Aðventfréttir - 01.12.2010, Blaðsíða 4

Aðventfréttir - 01.12.2010, Blaðsíða 4
Ráðsmennskudeild 10 góð ráð varðandi tímann eftir Benjamin C. Maxson, fyrrv. deildarstjóra ráðsmennskudeildar Aðalsamtakanna Eðli tímans Tíminn flýgur!, segir einn. Annar hrópar upp yfir sig: Hvert hefur árið farið? Tími! Við höfum öll sama magnið, en samt stjórnum við honum mismunandi hvert og eitt okkar. Það hvernig við stjómum tíma okkar endurspeglast í sambandi okkar við Guð. Tíminn er takmarkaður. Hann getur hvorki minnkað né aukist. Tikkið í klukkunni breytist ekki, aðeins það hvernig við tökumst á við tímann. Suma daga stjómum við því hvernig við eyðum tímanum, aðra daga líður okkur eins og tíminn stjórni okkur. Tíminn er mikilvæg eining í okkar andlega lífi. Postulinn Jóhannes skrifaði um tíma þegar hann sagði að enginn frestur væri lengur gefinn (Op 10.6). Daníel talar um falskt vald sem muni reyna að breyta tíma (Dn 7.25). Og tvisvar lesum við um það þegar sjálfur Guð breytti tíma þegar sólin stóð kyrr og tunglið stöðvaði (Js 10.12-14) og þegar skuggi á sólskífu Akasar færðist aftur um tíu stig (2Kon 20.8 -11). Það hvernig við skipuleggjum tíma okkar, er í raun endurspeglun á gildismatir okkar og forgangsröð. A þann hátt er það mjög svipað hvernig við stjómum tíma og hvernig við stjórnum fjármunum okkar. Þetta tvennt sýnir opinskátt hvað okkur er mikilvægt. Það er ein af ástæðunum fyrir því að Guð gaf okkur hvíldardaginn og tíundina til að vera eins konar hitamælir á andlegan vöxt okkar. Við skulum því skoða hvernig við getum sett Guð inn í tímastjórnun okkar. Drottinn tímans Fyrst er mikilvægt að við viðurkennum að sem skapari, þá er Guð drottnari tímans. Hann þarf því að vera miðpuntur okkar þegar við hugsum um tíma. Eins og í öllum öðrum þáttum lífs okkar, er mesta áskorunin fólgin í því að læra að setja Guð fyrstan í okkar lífi. Með öðrum orðum, þá sést á því hvernig við stjórnum tíma okkar hvaða sæti Guð á í lífi okkar og hjörtum. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að Guð gaf okkur hvíldardaginn. Hann er leið til að hjálpa okkur að setja Guð inn í mikilvægasta þátt lífs okkar. Við tilbiðjum hann á hvíldardegi því að við viðurkennum hann sem skapara (2M 20.8-11), endurlausnara (5M 5.12-15), og þann sem helgar okkur (2M 31.13). Þegar við tilbiðjum hann á hvíldardegi þá minnir það okkur hverja viku á að hann er Drottinn, ekki einungis yfir hvíldardeginum, heldur yfir sérhverjum degi í lífi hins kristna. Að setja Guð fyrstan í okkar lífi byrjar með hvíldardeginum. Síðan heldur það áfram með því að taka frá tíma fyrir Guð á hverjum degi. Öll getum við byrjað sérhvern dag með Guði. Hins vegar getur verið mismunandi hvenær dags við viljum taka frá tíma til biblíurannsóknar og sérstakrar tilbeiðslu. Ég vil stinga upp á því að ef þú ert morgunhress, þá sé morguninn besti tíminn til að nota í þínum andlega vexti. Ef þú ert aftur á móti meiri kvöldmanneskja, þá finnist þér kannski betra að taka frá sérstakan tíma með Guði á kvöldin. Hvaða manngerð sem þú ert, þá skaltu reyna að gefa Guði hluta af þeim tíma þegar þú ert sem virkastur/virkust. Ég finn það hjá sjálfum mér að vöxtur minn með Guði er í beinu sambandi við gæði þess tíma sem ég gef honum í að hlusta á hann og orð hans. Annað atriði sem er mikilvægt að hafa í huga varðandi tímann, er það að hafa skýr markmið í huga og flétta þau inn í okkar daglegu dagskrá. Að hafa markmið Guðs að leiðarljósi gefur lífi okkar skýrari mynd og stefnu. Síðan skipuleggjum við dagskrá okkar í kringum þessi markmið. Ef við gerum þetta ekki munu utanaðkomandi atburðir taka völdin yfir tíma okkar. Sérhvert okkar hefur mismunandi gjafir andans og hlutverk. Samt sem áður er lokamarkmið hvers kristins einstaklings að gera Guð dýrðlegan AÐVENTFRÉTTIR » DESEMBER 2010

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.