Tölvumál - 01.10.1982, Side 10

Tölvumál - 01.10.1982, Side 10
SKÝRR ÞRJÁTlU ÁRA Það var meó vissum hætti aódragandi að stofnun Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavikurborgar, aó Hagstofa Islands fékk til landsins gagnavinnsluvélar, sem unnu með gataspjöla, árió 1949 (sjá Tölvumál, 8. tbl. 2. árg. 1977 og 6. tbl. 4. árg. 1979). SKÝRR voru síðan stofnaðar í ágúst 1952. Þær fengu í upp- hafi gataspjaldavélar, sem rituðu bæði bókstafi og tölustafi. Slíkar vélar, þ.e. "mekaniskar" gagnavinnsluvélar,notuðu SKÝRR sióan i tólf ár eóa til ársins 1964, að stofnunin fékk fyrstu tölvuna, sem var IBM 1401. SKÝRR starfrækja nú tvær mikilvirkar gagnavinnslutölvur, þ.e. IBM 4341, með tilheyrandi jaðartækjum. Auk þess fer fjölgandi aðilum, sem tengjast vélbúnaði stofnunarinnar um simalinur og eru slikar útstöðvar (skjáir, prentarar) orðnar nokkuð á annað hundrað talsins. Með þessum búnaði sækjá viðskiptamenn upp- lýsingar i skrár eða gagnabanka, sem þeir eiga varðveittar hjá SKÝRR. Til marks um umfang þessarar vinnslu um simalinur má nefna, að þessir aðilar sækja upplýsingar til þess að skoða þær og e.t.v. breyta, u.þ.b. 500.000 sinnum i hverjum mánuði. Staðir utan Reykjavikur, sem nú þegar tengjast SKÝRR um sima- linur, eru Akureyri, Keflavik, Kópavogur og Hafnarfjörður. Innan tiðar verður bætt við linum til Vestfjarða, Snæfellsness, Akraness, Borgarness og austur yfir fjall. Um áramótin 1983-84 veróur linunet fyrir gagnaflutning komið á hringinn i kringum landið og nær þá m.a. til allra innheimtumanna rikissjóðs, skrifstofa Bifreióaeftirlits, skattstofa, skrifstofa Fasteigna- mats og fleiri stofnana. En þótt fjarvinnsla fari ört vaxandi, er samt lang umfangs- mesti gagnavinnslunnar hjá SKÝRR unninn i formi runuvinnslu. Það er mælikvarði á umfang vinnslunnar á þeim vettvangi, að mánaðarlega eru ritaóar hjá SKÝRR sem svarar 30 milljónum lina i formi skýrslna og annarra gagna. - ók.

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.