Aðventfréttir - 01.12.2010, Blaðsíða 2

Aðventfréttir - 01.12.2010, Blaðsíða 2
Ritstjórnargrein Jólaköfunin „Jósef, sonur Dovíðs, óttast þú ekki oð toka til þín Marui, heitkonu þíno. Barnið, sem hún gengur með, er af heilögum anda. Hún mun son ala og hann skaltu láta heita Jesú því að hann mun frelsa lýð sinn frá syndum hans. “ Allt varð þetta til þess að rœtast skyldi það sem Drottinn lét spámanninn boða: „Sjá, yngismœr mun þunguð verða og fœða son og lœtur hann heita Immanúel, “ það þýðir: Guð með oss. Þegar Jósef vaknaði gerði hann eins og engill Drottins hafði boðið honum og tók konu sína til sín. Hann kenndi hennar ekki fyrr en hún hafði alið son. Og hann gafhonum nafnið JESÚS“ (Mt 1.20-23). Matt Woodley segir frá því að sjö ára drengur, Martin, datt í Prairie ána í Kanada þegar hann var að leik við bakka árinnar. Þó nokkur hópur fólks var vitni að þessu og sá drenginn berjast um í vatninu en hverfa svo. Hvers vegna fór enginn ofan í til að bjarga drengnum? Aðeins ofar var skolpdælustöð sem skilaði mikilli mengun í ána. Hún var því stórmenguð, hættuleg heilsu fólks. Þannig að enginn gat fengið sig til þess að bjarga Martin Turgeon. Stundum upplifum við Guðs sem einn áhorfendanna við Prairie ána. Að hann segi við okkur: „Eg mun ekki að kafa ofan í óþverrann í þínu lífi. Ég er heilagur Guð. Þú verður fyrst að þrífa þig. Þá mun ég taka við þér, faðma þig að mér, elska þig.” En í ritningarversinu hér að ofan mætum við Guði sem var reiðubúinn - er reiðubúinn - að taka fullan þátt í synd og sorg mannlegrar tilveru, Guði sem segir: “Ég kem og bjarga þér upp úr ánni áður en þú hefur þvegið af þér óhreinindin.” Við læaim tvennt þegar við skoðum þessa stórkostlegu jólasögu: Fyrst, að í Jesú stendur Guð með okkur í synd okkar, skömm og sorg. Hann stingur sér ofan í, ef svo má að orði komast, og setur svo upp algerlega nýjan staðal fyrir líf okkar. í öðru lagi, við erum líka kölluð til þess að standa með og vera þátttakendur í synd og sorg þeirra sem við umgöngumst. Þetta endurskilgreinir á róttækan hátt eðli samfélags og kjama þess að vera “góður einstaklingur”. Taktu eftir samsömun Guðs við mannkynið í Mt 1.1-17. Þessi vers geta virst þurr upptalning. Bara listi af nöfnum. En í þeim er að finna merkilega guðfræði og góða sagnahefð. Hér höfum við sönnun þess að Jesús er afkomandi Davíðs, hins mesta konungs ísraels. Þessi tenging er mikilvæg því Messías Gamla testamentisins var oft kallaður sonur Davíðs. Þessi ættartala skýrir einnig eðli messíasarhlutverks þessa sonar Davíðs, að hann er reiðbúinn að verða þátttakandi í þeim kröggum sem við höfum komið okkur í. Hann mun ekki sitja á árbakkanum og horfa á okkur berjast um. Heldur kasta sér út í og bjarga okkur. Taktu eftir því t.d. að fjórir þeirra einstaklinga sem nefndir eru í ættartré Jesú eru útlendar konur sem höfðu vafasaman bakgrunn. Kvenna var venjulega ekki getið í ættartölum - hvað þá þeirra sem lifðu ósiðsamlegu lífi. Þarna er Matteus að segja okkur að Messías sér reiðbúinn að verða þátttakandi í tilveru alls heimsins. Taktu líka eftir nöfnum Messíasar: „Jesús“ og „Immanúel“. 21. versið segir okkur að þessi Messías sé frábrugðin þeim sem Gyðingar væntu. Hann mun „frelsa lýð sinn frá syndum þeirra“. Það vekur undrun að Guð vilji kalla okkur sinn lýð, sitt fólk. Hvílík upphefð! Guð vill eigna sér okkur. En taktu líka eftir uggvænlegu hlið versins: Guð óskar þess að frelsa fólk sitt frá syndum þess. AÐVENTFRÉTTIR Sérstakar þakkir TIL: 73. ÁRG. - 9.TBL. 2010 Sandra Mar Huldudóttir Ú TGEFANDI KIRKJA SJÖUNDA DAGS AÐVENTISTA Á ÍSLANDI FYRIR EFNI í BLAÐIÐ. S u ð u r h 1 i ð 3 6, 105 Reykja vik HARPA Theodórsdótt i r S ími: 5 8 8-7800 Kristine Andersen sda@adventistar.is Manfred Lemke R ITSTJÓRI & SÓLVEIG HJÖRDÍS JÓNSDÓTTIR Ábyrgðarmaður: Steinunn Theódórsdóttir Eric Guðmundsson Unnur Halldórsdóttir Uppsetning og vinnsla: Þóra Jónsdóttir Jóna B. Þórudóttir AÐVENTFRÉTTIR • DESEMBER 2010

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.