Heimilisritið - 01.05.1945, Síða 45
þurrkað út allan þýzka flotann.
Aðeins ein verulega stórfelld
loftárás. Það var fagurt að líta
yfir höfnina í Kíl í grárri skímu
jóladagskvöldsins. Hæðirnar í
kringum flóann voru hvítar af
snjó.
Við komum að geysimikilli
flotkví. Eitt 26.000 smálesta
skipið, Gneisenau, var í henni.
Leiðsögumaður minn sýndi mér
það. Hann flýtti sér að taka það
fram, að það væri þarna til
venjulegrar lagfæringar, og ég
verð að játa það, að á þeirri síð-
unni, sem ég sá, voru engin
kúlugöt. Við eyddum heilli kl,-
stund í að ganga um dreka þenn-
an. Fjórir eða fimm af helztu
foringjum skipsins fylgdu mér
um það, og þegar við komum
í vistarverur hinna óbreyttu
liðsmanna voru þar engar upp-
stöður né hælaskellir, eins og
ég hafði vænzt. Skipstjórinn
mun hafa tekið eftir undrun
okkar.
„Það er hinn nýi andi í sjó-
hernum okkar“, sagði hann
hreykinn. Hann skýirði einnig
frá því, að í þessari styrjöld
hefðu allir menn á þýzkum her-
skipum, æðri sem lægri, sams-
konar fæði og jafnmikið. Svo
var ekki í heimsstyrjöldinni, og
hann _ hafði upp fyrir okkur
nokkur orðtæki eða málshætti
sjóliðanna þess efnis, að sami
viðurgerningur við yfirmenn
og óbreytta liðsmenn kæmi í
veg fyrir óánægju og styddi að
því, að sigur ynnist. Ég minnt-
ist þess, og hann eflaust líka,
að þýzka byltingin 1918 hófst
hér í Kíl meðal óánægðra sjó-
liða.
Þegar við snerum til lands í
ferjunni, reis tunglið fullt og
glóbjart yfir hæðirnar og varp
silfurbjarma á höfnina, svo að
útlínur skuggalegra vígdrek-
anna skáru vel af. Þegar við
komum til gistihússins, bolla-
lögðum við um útvarpið til
Ameríku, sem ég átti að sjá um
þarna á eftir, í kafbát, nýkomn-
um að, og skipshöfnin átti að
halda jólafagnað.
Þegar ég kom út í kafbátinn
síðar um kvöldið undraðist ég
hvílíka hugvitssemi þessir harð-
skeyttu sjómenn sýndu á því að
prýða þetta myrkragreni sitt
vegna jólahelginnar, því að svo
er það rétt nefnt. 1 einu horn-
inu ljómaði jólatré með rafljós-
um, og við einn vegginn höfðu
þeir komið fyrir ýmiskonar
furðulegum jólasýningum. Ein
var ofurlítil skautabraut á milli
snæviþakinna fjalla, og þar
léku brúður skautalistir, segul-
mögnuð brellutól voru látin
hreyfa skautabrúðurnar. Önnur
sýndi strandlínu Englands og
ein enn mjög álitlega sjóorustu.
HEIMILISRITIÐ '
43