Tölvumál - 01.10.1982, Page 5
5
SKÝRSLUTÆKNIFÉLAG ÍSLANDS VEITIR TÖLVUNARFRÆÐINEMENDUM
VIÐURKENNINGU
Hinn 15. september sl. afhenti dr. Jón Þór Þórhallsson,
formaóur Skýrslutæknifélags islands, nokkrum skólanemendum,
sem náð hafa frábærum námsárangri á sviði tölvunarfræða,
gagnavinnslu og skyldra greina, vióurkenningu félagsins.
Viöurkenningin er i formi skjals og valinnar bókar um
tölvufræðiefni.
Svo sem félagsmönnum er kunnugt, ákvað stjórn Skýrsiutækni-
félagsins á siðastliðnu vori að veita viðurkenningar af
þessu tagi. Falast var eftir tilnefningum frá skólastjórum
þeirra skóla, sem vitað var að hefðu tölvu- og gagnavinnslu-
greinar á kennsluskrá sinni.
Að fengnum tilnefningum skólanna ákvað stjórn félagsins
siðan að veita aö þessu sinni átta nemendum viðurkenningu.
Þessir nemendur eru:
Bjarki Karlsson, Verzlunarskóla íslands,
Bjarni Kristjánsson, Menntaskólanum við Sund,
Friðrik Skúlason, Mennt.askólanum vió Hamrahlið,
Hannes Rúnar Jónsson, Háskóla íslands,
Hjörleifur Kristinsson, Iónskólanum i Reykjavik,
Ölafur Jóhann Ólafsson, Menntaskólanum i Reykjavik,
Sveinn Baldursson, Fjölbrautarskólanum Breióholti og
Vilhjálmur Þorsteinsson, Tölvuskólanum.
Tilgangur Skýrslutæknifélagsins, meó þvi að veita þessar
vióurkenningar, er m.a. sá aó vekja athygli nemenda, skóla-
yfirvalda og annarra á þessum námsgreinum, sem stutt er siðan
aó fóru að sjást á kennsluskrám islenskra skóla.
Tölvuvæöingin hefur riðið yfir þjóðfélagió hraóar en flesta
gat órað fyrir og að mestu án þess að tóm gæfist til eðli-
legrar aðlögunar aó hinni nýju tækni. Hér hafa islenskir