Tölvumál - 01.10.1982, Page 5

Tölvumál - 01.10.1982, Page 5
5 SKÝRSLUTÆKNIFÉLAG ÍSLANDS VEITIR TÖLVUNARFRÆÐINEMENDUM VIÐURKENNINGU Hinn 15. september sl. afhenti dr. Jón Þór Þórhallsson, formaóur Skýrslutæknifélags islands, nokkrum skólanemendum, sem náð hafa frábærum námsárangri á sviði tölvunarfræða, gagnavinnslu og skyldra greina, vióurkenningu félagsins. Viöurkenningin er i formi skjals og valinnar bókar um tölvufræðiefni. Svo sem félagsmönnum er kunnugt, ákvað stjórn Skýrsiutækni- félagsins á siðastliðnu vori að veita viðurkenningar af þessu tagi. Falast var eftir tilnefningum frá skólastjórum þeirra skóla, sem vitað var að hefðu tölvu- og gagnavinnslu- greinar á kennsluskrá sinni. Að fengnum tilnefningum skólanna ákvað stjórn félagsins siðan að veita aö þessu sinni átta nemendum viðurkenningu. Þessir nemendur eru: Bjarki Karlsson, Verzlunarskóla íslands, Bjarni Kristjánsson, Menntaskólanum við Sund, Friðrik Skúlason, Mennt.askólanum vió Hamrahlið, Hannes Rúnar Jónsson, Háskóla íslands, Hjörleifur Kristinsson, Iónskólanum i Reykjavik, Ölafur Jóhann Ólafsson, Menntaskólanum i Reykjavik, Sveinn Baldursson, Fjölbrautarskólanum Breióholti og Vilhjálmur Þorsteinsson, Tölvuskólanum. Tilgangur Skýrslutæknifélagsins, meó þvi að veita þessar vióurkenningar, er m.a. sá aó vekja athygli nemenda, skóla- yfirvalda og annarra á þessum námsgreinum, sem stutt er siðan aó fóru að sjást á kennsluskrám islenskra skóla. Tölvuvæöingin hefur riðið yfir þjóðfélagió hraóar en flesta gat órað fyrir og að mestu án þess að tóm gæfist til eðli- legrar aðlögunar aó hinni nýju tækni. Hér hafa islenskir

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue: 7. tölublað (01.10.1982)
https://timarit.is/issue/362681

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

7. tölublað (01.10.1982)

Actions: