Heimilisritið - 01.01.1954, Qupperneq 29
færni til að takast hann eins vel.
Það var meistaraverk læknavís-
indanna.
Hann hafði lofað frú Sannox
að heimsækja hana einmitt þetta
sama kvöld, en rétt í því og hann
ætlaði að fara, var barið að dyr-
um, og þjónn kunngjörði, að ein-
hver karlmaður óskaði að tala
við lækninn.
,,Er það hann sjálfur, sem er
veikur ?“
,,Nei, ég hugsa að hann sé að
sækja lækninn.“
,,Allt of seint,“ tautaði Stone
ergilegur, ,,ég hef ekki tíma.“
„Gjörið svo vel að líta á nafn-
spjald hans.“
,,Hamil Ail Smærna, hm, svo
það er tyrkneskur maður.“
,,Já, læknir, hann lítur út fyr-
ir að vera það, og hann er í afar
æstu skapi —“
,,Hver fjandinn ! — Eg þurfti
að fara út í kvöld.--------Jæja,
það er bezt að láta manninn þá
koma inn.“
Nokkrum andartökum síðar
kom lítill, lotinn maður inn í
stofuna. Hörundið var brúnleitt,
hár og skegg dökkt. Augnaráðið
var starcindi, eins og oft er með
nærsýna menn. 1 annarri hend-
inni hélt hann á vefjarhetti, en í
hinni leðurpyngju.
,,Gott kvöld,“ sagði Stone um
leið og þjónninn lokaði dyrun-
um. ,,Þér getið að líkindum talað
ensku ?‘ ‘
,,Já, herra.“
,,/Etluðuð þér að fá mig með
yður heim til yðar ?“
,,Já, læknir, ef þér vilduð gera
svo vel að líta á konuna mína.“
,,Ég get komið snemma á
morgun, en því miður hef ég eng-
an tíma í kvöld.“
Tyrkinn þagði, en leysti frá
leðurpyngjunni og hellti úr henni
allmiklu af gulli á borðið.
,,Hér eru yfir hundrað sterl-
ingspund“ sagði hann. ,,Þér get-
ið verið kominn hingað aftur eft-
ir klukkutíma. Vagninn bíður
/.* “
Utl.
Douglas Stone leit á klukkuna,
það yrði nægur tími til að heim-
sækja frú Sannox eftir klukku-
túma. Hann hafði oft komið til
hennar seinna. Og gullið var
freistandi. Skuldheimtumennirn-
ir höfðu verið að ónáða hann í
seinni tíð, svo að hann gat ekki
slegið hendinni á móti þessum
peningum.
,,Hvað gengur að konu yð-
ar ?“ spurði hann stuttur í spuna.
;,Ó, það er mjög sorglegt!
Hörmulegt! Þér hafið ef til vill
heyrt getið um Almohadashníf-
inn ? — Svo, ekki. — Það er mjög
gömul hnífategund.--------Eg er
ættaður úr Litlu-Asíu, kom hing-
að frá Smyrnu með ýmsa forn-
JANÚAR, 1954
. 27