Vísbending


Vísbending - 01.12.2009, Blaðsíða 3

Vísbending - 01.12.2009, Blaðsíða 3
Mynd 3: Við lægri skatt á leigutekjur stækkaði skattstofninn fyrirtækja snerist í gróða. En góðæri verða ekki aðeins fyrir tilviljun, heldur líka af því, að stjórnvöld búa fyrirtækjum góð vaxtarskilyrði. Vekja ber athygli á því, að þessi mynd sýnir aðeins þróunina til 2003, svo að ekki er unnt að rekja hinar auknu skatttekjur af fyrirtækjum til lánsfjárbólunnar, sem hófst fyrir alvöru eftir 2004. Gildir líka á íslandi Laffer-áhrifin koma vitanlega ekki aðeins fram, þegar skatttekjur hækka við minnkaða skattheimtu. Þeirra verður líka vart, þegar skatttekjur lækka ekki eins mikið og ætla mætti við minnkaða skattheimta. Astæðan er, að skattstofninn stækkar. Eitthvert skýrasta dæmið um það á Islandi eru leigutekjur. Þær voru skattlagðar eins og launatekjur til 1997. Þessar tekjur voru líklega að mestu leyti viðbótartekjur efnaðs fólks og voru því skattlagðar sem hátekjur, svo að skatthlutfallið var um 40-48%. En frá 1998 voru þær skattlagðar sem fjármagnstekjur, svo að skatthlutfallið fór niður í 10% (þó að ekki megi gleyma því, að löngu áður höfðu eigendur leiguhúsnæðisins væntanlega greitt skatta af þeim tekjum, sem þeir notuðu til að koma upp húsnæðinu). A 3. mynd sést, hvernig skattstofninn stækkaði við það, að skattheimtan fór niður í fjórðung af því, sem hún hafði verið. Leigutekjur samkvæmt skattframtölum þrefölduðust frá 1997 til 1998. Meginástæðurnar voru tvær: I fyrsta lagi bötnuðu skattskil. Menn greiða fúsari 10% skatt af leigutekjum sínum en 40% skatt. I öðru lagi jókst framboð á leiguhúsnæði. Herbergi eða íbúðir, sem áður stóðu auð, voru leigð út við lægri skatt á leigutekjur. Skatttekjur ríkisins af leigutekjum voru líklega um 329 milljónir króna árið 1995 (45% af 733 milljónum króna, sem voru leigutekjur það ár samkvæmt skattframtölum á verðlagi 2007). En skatttekjur ríkisins af leigutekjum voru um 352 milljónir króna árið 2007 (10% af 3,52 milljörðum). Laffer-áhrifin geta hins vegar líka verið neikvæð eða öfug. Ef skattar hækka, þá dregst skattstofninn saman og skatttekjur ríkisins lækka eða hækka að minnsta Mynd 4: Spá um minni skattstofn og lægri skatttekjur Laffer-áhrifin geta hins vegar líka verið neikvæö eða öfug. Ef skattar hækka, þá dregst skattstofninn saman og skatttekjur ríkisins lækka eða hækka að minnsta kosti ekki í beinu hlutfalli við hina auknu skattheimtu. Dr. Artbur Laffer. kosti ekki í beinu hlutfalli við hina auknu skattheimtu. Skattalækkanirnar hér 1991- 2007 voru eins og hagfræðitilraunir, sem gera okkur kleift að spá fyrir um framtíðina. Tökum 3. mynd og snúum henni öfugt til að svara spurningunni: Hvað gerist, ef leigutekjur verða skattlagðar sem launatekjur, eins og gert var fyrir 1998? Setjum töluna fyrir 1998 á 2010 og tölurnar fyrir næstu ár á undan, 1995-1997, á árin 2011-2013. Þetta sést á 4. mynd. Ef skattar verða hækkaðir almennt á Islandi, þá mun því miður eitthvað svipað gerast víða og sést á 4. mynd. íslendingar lenda inn í vítahring síaukinnar skattheimtu og síminnkandi skattstofna. Þeir munu þá reka sig á tvenn sannindi skattasögunnar, að rýja verður sauðféð, en ekki flá það, og að gæsirnar, sem gulleggjunum verpa, eru flestar fleygar. Sauðféð fellur, og gæsirnar fljúga burt. Eftir sitja valdsmenn, sem telja aðeins sultardropana úr nefjum sér. Q VÍSBENDING • 48. TBL. 2 0 0 9 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.