm loftræsting í herbergjum getur valdið höfuðverk, svefn- drunga og erfiðleikum við að einbeita sér. Ástæðan? Þegar lofti er andað aftur og aftur minnkar súrefnismagn þess en koltvísýringur og önnur úrgangs- efni aukast. Þungt loft og slæmar öndunarvenjur stuðla að þung- lyndi, pirringi, úrvindan og síþreytu. Þegar þú hreyfir þig fara 98 lítrar af lofti inn og út úr lungunum á mínútu - en aðeins um 4 lítrar við hvíld. Hreyfingin eykur streymi súrefnisríks blóðs til allra líkamshluta. Þú munt hafa meiri orku og njóta meiri vellíðunar. Lausnin 1. Opnaðu glugg- ana og hleyptu fríska loftinu inn! Sofðu við opinn glugga ef mögu- legt er. 2. Hreyfðu þig úti í fríska loft- inu. Það mun styrkja öndunar- vöðvana og auka lungnaþolið. 3. Vendu þig á rétta líkamsstöðu. Sittu bein(n) í baki með axlir aftur á við. Þú munt geta andað dýpra. 4. Einbeittu þér að því að anda djúpt. Staldraðu við nokkrum sinnum á dag og dragðu and- ann nokkrum sinnum djúpt og hægt. 5. Hafðu einhverjar pottaplöntur inni hjá þér. Þær fjarlægja mikið af mengunarefnum, þrífast á koltvísýringi og skila súrefni út í loftið í stað- inn. Eitrað loft Einn svæsnasti óvinur góðrar öndunar er tóbak. Reykingar stífla og erta öndunargöngin. Nikótínið í reyknum þrengir hár- æðarnar; kolsýringurinn (kolmónoxíð) snarminnkar getu rauðu blóðkornanna til að flytja súrefni. Þessi tvö efni í samein- ingu skerða þol og stuðla að þrengingu og kölkun slagæðanna. Margir reykingamenn gera sér ekki grein fyrir þeirri hættu sem tóbaksreykurinn setur aðra við- stadda í. Óbeinar reykingar geta verið jafn banvænar og beinar reykingar eru reykingarmann- inum. í sérstakri áhættu eru böm reykingamanna sem neyðast til að anda að sér þessu lífshættu- lega lofti í langan tíma. Bataferlið í lungunum hefst nær samstundis og fólk hættir að reykja. Það besta sem þú getur gert líkamanum er að hætta að reykja og anda léttar. Fengið af www.healthexpobanners.com með leyfi. « AÐVENTFRÉTTIR • DESEMBER 2010

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.