Bræðrabandið - 01.05.1974, Blaðsíða 2

Bræðrabandið - 01.05.1974, Blaðsíða 2
.,5.- tbl. - BRÆÐRABANDIÐ - bls. 2. hamingju sína og framgang eftir fjöldanum á þeim boðskortum sem þeim berast og þeir taka á móti. En hvaö á maðurinn að gefa í skiptum fyrir sálu sína? Það er ekkert í öllum heiminum verðmeira en eilíft frdsi. Jesús talaði um ríka bóndann sem safnaöi svo miklu korni, að hlöður hans urðu of litlar, svo hann lét rífa þær niður og byggja aðrar stærri. En svo dó hann eina nóttina, og Kristur spurði, "hvers virS. voru honum þá allar þær hlöður er hann hafði látið byggja?" Það var endir hans. Hann gat ekki litið fram til neins, því hann hafði skipt á sálu sínni og hlööum. Sá dagur mun koma, er allt birtist í réttu ljósi verðleika sinna. Við skulum núna öðlast réttan skilning á hinum sönnu verðmætum. Við skulum láta okkur skiljast, að ekkert í Mminum er þýöingarmeira en frelsun okkar eigin sálna. Það eitt hefur eilífðargildi. Ef til vill verðum við aó greiða svolítið verð hér og nú, með því að neita okkur skemmtanir þessa heims, en við skulum gera okkur ljóst, að það hverfur og hefur enga þýðingu, þegar við sjáum Krist og fáum að dvelja með honum um alla eilífð. Þýtt. * ✓ LIKNAR SJOÐ URl N N Þann 8. júní n.k. verður tekið á móti gjöfimi til Alþjóölega líknarsjóðsins. Allt, sem veröur lagt fram við guðsþjónustur okkar þann dag mun renna í sjóðinn. Dreifðir meðlimir geta sent gjafir beint til skrifstofunnar, en gæta þess að hafa þær greinilega merktar. Takmark íslands er 27.000.00 kr. Aðventistar eru einn stærsti aðilinn í alþjóðlegu líknar- starfi. Hluti af scarfi Krists var að líkna og lækna og viljum við fylgja í fótspcr Krists að þessu leyti. Evarvetna í heiminum verða miklar náttúruliamfarir og skaðar. Hungursneyð ríkir á stórum svæöum. Það eru forréttindi okkar að hjálpa þeim sem í neyð eru. Minnumst þessa cg gefum ríflega þann 8. júní n.k. S.B.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.