Heimilisritið - 01.08.1945, Qupperneq 29
Orstutt og hnyttin saga eftir P. LANGDALIE
Georg var heima
Það fer oft illa, þegar maðurinn er afskiptalítill eigin-
maður, þótt hann sé duglegur kaupsýslumaður.
Sonju leiddist á kvöldin, þeg-
ar maðurinn hennar var ekki
heima. Og hann íór oft út. Son-
ja hafði skemmt sér mikið áður
en hún giftist, og var nú farin
að álíta, að hjónabandið væri
ekki trygging fyrir alsælu.
George var duglegur verzlun-
armaður, en fremur afskiptalít-
ill eiginmaður. Hann giftist Son-
ju einkum vegna þess að hún
var falleg og sómdi sér vel í
hinu glæsilega húsi hans.
Margir, er sáu Sonju, sögðu:
„En hvað hún er falleg. Það
hlýtur eitthvað að vera við Ge-
orge, fyrst hann gat ná í þessa
konu“.
Sonja kvartaði yfir því við
mann sinn, hve sjaldan hann
væri heima á kvöldin. Hún vissi
að kvöldferðir hans voru í sam-
bandi við verzlunarmál. En
henni leiddist. Hún þráði smá-
æfintýri. George var svo laus
við að vera „rómantískur“. Og
þetta kvöld þyrfti hann svo
endilega að sitja fund nokk-
urra kaupmanna.
Sonju leið illa. Hún var óró-
leg. Hún var ekki í skapi til að
lesa, og útvarpið var í ólagi.
Hún sat í dá'gstofunni og hugs-
aði um einstæðingsskap sinn.
Henni virtist öll gleði vera úti-
lokuð fyrir sér. En það er hættu-
leg tilfinning. Hún litaðist um
í stofunni og sá ekkert, sem
gladdi sál hennar.
George var í svefnherberginu
og var að látaásigharðanflibba.
Hann bölvaði erfiðleikunum sem
það olli honum, eins og hún
hafði svo oft heyrt hann áður
gera við svipuð tækifæri.
Sonju langaði eitthvað út að
skemmta.sér. Hún ákvað að fara
í bíó. Hún greip kápu og hatt
og kallaði til manns síns:
„Ég ætla að skreppa í bíó.
Mundu mig að borða ekki sar-
dínur í kvöld. Þú veist hvað það
er óhollt fyrir þig“.
„Allt í lagi“, svaraði George.
„Fjandinn sjálfur, þar brotnaði
brjósthnappurinn. — Ég kem
seint heim. Þú skalt ekki’vaka
eftir mér“.
HEIMILISRITIÐ
27