Heimilisritið - 01.01.1954, Blaðsíða 31
hendinni. ,,Þér gleymið, að ég
er múhameðstrúar. En með leyfi
að spyrja, hvað er í grænu flösk-
unni, sem þér létuð í vasann ?“
,,Klóróform.“
„Fyrirgefið. — Spámaðurinn
leyfir ekki börnum sínum að nota
deyfandi meðöl.“
,,Hvað segið þér ? Ætlizt þér
til, að á konunni yðar verði gjörð-
ur kvalafullur skurður án þess að
deyfa hana?“
,,Nei, herra, en svefninn, sem
eitrið framleiðir, er svo fastur, að
hún verður alls ekki kvalanna
vör. En tíminn líður, læknir.
Komið.“
Nokkrum augnablikum síðar
sátu þeir báðir í vagninum, sem
ók á stað móti vindinum og regn-
inu.
,,Er það langt?“ spurði Stone.
,,Nei, við búum í litlu, af-
skekktu húsi, skammt héðan.“
Læknirinn leit á úrið, er vagn-
inn rann fram hjá ljóskersstólpa;
hún var kortér yfir níu. Hann
gæti áreiðanlega verið kominn til
frú Sannox um klukkan tíu, væri
leiðin stutt eins og Tyrkinn hafði
fullyrt. — Regnið streymdi eins
og hellt væri úr fötu niður á
vagnþakið. Beint á móti honum
sást hið hvítleita höfuðfat Tyrkj-
ans í gegnum myrkrið, og ein-
hver ónotakvíði greip Stone, ó-
ljóst hugboð um hættu.
Loks staðnæmdist vagninn í
dimmri hliðargötu fyrir framan
lítið og skuggalegt hús. Aðeins
í einum glugga sást dauf ljós-
glæta.
Læknirinn stökk fyrr út úr
vagninum, og Smyrnakaupmað-
urinn strax á eftir. Hann gekk að
dyrunum, og við hina daufu ljós-
skímu úr glugganum sá Stone, að
andlit hans bar ljós merki óþol-
inmæðis og kvíða.
Tyrkinn sló tvö högg á hurð-
ina. Slá var skotið frá að innan,
og eldgömul kerling kom með
kertisskar freim í dyrnar.
„Hvernig líður?“ spurði hann
skjálfraddaður.
,,Hún virðist vera eins og þeg-
ar þér fóruð.“
,,Hefur að líkindum ekki tal-
að ?“
,,Nei, sofið fast.“
Þeir fóru inn. Kaupmaðurinn
skaut slánni fyrir. Það vakti at-
hygli Stones, að hvergi sáust nein
merki þess, að fólk héldi til í hús-
inu, þykk rykskán var á öllu og
skúmvefir í homunum. Þeir
gengu inn í herbergi til hægri
handar, þar sem dálítill vegg-
lampi kastaði daufri birtu frá sér.
Á gólfinu var mjúkt teppi, og á
veggjunum hengu alls konar vopn
og ýmiskonar einkennilegir grip-
ir. Húsgögnin voru öll á tyrk-
neska vísu. 1 einu horninu stóð
JANÚAR, 1954
29