Heimilisritið - 01.01.1954, Page 56
/•
-\
Sag^;
Lífið er lán með háum vöxtum.
Danskur málsháttur.
Þegar við elskum, er það hjart-
að, sem dæmir. — (Joubert).
^_______________________________
skilyrðislausa játning þess, að
hjónabandið sé ævilangt, og 2.
allar venjur og öll breytni miðist
við þetta viðhorf, bæði í stóru og
smáu.
1 hugskoti góðrar konu er ekk-
ert rúm fyrir útgöngudyr úr
hjónabandinu, þar er enginn
vottur þeirrar hugsunar, að ef
maðurinn verði ekki eftir hennar
höfði, geti hún losað sig og ef til
vill reynt aftur.
ÞESSI hollusta lætur sífellt til
sín taka. Hún gerist ekki völt og
efagjörn með árunum, þegar
dofna fer yfir rómantískum til-
finningum. Hún hættir ekki á að
leyfa hjartanu að taka hliðarspor
í huganum, ímyndun eða láta-
látum. Þar á enginn að komast
að annar en maður hennar.
SAMA hollusta er sýnd við
hinar sérstöku hjúskaparskyldur
og dagleg störf.
Með hjúskaparsamningnum
veitti hún yfirráð yfir líkama sín-
um til hjónalífs, hún reynir ekki
að taka þau aftur.
Hún lofaði að búa manni sín-
um heimili, hvert sem störf hans
kynnu að kalla hann, hún færist
ekki undan þessari skyldu. Og f
smámunum daglegs lífs, er hún
sér stöðugt meðvitandi um nauð-
syn og þýðingu þessarar holl-
ustu.
1 klæðaburði leitast hún við að
gera manni sínum til hæfis, jafn-
vel heima fyrir, í tali hvetur hún
og huggar og tekur þátt í áhuga-
málum hans, í heimilisstörfum
sínum leitast hún við að vera svo
fullkomin, að maður hennar geti
ekki hugsað sér eftirsóknarverð-
ari stað en heimili sitt.
ÞRIÐJI eiginleikinn, sem góð
kona þarfnast, er samsettur af
þessu tvennu: innileg ósk um að
þroska eigin dyggðir, og innileg
trú. Persónuleg dyggð hefur meiri
áhrif á hjarta mannsins en nokk-
uð annað.
Mikilvægustu dygðir góðrar
eiginkonu eru þolinmæði, svo
hún láti ekki á sig fá smávægi-
lega árekstra, sem aldrei er hægt
að komast hjá, umburðarlyndi,
svo hún verði fljót að fyrirgefa
yfirsjónir manns síns, hógværð,
svo vinir manns hennar virði
hana og líti upp j til hennar; og,
framar öllu öðru, glaðværð, svo
hún verði ætíð svo þægileg í um-
gengni að ánægja sé að vera í
návist hennar *
54
HEIMILISRITIÐ